Súrnun sjávar: Ísland á versta mögulega stað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2014 19:55 „Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira
„Ísland er á versta mögulega stað þegar súrnun sjávar er annars vegar.“ Þetta segir doktorsnemi í jarðvísindum. Hún bendir á að ummæli forsætisráherra um sóknarfæri í kjölfar hnattrænna loftslagsbreytinga séu ekki merkilegt faranesti. Hafrannsóknarstofnun getur ekki sinnt grunnrannsóknum á súrnun sjávar vegna niðurskurðar í fjárframlögum. Ásamt því að benda á hættur sem steðja að matvælaöryggi heimsbyggðarinnar ítrekuðu vísindamenn Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðann á loftslagsráðstefnunni í Japan í vikunni að brýn þörf sé á frekari rannsóknum á súrnun sjávar á norðurslóðum. Súrnun sjávar er í raun falinn fylgifiskur loftslagsbreytinga og útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Þessi þróun hefur þegar haft áhrif og kemur til með að hafa alvarlegar afleiðingar á vistkerfi hafsins og gæti haft skaðleg áhrif á lífsviðurværi milljarða manna sem reiða sig á sjávarútveg. „Við þurfum að hafa mjög miklar áhyggjur af þessari þróun við Ísland,“ segir Hrönn Egilsdóttir, doktorsnemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. „Ólíkt hlýnun jarðar, þar sem við erum kannski á besta stað í heiminum, þá er súrnun sjávar líklega alvarlegri hér en annars staðar. Sjórinn súrnar hratt hér og kalkmyndun er mikil.“ Hér sjáum við sögulega og áætlaða þróun sýrustigs sjávar. Eins og sjá má horfum við upp á kjörbreyttar aðstæður innan fimmtíu ára. „Það virðast vera bein áhrif, jafnvel á þorskfiska. Kalkmyndandi lífríki, kóralar við Ísland og skeldýrin, þetta er lífríki sem er í mestu hættu við súrnun jarðar.“ Ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í fréttum RÚV í gær hafa vakið nokkra athygli. Þar dregur forsætisráðherra upp sviðsmynd þar sem sóknarfæri Íslendinga eru mikil í kjölfar loftslagsbreytinga. Hrönn og leiðbeinandi hennar, Jón Ólafsson, sem sinnt hefur nauðsynlegum hafrannsóknum við Íslandsstrendur, benda á að þessi sviðsmynd sé óraunhæf, að minnsta kosti þegar framtíð og framleiðni lífríkis hafsins er annars vegar. Niðurskurður á fjárframlögum til Hafró hefur leitt til þess að ómögulegt er að sinna heildstæðum grunnrannsóknum á súrnun sjávar. „Ég veit ekki hvort að Sigmundur hefur velt hafinu fyrir sér eða hvort að hann hefur bara verið að velta fyrir sér landbúnaðinum, ég veit það ekki,“ segir Jón Ólafsson, prófessor í haffræði og bætir við: „Í besta falli er þetta mjög óraunhæf sviðsmynd.“ „Varðandi ummæli Sigmundar Davíðs þá sér maður það að þekking á vandanum er kannski ekki til staðar hjá ráðamönnum og það er auðvitað ekki séríslenskt fyrirbæri,“ segir Hrönn að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Sjá meira