Dráttur á rannsókn getur létt refsinguna Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2014 16:00 Ríkisskattstjóra Maðurinn er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að endurgreiða virðisaukaskatt af húsum sem aldrei voru byggð. Fréttablaðið/Stefán Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira