Dráttur á rannsókn getur létt refsinguna Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2014 16:00 Ríkisskattstjóra Maðurinn er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að endurgreiða virðisaukaskatt af húsum sem aldrei voru byggð. Fréttablaðið/Stefán Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Rannsókn á umfangsmiklu skattsvikamáli, þar sem starfsmaður ríkisskattstjóra er grunaður um að hafa svikið út 270 milljónir úr virðisaukaskattskerfinu, hefur dregist í nærri fjögur ár. Málið kom upp í september 2010 þegar sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Starfsmaður ríkisskattstjóra, einn grunaðra, var vistaður í einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna í fimm vikur en samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Eignir hans og eiginkonu hans voru frystar þegar málið kom upp og hafa verið síðan. Manninum var tjáð í september í fyrra að rannsókn málsins væri að klárast. Sömu svör fékk hann í apríl á þessu ári en þegar maðurinn grennslaðist aftur fyrir um málið síðastliðinn þriðjudag fékk hann þau svör að málið væri enn í höndum lögreglu og ekki komið til málsmeðferðar hjá ríkissaksóknara. „Staða mín er bara á bið,“ segir maðurinn. „Það eru allir í fjölskyldunni í rusli eftir þetta en við getum ekki annað en beðið.“ Manninum var sagt upp störfum í kjölfar þess að málið komst upp og segist hann hafa verið óvinnufær síðan. „Ég er bara andlegur öryrki,“ segir hann. Verjandi mannsins, Björgvin Þorsteinsson, segir að dráttur málsins sé með ólíkindum. „Það eru sjálfsagt komin þrjú ár síðan þetta mál lá ljóst fyrir og hægt var að gefa út ákæru.“ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir að drátturinn geti haft áhrif á ákvörðun dómstóla þegar málið kemst loks þangað. „Menn eiga rétt á greiðri málsmeðferð bæði á rannsóknarstigi og dómstigi og ef brotið er á þeim rétti sakborninga þá leiðir það iðulega til þess að það hefur áhrif á refsiákvörðunina. Það getur haft áhrif á fjárhæð sektar og lengd fangelsisvistar eða miklu frekar að dómstólar hafa verið að skilorðsbinda fangelsisrefsingar,“ segir Ragnar. Hann bendir á að ríkið geti orðið skaðabótaskylt verði maðurinn sýknaður. Þá geti löng bið eftir niðurstöðu máls haft slæm áhrif á andlega heilsu sakborninga. Fólk verði þunglynt og aðgerðalaust. Ragnar bendir á að þegar dómur fellur taki við lengri bið eftir því að komast að í fangelsi. Í lok árs 2012 höfðu 102 einstaklingar beðið lengur en í þrjú ár eftir því að sitja af sér sinn dóm.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira