Rúnar samdi aftur við Aue | Þjálfar bróður sinn og son Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2014 15:15 Rúnar Sigtryggson er að gera fína hluti með Aue í Þýskalandi. Mynd/Heimasíða Aue „Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson. Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
„Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson.
Handbolti Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira