Segjum JÁ við líffæragjöf Jórunn Sörensen skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir lestur greinar Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar, sem birtist í Fréttablaðinu 1. febrúar sl., verður ekki hjá því komist að velta því fyrir sér af hverju hún vill leggja stein í götu þess að gengið sé út frá ætluðu samþykki í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um brottnám líffæra en Sigríður Ingibjörg lætur að því liggja í grein sinni að ef til vill þurfi ekki að gera slíka breytingu á lögunum. Sigríður Ingibjörg kemst að þessari niðurstöðu eftir að hafa heyrt skoðanir „sumra siðfræðinga“ sem hún kallar svo en þeir, segir Sigríður Ingibjörg: „benda á að líffæragjöf sé mikilvæg gjöf og það eigi ekki að taka ákvörðunina um að gefa slíka gjöf af fólki með lagasetningu“. Það er út af fyrir sig athyglisvert að „sumir siðfræðingar“ líti á það sem neikvætt að löggjöfin vilji greiða fyrir því að líffæri þeirra sem látast með sviplegum hætti séu notuð til lækninga. Með breytingu á lögum um brottnám líffæra, frá ætlaðri neitun í ætlað samþykki, verður viðhorf löggjafans til líffæragjafar jákvætt og þar með verður það eðlilegri og auðveldari ákvörðun fyrir ættingja að samþykkja líffæragjöf látins ástvinar. Af hverju velur Sigríður Ingibjörg ekki að halda á lofti áliti annarra siðfræðinga eins og til dæmis skoðun dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings sem hann setur fram í bók sinni „Siðfræði lífs og dauða“? Þar ber hann saman kostina tvo – ætlað samþykki og ætlaða neitun og segir: „Í ljósi þess sem ég hef sagt um rök fyrir líffæragjöfum, þá tel ég að fyrra viðhorfið sé ákjósanlegra frá siðfræðilegu sjónarmiði […] Í siðuðu samfélagi er eðlilegra að gera ráð fyrir því að manneskjan vilji koma náunga sínum til hjálpar í neyð heldur en að hún hafni því.“ (V.Á. Reykjavík 1993, s: 174-175). Þetta viðhorf hafa allar þjóðirnar í kringum okkur nú þegar gert að sínu og breytt sínum lögum um brottnám líffæra í ætlað samþykki. Er það einlæg von mín að Íslendingar beri gæfu til þess að gera það einnig.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun