Benedikt um nýtt framboð: "Það er gerjun víða“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 12:10 Tæp 40% geta hugsað sér að kjósa nýjan flokk, sem leggur áherslu á Evrópusambandsaðild. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“ Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
„Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ segir Benedikt Jóhannesson um hugsanlegt nýtt framboð- Evrópusinnaðan hægriflokk.Í gær birti MMR könnun þar sem kom fram að 38% aðspurðra sögðust geta hugsað sér að kjósa slíkt framboð – sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ákveðin vísbending um stuðning hugsanlegs flokks á þessum væng stjórnmálanna. En auðvitað er erfitt að meta stuðninginn út frá þessari einu könnun. Það var spurt mjög opið og auðvitað ekki búið að stofna neinn flokk. Þessu var bara stillt upp sem einhverju hugsanlegu,“ útskýrir Benedikt.„Ég er engin lykilpersóna í þessu“ Benedikt, sem er formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segist ekki hafa átt þátt í neinum formlegum skrefum í átt að stofnun nýs flokks. „Ef ég muni grípa til einhverrar vinnu í þessum málum verður það ekkert leyndarmál. Ég er samt engin lykilpersónu í þessu. Ég heyri bara mikið talað um þörfina á svona flokki og veit að margir hafa áhuga á þessu,“ segir hann. Hann segist ekki vita til þess að formleg skref í átt að stofnun flokks hafi verið tekin. „En það er gerjun víða. Menn eru að tala um þetta úti um allt.“Flokkur með breiða skírskotun Benedikt segir margt athyglisvert hafa komið út úr könnun MMR. Til dæmis hversu breiða skírskotun flokkurinn virðist hafa. Til dæmis hafi mestur stuðningur við hugsanlegt framboð af þessu tagi mælst á meðal stuðningsmanna Bjartrar Framtíðar, þegar litið var til þess hvaða flokk þeir sem tóku þátt í könnuninni kusu síðast. „Ég hef líka heyrt í mörgum þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn, þeim finnst sinn flokkur vera farinn útaf sporinu,“ segir Benedikt og bendir á að þriðjungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum geti hugsað sér að styðja nýja framboðið.Sjálfstæðisflokkurinn minnkað af sjálfsdáðum Nýtt framboð af þessu tagi myndi ekki vera endilega beint til höfuðs Sjálfstæðisflokksins, að mati Benedikts. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur minnkað talsvert og manni sýnist hann hafa gert það af sjálfsdáðum. Eftir landsfundinn síðasta – þar sem mjög þröng afstaða var tekin - fór fylgið í skoðanakönnunum að minnka. Eftir kosningar hefur það sama verið uppi á teningnum.“
Tengdar fréttir Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00 Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Tæp 40 prósent myndu íhuga að kjósa nýjan hægri flokk Mestur stuðningur við framboðið var á meðal stuðningsmanna Bjartra Framtíðar. 1. apríl 2014 16:00
Sveinn Andri á bakvið nýjan Sjálfstæðisflokk "Þetta er fyrir alla þá sem deila þessum skoðunum, eru ósáttir við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og gætu hugsað sér að láta vaða.“ 31. mars 2014 11:02