Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. febrúar 2014 15:23 Oft eru fleiri með á myndinni en augað nemur. vísir/getty Séfræðingur í meðferð höfuðlúsar í Kaliforníu fullyrðir að vinsældir „selfie“-mynda, eða sjálfsmynda, eigi stóran þátt í því að sífellt fleiri unglingar fái lús. Í þeim tilfellum þar sem fleiri en einn er á myndinni eru fyrirsæturnar gjarnan með höfuðin þétt saman og fer lúsin þannig á milli. „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir sérfræðingurinnMarcy McQuillan. „Foreldrar og börn þurfa að vera vakandi. Sjálfsmyndirnar eru skemmtilegar en geta haft þessar afleiðingar.“Ása St. Atladóttir, verkefnisstjóri á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, segir töluverða aukningu hafa orðið á tilfellum hjá börnum og unglingum hér á landi undanfarið eitt og hálft ár. Hún segir þó að erfitt sé að segja til um orsakirnar. „Það er nú ómögulegt að segja. Þetta er auðvitað alveg týpískt sem gæti valdið smiti. Kollar að snertast og þá skríða þær af einum kolli yfir á annan,“ segir Ása. Hún segir tuttugu prósenta aukningu hafa orðið á tilfellum undanfarið eitt og hálft ár. „Við höfum mun betri tölur um litla krakka. En ég mæli með því að það sé til lúsakambur á hverju heimili þar sem höfuðlús getur lagst á alla.“Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, sviðsstjóri skólasviðs hjá Miðstöð heilsuverndar barna, tekur í sama streng. „Við höfum reyndar ekki aldursgreint þetta sérstaklega en síðasta skólaár varð töluverð aukning. Lúsin kemur í bylgjum og nú er hún í uppsveiflu.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Séfræðingur í meðferð höfuðlúsar í Kaliforníu fullyrðir að vinsældir „selfie“-mynda, eða sjálfsmynda, eigi stóran þátt í því að sífellt fleiri unglingar fái lús. Í þeim tilfellum þar sem fleiri en einn er á myndinni eru fyrirsæturnar gjarnan með höfuðin þétt saman og fer lúsin þannig á milli. „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir sérfræðingurinnMarcy McQuillan. „Foreldrar og börn þurfa að vera vakandi. Sjálfsmyndirnar eru skemmtilegar en geta haft þessar afleiðingar.“Ása St. Atladóttir, verkefnisstjóri á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, segir töluverða aukningu hafa orðið á tilfellum hjá börnum og unglingum hér á landi undanfarið eitt og hálft ár. Hún segir þó að erfitt sé að segja til um orsakirnar. „Það er nú ómögulegt að segja. Þetta er auðvitað alveg týpískt sem gæti valdið smiti. Kollar að snertast og þá skríða þær af einum kolli yfir á annan,“ segir Ása. Hún segir tuttugu prósenta aukningu hafa orðið á tilfellum undanfarið eitt og hálft ár. „Við höfum mun betri tölur um litla krakka. En ég mæli með því að það sé til lúsakambur á hverju heimili þar sem höfuðlús getur lagst á alla.“Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, sviðsstjóri skólasviðs hjá Miðstöð heilsuverndar barna, tekur í sama streng. „Við höfum reyndar ekki aldursgreint þetta sérstaklega en síðasta skólaár varð töluverð aukning. Lúsin kemur í bylgjum og nú er hún í uppsveiflu.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira