Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Keflavík 0-1 | Góður sigur Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 8. maí 2014 09:50 Sigurður Egill Lárusson, Val, og Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík, berjast um boltann í Dalnum í kvöld. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar unnu góðan 1-0 sigur á Val í síðasta leik dagsins í Pepsi deild karla. Leikurinn, sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal, var heldur tíðindalítill en Keflvíkingar spiluðu góðan varnarleik og nýttu svo til sitt færi í leiknum þegar vinstri bakvörðurinn Magnús Þórir Matthíasson skoraði á 44. mínútu eftir sendingu frá Jóhanni Birni Guðmundssyni.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má í myndasyrpunni hér efst í fréttinni. Valsmenn voru öflugir í byrjun leiks og það var aðeins frábær markvarsla Jonasar Sandqvist sem kom í veg fyrir að þeir næðu forystunni á annarri mínútu. Kristinn Freyr Sigurðsson komst þá í gott færi en Svíann varði vel með fótunum. Keflvíkingar voru þó fljótir að ná áttum, þéttu vörnina og héldu Valsmönnum í skefjum. Gestirnir lágu til baka, skiljanlega í ljósi þess að Kristinn Ingi Halldórsson, fremsti maður Hlíðarendaliðsins, er með fljótari mönnum. Sóknarleikur Vals var ekki nógu markviss og þeim gekk illa að finna glufur á sterkri og vel skipulagðri vörn Keflavíkur. Sóknarleikur Keflvíkinganna var varla til staðar í leiknum, nema í þetta eina skipti undir lok fyrri hálfleiks þegar Matthías komst einn gegn Fjalari Þorgeirssyni skoraði eina mark leiksins. Það var sama sagan í seinni hálfleik. Keflvíkingar lágu aftarlega og stóðust flest áhlaup Valsmanna. Og í þau skipti sem vörnin opnaðist, þá var Sandqvist vel á verði. Hann varði m.a. kraftmikinn skalla Hauks Páls Sigurðssonar um miðbik seinni hálfleiks og greip auk þess vel inn í leikinn. Valsmenn höfðu ekki góðu mörg og nógu góð svör við varnarleik gestanna og þrátt fyrir mikinn sóknarþunga heimamanna héldu Keflvíkingar út og unnu sinn annan sigur í tveimur fyrstu umferðunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hefði ekki geta óskað sér betri byrjunar.Magnús Gylfason horfir arnaraugum á Valsmennina í kvöld.Vísir/DAníelMagnús:Gat ekki beðið um meira "Mér fannst við spila aðeins of hægt í fyrri hálfleik, en við sköpuðum okkur þó nóg af færum til að komast yfir í leiknum. Fengum gott færi einn á móti markmanni og svo einhver skallafæri og skotfæri utan teigs en heilt yfir vorum við ekki alveg uppi á tánum í fyrri hálfleik, en við vorum samt með góð tök á leiknum," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. "Svo sóttum við allan seinni hálfleikinn en boltinn vildi bara ekki inn. Ég gat ekki um beðið um meira frá mínum mönnum. Það voru allir að reyna og allir á fullu, en þetta tókst ekki." Keflvíkingar nýttu nánast sitt eina færi í leiknum og Magnús sagði það viss vonbrigði. "Auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði. Eins og ég sagði, þá áttum við allan leikinn, en það gefur ekki neitt þegar hitt liðið verst vel eins og þeir gerðu í þessum leik. En við hefðum átt að skora úr einhverjum af þessum færum sem við fengum og heilt yfir er ég gríðarlega svekktur að hafa tapað þessum leik." Keflvíkingar spiluðu sterkan varnarleik. Fannst Magnúsi Valsmenn vera með nógu margar lausnir við honum? "Já, við sköpuðum okkur, að mér finnst, nóg af færum til að vinna leikinn. Við áttum margar fyrirgjafir, komust inn fyrir þá, upp í hornin og fengum auka- og hornspyrnur en nýttum það bara ekki nógu vel," sagði Magnús að lokum.Kristján Guðmundsson var smekklega klæddur í kvöld.Vísir/DaníelKristján: Höfum uppskorið eins og við höfum sáð "Við spiluðum okkar varnarleik heilt yfir nokkuð vel. Við fengum reyndar á okkur einhver fjögur færi sem markvörðurinn tók og það er hans hlutverk," sagði hæstánægður þjálfari Keflavíkur, Kristján Guðmundsson, eftir sigurinn á Val í kvöld. "Við vorum fínir með boltann um miðbik fyrri hálfleiks og allt fram að hálfleik og skorum markið okkar á þeim tíma. Í seinni hálfleik erum við of langt frá boltamanninum, þrýstumst of langt til baka og erum ekki alveg nógu góðir að halda boltanum til að búa til betri sóknir. Við ógnuðum marki Vals alls ekki nógu vel í seinni hálfleik." "Við unnum okkur út úr fyrstu mínútum í fyrri hálfleik, þar sem við fengum strax á okkur færi. Það tók okkur tíu mínútur að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn og byrja að spila eins og við vildum gera. Svo kom það eftir 30-35 mínútur og við skorum í fyrri hálfleik, en við gerðum ekkert í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Keflvíkingar hafa unnið báða leikina til þessa. Kristján hlýtur að vera ánægður með byrjunina á mótinu? "Það er ekki hægt að hafa þetta betra, nema að halda hreinu í báðum leikjunum. En frammistaðan hefur verið fín í fyrstu tveimur leikjunum og við höfum uppskorið eins og við höfum sáð," sagði Kristján að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Keflvíkingar unnu góðan 1-0 sigur á Val í síðasta leik dagsins í Pepsi deild karla. Leikurinn, sem fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal, var heldur tíðindalítill en Keflvíkingar spiluðu góðan varnarleik og nýttu svo til sitt færi í leiknum þegar vinstri bakvörðurinn Magnús Þórir Matthíasson skoraði á 44. mínútu eftir sendingu frá Jóhanni Birni Guðmundssyni.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má í myndasyrpunni hér efst í fréttinni. Valsmenn voru öflugir í byrjun leiks og það var aðeins frábær markvarsla Jonasar Sandqvist sem kom í veg fyrir að þeir næðu forystunni á annarri mínútu. Kristinn Freyr Sigurðsson komst þá í gott færi en Svíann varði vel með fótunum. Keflvíkingar voru þó fljótir að ná áttum, þéttu vörnina og héldu Valsmönnum í skefjum. Gestirnir lágu til baka, skiljanlega í ljósi þess að Kristinn Ingi Halldórsson, fremsti maður Hlíðarendaliðsins, er með fljótari mönnum. Sóknarleikur Vals var ekki nógu markviss og þeim gekk illa að finna glufur á sterkri og vel skipulagðri vörn Keflavíkur. Sóknarleikur Keflvíkinganna var varla til staðar í leiknum, nema í þetta eina skipti undir lok fyrri hálfleiks þegar Matthías komst einn gegn Fjalari Þorgeirssyni skoraði eina mark leiksins. Það var sama sagan í seinni hálfleik. Keflvíkingar lágu aftarlega og stóðust flest áhlaup Valsmanna. Og í þau skipti sem vörnin opnaðist, þá var Sandqvist vel á verði. Hann varði m.a. kraftmikinn skalla Hauks Páls Sigurðssonar um miðbik seinni hálfleiks og greip auk þess vel inn í leikinn. Valsmenn höfðu ekki góðu mörg og nógu góð svör við varnarleik gestanna og þrátt fyrir mikinn sóknarþunga heimamanna héldu Keflvíkingar út og unnu sinn annan sigur í tveimur fyrstu umferðunum. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hefði ekki geta óskað sér betri byrjunar.Magnús Gylfason horfir arnaraugum á Valsmennina í kvöld.Vísir/DAníelMagnús:Gat ekki beðið um meira "Mér fannst við spila aðeins of hægt í fyrri hálfleik, en við sköpuðum okkur þó nóg af færum til að komast yfir í leiknum. Fengum gott færi einn á móti markmanni og svo einhver skallafæri og skotfæri utan teigs en heilt yfir vorum við ekki alveg uppi á tánum í fyrri hálfleik, en við vorum samt með góð tök á leiknum," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. "Svo sóttum við allan seinni hálfleikinn en boltinn vildi bara ekki inn. Ég gat ekki um beðið um meira frá mínum mönnum. Það voru allir að reyna og allir á fullu, en þetta tókst ekki." Keflvíkingar nýttu nánast sitt eina færi í leiknum og Magnús sagði það viss vonbrigði. "Auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði. Eins og ég sagði, þá áttum við allan leikinn, en það gefur ekki neitt þegar hitt liðið verst vel eins og þeir gerðu í þessum leik. En við hefðum átt að skora úr einhverjum af þessum færum sem við fengum og heilt yfir er ég gríðarlega svekktur að hafa tapað þessum leik." Keflvíkingar spiluðu sterkan varnarleik. Fannst Magnúsi Valsmenn vera með nógu margar lausnir við honum? "Já, við sköpuðum okkur, að mér finnst, nóg af færum til að vinna leikinn. Við áttum margar fyrirgjafir, komust inn fyrir þá, upp í hornin og fengum auka- og hornspyrnur en nýttum það bara ekki nógu vel," sagði Magnús að lokum.Kristján Guðmundsson var smekklega klæddur í kvöld.Vísir/DaníelKristján: Höfum uppskorið eins og við höfum sáð "Við spiluðum okkar varnarleik heilt yfir nokkuð vel. Við fengum reyndar á okkur einhver fjögur færi sem markvörðurinn tók og það er hans hlutverk," sagði hæstánægður þjálfari Keflavíkur, Kristján Guðmundsson, eftir sigurinn á Val í kvöld. "Við vorum fínir með boltann um miðbik fyrri hálfleiks og allt fram að hálfleik og skorum markið okkar á þeim tíma. Í seinni hálfleik erum við of langt frá boltamanninum, þrýstumst of langt til baka og erum ekki alveg nógu góðir að halda boltanum til að búa til betri sóknir. Við ógnuðum marki Vals alls ekki nógu vel í seinni hálfleik." "Við unnum okkur út úr fyrstu mínútum í fyrri hálfleik, þar sem við fengum strax á okkur færi. Það tók okkur tíu mínútur að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn og byrja að spila eins og við vildum gera. Svo kom það eftir 30-35 mínútur og við skorum í fyrri hálfleik, en við gerðum ekkert í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Keflvíkingar hafa unnið báða leikina til þessa. Kristján hlýtur að vera ánægður með byrjunina á mótinu? "Það er ekki hægt að hafa þetta betra, nema að halda hreinu í báðum leikjunum. En frammistaðan hefur verið fín í fyrstu tveimur leikjunum og við höfum uppskorið eins og við höfum sáð," sagði Kristján að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Íslenski boltinn Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fótbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Enski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Körfubolti Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira