Aron rotaði Rússana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. janúar 2014 06:00 Strákarnir fagna sigurmarki Arons Pálmarssonar í gær en það var af glæsilegri gerðinni. nordicphotos/bongarts Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna á fjögurra þjóða æfingamóti fyrir EM sem hefst um næstu helgi. Ísland spilar við Austurríki klukkan 14.00 í dag og við Þjóðverja klukkan 15.15 á morgun. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi. „Þetta var heldur betur spennandi og mjög gott að klára þetta. Tala nú ekki um það sem á undan er gengið. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, eftir leik. Hann hefur mátt horfa á eftir hverjum leikmanninum á fætur öðrum í meiðsli og nú síðast meiddist Snorri Steinn Guðjónsson. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og gæti spilað í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar í leiknum en varnarleikur og markvarsla var langt frá því að vera í lagi. „Hafsentarnir Sverre og Vignir ganga ekki alveg heilir til skógar og Bjarki Már er reynslulítill. Við erum því að reyna að púsla saman varnarleiknum og þá fáum við líka vonandi betri markvörslu,“ segir Aron en Björgvin Páll steig þó upp á ögurstundu í gær og varði skot undir lokin sem reyndist ansi dýrmætt. „Hraðaupphlaupin og hvernig við spilum sóknina manni færri kom mjög vel út sem var afar jákvætt. Sóknin rúllaði líka mjög vel. Ásgeir og Rúnar komu mjög sterkir inn í fyrri hálfleik með átta mörk hægra megin en ég hefði viljað sjá meira frá þeim í síðari hálfleik. Þetta eru tveir ólíkir menn og gott að vera með slíka tvennu.“ Þjálfarinn segir að tíminn fram að EM muni fara að miklu leyti í varnarleikinn. „Það er áhyggjuefnið okkar núna. Við erum viðkvæmir á miðsvæðinu. Sverre hefur ekkert æft og var bara að koma inn núna. Sem betur fer kom ekkert upp í þessum leik og allir heilir sem spiluðu. Við verðum samt að passa vel upp á Aron um helgina en hann spilaði mikið núna.“ EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna á fjögurra þjóða æfingamóti fyrir EM sem hefst um næstu helgi. Ísland spilar við Austurríki klukkan 14.00 í dag og við Þjóðverja klukkan 15.15 á morgun. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi. „Þetta var heldur betur spennandi og mjög gott að klára þetta. Tala nú ekki um það sem á undan er gengið. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, eftir leik. Hann hefur mátt horfa á eftir hverjum leikmanninum á fætur öðrum í meiðsli og nú síðast meiddist Snorri Steinn Guðjónsson. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og gæti spilað í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar í leiknum en varnarleikur og markvarsla var langt frá því að vera í lagi. „Hafsentarnir Sverre og Vignir ganga ekki alveg heilir til skógar og Bjarki Már er reynslulítill. Við erum því að reyna að púsla saman varnarleiknum og þá fáum við líka vonandi betri markvörslu,“ segir Aron en Björgvin Páll steig þó upp á ögurstundu í gær og varði skot undir lokin sem reyndist ansi dýrmætt. „Hraðaupphlaupin og hvernig við spilum sóknina manni færri kom mjög vel út sem var afar jákvætt. Sóknin rúllaði líka mjög vel. Ásgeir og Rúnar komu mjög sterkir inn í fyrri hálfleik með átta mörk hægra megin en ég hefði viljað sjá meira frá þeim í síðari hálfleik. Þetta eru tveir ólíkir menn og gott að vera með slíka tvennu.“ Þjálfarinn segir að tíminn fram að EM muni fara að miklu leyti í varnarleikinn. „Það er áhyggjuefnið okkar núna. Við erum viðkvæmir á miðsvæðinu. Sverre hefur ekkert æft og var bara að koma inn núna. Sem betur fer kom ekkert upp í þessum leik og allir heilir sem spiluðu. Við verðum samt að passa vel upp á Aron um helgina en hann spilaði mikið núna.“
EM 2014 karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira