Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða 2. apríl 2014 07:03 Barack Obama forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað. Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. Frá minnisblaðinu er greint í hinu nýstofnaða blaði Iceland Mag en minnisblaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hvíta hússins. Forsetinn beinir því til fjölmargra bandarískra stofnana að þær ræði hvalveiðarnar við Íslendinga og segir hann að allt tvíhliða samstarf þjóðanna verði nú endurskoðað í þessu ljósi. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða 46 langreyðar á Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Íslendingar hafi hins vegar veitt 134 dýr árið 2013 og geri nú ráð fyrir að veiða 154 á þessu ári og þeim næstu. Þá segir forsetinn að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Þá segir að Ríkisstjórn Íslands verði gerð þessi staða ljós þegar í stað.
Tengdar fréttir Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54 Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53 Er nauðsynlegt að skjóta þá? 24. mars 2014 06:00 Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00 Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bandaríkin muni beita þrýstingi Fulltrúi Alþjoðadýravelferðarsjóðsins á von á hörðum aðgerðum vegna hvalveiða Íslendinga. 9. febrúar 2014 12:54
Erfitt að laga Ísland að fiskveiðistefnunni ESB hefði líklega farið fram á tímasetta áætlun um aðlögun að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu. 18. febrúar 2014 14:53
Hvalveiðar Íslands komnar á borð Obama Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest við Barack Obama forseta að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnki skilvirkni samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu. 6. febrúar 2014 22:00
Fordæma ákvörðun bandarískra stjórnvalda Ungir sjálfstæðismenn fordæma þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að ætla að hefja á ný þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum vegna hvalveiða en þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu. 17. febrúar 2014 10:34