Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-2 | Fyrsti sigur meistaranna Henry Birgir Gunnarsson á Samsung-vellinum skrifar 8. maí 2014 09:46 Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar KR hristu af sér tapið gegn Val í fyrstu umferð í kvöld er þeir sóttu þrjú stig á útivelli gegn Blikum. Það gerðu þeir reyndar á heimavelli Stjörnunnar í Garðabænum. KR-ingar byrjuðu leikinn með miklum látum og strax á 3. mínútu voru þeir komnir yfir. Hröð sókn og sending fyrir hjá Atla. Haukur Heiðar kom mjög grimmur á boltann og setti hann í netið. KR-ingar voru mjög grimmir næstu mínútur og voru ekki fjarri því að bæta við. Smám saman kom ró yfir Blikaliðið. Þeir náðu að loka vörninni og fóru að byggja eitthvað upp. Jöfnunarmarkið kom svo þegar boltinn hrökk til Elfars Árna í teignum eftir klafs. Húsvíkingurinn gerði engin mistök og kláraði færið smekklega. KR-ingar komust í tvígang í mjög álitleg færi eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Allt jafnt í hálfleik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri. Þeir komust svo yfir með frábæru marki frá Óskari Erni. Fékk boltann í teignum einn gegn varnarmanni. Kom sér í skot og negldi boltann í nærhornið. Smekklega gert. KR-ingar héldu boltanum líkt og áður en gekk illa að opna vörn Blika. Að sama skapi gekk Blikum ekkert að opna KR-vörnina og fékk ekki færi. Blikar náðu upp fínni pressu í lokin og Elfar Freyr fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma en skot hans rúllaði framhjá markinu. Það var síðasta færi leiksins og KR-ingar tóku því öll stigin. Þessi leikur hjá Blikum var mun betri en FH-leikurinn. Liðinu gekk betur að halda boltanum en það vantar meiri slagkraft í liðið við teiginn. Vantar einhvern kraft og sjálfstraust. Það kemur örugglega en byrjun liðsins mjög erfið. FH og KR í fyrstu leikjunum. Varnarleikur liðsins hefur lofað góðu og Blikaliðið mun klárlega styrkjast í næstu leikjum. Það var aðeins pressa á KR fyrir þennan leik og liðið stóðst pressuna þó svo það hafi staðið tæpt í lokin. Gary og Óskar komu með mikinn kraft í leik liðsins. Gary sívinnandi og Óskar alltaf ógnandi. Hann skoraði svo markið sem skildi liðin að. Haukur Heiðar einnig að byrja mótið af krafti og átti aftur flottan leik. Baldur Sigurðsson kom mun sterkari til leiks núna en hann þarf að stíga betur upp og draga vagninn hjá KR í sumar. Margir settu spurningamerki við hvort Zato væri nógu góður fyrir KR og hann hefur ekki þaggað niður í þeim gagnrýnisröddum í upphafi móts. Sýndi takta inn á milli en virkar oft mjög óöruggur.Rúnar: Hefðum átt að skora meira "Við máttum ekki tapa í dag. Eitt stig hefði svo sem verið allt í lagi gegn sterku liði Breiðabliks en við erum afar sáttir að fá þrjú stig hérna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og brosti. "Við vorum alltaf hættulegri en þeir og hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við náum aðeins að þétta okkur betur í seinni hálfleik og varnarleikurinn í heildina var mun betri í síðari hálfleik. Fyrir vikið var sóknarleikurinn kannski ekki alveg eins hættulegur en við fáum samt fínar skyndisóknir og við skorum sigurmarkið upp úr einni slíkri. Óskar gerði það gríðarlega vel." KR missti Guðmund Reyni úr liðinu rétt fyrir leik og svo varð Atli Sigurjónsson að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik. "Ég hef breytt liðinu mikið á undanförnum árum og í vetur. Baldur fór aftur í sömu stöðu og í síðasta leik. Þetta riðlaði okkar leik ekki mikið og ekki ástæðan fyrir því að við fáum þetta mark á okkur. Það var slæmt að missa Atla og hann var góður þessar mínútur sem hann var inn á." Atli sagði við Vísi að hann hefði meitt sig undir fætinum er hann var að hlaupa. Hann vissi ekki hvað nákvæmlega hefði gerst eða væri að sér. Hann var enn haltur eftir leik. Rúnari þjálfara var eðlilega létt að vera kominn með þrjú stig eftir tap í fyrsta leik. Sérstaklega þar sem Blikar voru næstum búnir að jafna í lokin. "Þetta er erfiðisvinna og strákarnir voru búnir að hlaupa úr sér lungun. Blikarnir eru mjög flinkir og sérstaklega á gervigrasinu. Þeir fengu fullmikið pláss í lokin en þetta slapp."Ólafur: Rútan var á öðrum stað Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var að vonum nokkuð svekktur enda hans menn nálægt því að krækja í stig. "Ég er svekktur með það hvernig við byrjum leikinn. Við vorum linir og gáfum eftir. Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla fyrra markið þeirra ódýrt en ég er fúll með það. Við vorum ekki alveg vaknaðir," sagði Ólafur. "Við hefðum auðvitað getað skorað í restina en þetta var barningur hjá báðum liðum. Þetta var opnari leikur hjá okkur en gegn FH. Rútan hjá okkur var annars staðar núna," sagði Ólafur kíminn en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði að Blikar hefðu lagt tveimur rútum fyrir framan teiginn sinn í síðasta leik. Það var ekki upp á teningnum í kvöld. "KR-ingar áttu sigurinn skilinn alveg eins og við hefðum átt hann skilinn ef við hefðum unnið." Uppskera Blika er eitt stig eftir rimmur við FH og KR. Hvað finnst Ólafi vanta upp á hjá Blikum? "Við megum vera beinskeyttari á síðasta þriðjungi er við eigum færi á að komast í gegn. Við verðum að þora að vera meira með boltann og senda hann upp í stað þess að senda til baka. Við verðum að vera kaldari í því þegar við gerum það þá gerum við það vel."Baldur: Tek stríðnina ekki inn á mig "Okkur er mjög létt. Við vissum að byrjun væri gríðarlega erfið enda leikið gegn Val, Blikum og FH. Draumurinn auðvitað að fá níu stig úr þeim leikjum þá var það kannski hæpið. Eftir lélegan leik gegn Val var léttir að fá þrjú stig í dag," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Okkur hefur gengið illa gegn Blikum síðustu ár og því var þetta kærkomið. Hugarfarið hjá okkur var mun betra núna en síðast. Við náðum tveim alvöru æfingum milli leikja og það var allt annað að sjá menn. "Það var allt annað tempó og grimmd í mönnum. Okkur leið illa eftir tapið í síðasta leik. Það er alltaf tilhlökkun fyrir fyrsta leik og því hræðilega leiðinlegt að tapa honum." Elfar Freyr Helgason var næstum búinn að jafna fyrir Blika í lokin og þá hefði komið í bakið á þeim hversu illa þeim gekk að nýta færin í leiknum. "Þetta var varnarmaður að skjóta þarna þannig að við höfðum engar áhyggjur," sagði Mývetningurinn stríðinn. Talandi um striðni þá hefur Baldur fengið sinn skammt af henni eftir "sólarummælin" í síðasta leik. Nú var engin sól og KR tók öll stigin. "Ég var ekkert að ljúga með sólina í síðasta leik," sagði Baldur og brosti dátt. "Ég tek þessa stríðni ekki inn á mig enda er ég ekki hörundssár maður. Ég er búinn að hlæja að þessu alla vikuna. Það var mjög gott að menn væru frekar að tala um einhver sólarummæli hjá mér en hvað við vorum lélegir. Þetta var bara taktík." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hristu af sér tapið gegn Val í fyrstu umferð í kvöld er þeir sóttu þrjú stig á útivelli gegn Blikum. Það gerðu þeir reyndar á heimavelli Stjörnunnar í Garðabænum. KR-ingar byrjuðu leikinn með miklum látum og strax á 3. mínútu voru þeir komnir yfir. Hröð sókn og sending fyrir hjá Atla. Haukur Heiðar kom mjög grimmur á boltann og setti hann í netið. KR-ingar voru mjög grimmir næstu mínútur og voru ekki fjarri því að bæta við. Smám saman kom ró yfir Blikaliðið. Þeir náðu að loka vörninni og fóru að byggja eitthvað upp. Jöfnunarmarkið kom svo þegar boltinn hrökk til Elfars Árna í teignum eftir klafs. Húsvíkingurinn gerði engin mistök og kláraði færið smekklega. KR-ingar komust í tvígang í mjög álitleg færi eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Allt jafnt í hálfleik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri. Þeir komust svo yfir með frábæru marki frá Óskari Erni. Fékk boltann í teignum einn gegn varnarmanni. Kom sér í skot og negldi boltann í nærhornið. Smekklega gert. KR-ingar héldu boltanum líkt og áður en gekk illa að opna vörn Blika. Að sama skapi gekk Blikum ekkert að opna KR-vörnina og fékk ekki færi. Blikar náðu upp fínni pressu í lokin og Elfar Freyr fékk algjört dauðafæri í uppbótartíma en skot hans rúllaði framhjá markinu. Það var síðasta færi leiksins og KR-ingar tóku því öll stigin. Þessi leikur hjá Blikum var mun betri en FH-leikurinn. Liðinu gekk betur að halda boltanum en það vantar meiri slagkraft í liðið við teiginn. Vantar einhvern kraft og sjálfstraust. Það kemur örugglega en byrjun liðsins mjög erfið. FH og KR í fyrstu leikjunum. Varnarleikur liðsins hefur lofað góðu og Blikaliðið mun klárlega styrkjast í næstu leikjum. Það var aðeins pressa á KR fyrir þennan leik og liðið stóðst pressuna þó svo það hafi staðið tæpt í lokin. Gary og Óskar komu með mikinn kraft í leik liðsins. Gary sívinnandi og Óskar alltaf ógnandi. Hann skoraði svo markið sem skildi liðin að. Haukur Heiðar einnig að byrja mótið af krafti og átti aftur flottan leik. Baldur Sigurðsson kom mun sterkari til leiks núna en hann þarf að stíga betur upp og draga vagninn hjá KR í sumar. Margir settu spurningamerki við hvort Zato væri nógu góður fyrir KR og hann hefur ekki þaggað niður í þeim gagnrýnisröddum í upphafi móts. Sýndi takta inn á milli en virkar oft mjög óöruggur.Rúnar: Hefðum átt að skora meira "Við máttum ekki tapa í dag. Eitt stig hefði svo sem verið allt í lagi gegn sterku liði Breiðabliks en við erum afar sáttir að fá þrjú stig hérna," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og brosti. "Við vorum alltaf hættulegri en þeir og hefðum átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Við náum aðeins að þétta okkur betur í seinni hálfleik og varnarleikurinn í heildina var mun betri í síðari hálfleik. Fyrir vikið var sóknarleikurinn kannski ekki alveg eins hættulegur en við fáum samt fínar skyndisóknir og við skorum sigurmarkið upp úr einni slíkri. Óskar gerði það gríðarlega vel." KR missti Guðmund Reyni úr liðinu rétt fyrir leik og svo varð Atli Sigurjónsson að fara af velli um miðjan fyrri hálfleik. "Ég hef breytt liðinu mikið á undanförnum árum og í vetur. Baldur fór aftur í sömu stöðu og í síðasta leik. Þetta riðlaði okkar leik ekki mikið og ekki ástæðan fyrir því að við fáum þetta mark á okkur. Það var slæmt að missa Atla og hann var góður þessar mínútur sem hann var inn á." Atli sagði við Vísi að hann hefði meitt sig undir fætinum er hann var að hlaupa. Hann vissi ekki hvað nákvæmlega hefði gerst eða væri að sér. Hann var enn haltur eftir leik. Rúnari þjálfara var eðlilega létt að vera kominn með þrjú stig eftir tap í fyrsta leik. Sérstaklega þar sem Blikar voru næstum búnir að jafna í lokin. "Þetta er erfiðisvinna og strákarnir voru búnir að hlaupa úr sér lungun. Blikarnir eru mjög flinkir og sérstaklega á gervigrasinu. Þeir fengu fullmikið pláss í lokin en þetta slapp."Ólafur: Rútan var á öðrum stað Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var að vonum nokkuð svekktur enda hans menn nálægt því að krækja í stig. "Ég er svekktur með það hvernig við byrjum leikinn. Við vorum linir og gáfum eftir. Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla fyrra markið þeirra ódýrt en ég er fúll með það. Við vorum ekki alveg vaknaðir," sagði Ólafur. "Við hefðum auðvitað getað skorað í restina en þetta var barningur hjá báðum liðum. Þetta var opnari leikur hjá okkur en gegn FH. Rútan hjá okkur var annars staðar núna," sagði Ólafur kíminn en Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði að Blikar hefðu lagt tveimur rútum fyrir framan teiginn sinn í síðasta leik. Það var ekki upp á teningnum í kvöld. "KR-ingar áttu sigurinn skilinn alveg eins og við hefðum átt hann skilinn ef við hefðum unnið." Uppskera Blika er eitt stig eftir rimmur við FH og KR. Hvað finnst Ólafi vanta upp á hjá Blikum? "Við megum vera beinskeyttari á síðasta þriðjungi er við eigum færi á að komast í gegn. Við verðum að þora að vera meira með boltann og senda hann upp í stað þess að senda til baka. Við verðum að vera kaldari í því þegar við gerum það þá gerum við það vel."Baldur: Tek stríðnina ekki inn á mig "Okkur er mjög létt. Við vissum að byrjun væri gríðarlega erfið enda leikið gegn Val, Blikum og FH. Draumurinn auðvitað að fá níu stig úr þeim leikjum þá var það kannski hæpið. Eftir lélegan leik gegn Val var léttir að fá þrjú stig í dag," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR. "Okkur hefur gengið illa gegn Blikum síðustu ár og því var þetta kærkomið. Hugarfarið hjá okkur var mun betra núna en síðast. Við náðum tveim alvöru æfingum milli leikja og það var allt annað að sjá menn. "Það var allt annað tempó og grimmd í mönnum. Okkur leið illa eftir tapið í síðasta leik. Það er alltaf tilhlökkun fyrir fyrsta leik og því hræðilega leiðinlegt að tapa honum." Elfar Freyr Helgason var næstum búinn að jafna fyrir Blika í lokin og þá hefði komið í bakið á þeim hversu illa þeim gekk að nýta færin í leiknum. "Þetta var varnarmaður að skjóta þarna þannig að við höfðum engar áhyggjur," sagði Mývetningurinn stríðinn. Talandi um striðni þá hefur Baldur fengið sinn skammt af henni eftir "sólarummælin" í síðasta leik. Nú var engin sól og KR tók öll stigin. "Ég var ekkert að ljúga með sólina í síðasta leik," sagði Baldur og brosti dátt. "Ég tek þessa stríðni ekki inn á mig enda er ég ekki hörundssár maður. Ég er búinn að hlæja að þessu alla vikuna. Það var mjög gott að menn væru frekar að tala um einhver sólarummæli hjá mér en hvað við vorum lélegir. Þetta var bara taktík."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira