Rafael Nadal er kominn áfram í þriðju umferð Opna franska meistaramótsins í tennis eftir auðveldan sigur á Austurríkismanninum Dominic Thiem.
Nadal vann í þremur settum, 6-2, 6-2 og 6-3. Thiem sýndi þó inn á milli að þessi tvítugi kappi lofar góðu og uppskar hann mikið lof frá Nadal fyrir frammistöðuna.
„Hann getur slegið mjög fast, bæði með for- og bakhönd. Hann hefur algjörlega allt sem þarf til að verða meistari,“ sagði Nadal.
Nadal er efsti maður heimslistans og mætir næst Leonardo Mayer frá Argentínu.
