Hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans 8. maí 2014 12:39 Gísli Halldór Halldórsson hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans. Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira