Disney græðir vel á Frozen Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 13:11 Frozen kvikmynd Disney hefur skilað vænu fé í kassann. Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira