Körfubolti

Yfirlýsing frá KKÍ: Virðist hafa verið misskilningur

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/vilhelm
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna málefna kvennalandsliðsins.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun þá er Sverrir Þór Sverrisson hættur að þjálfa liðið. Að hans sögn vissi KKÍ ekki að hann væri enn með samning við sambandið. Það tjáði honum að rætt hefði verið við annan aðila um að taka að sér starfið.

Því hefði verið leitað eftir því við Sverri um að halda áfram þjálfun kvennalandsliðsins. Sverrir kunni ekki að meta þessi vinnubrögð og sagði því starfi sínu lausu.

Í tilkynningu KKÍ kemur fram að um misskilning hafi verið að ræða. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.

"Í kjölfar frétta af þjálfaramálum A-landsliðs kvenna hefur stjórn KKÍ, afreksnefnd KKÍ og Sverrir Þór Sverrisson farið yfir málin í dag til að leita skýringa. Svo virðist sem um misskilning sé að ræða og harma báðir aðilar þau mistök.

"Eftir samtöl formanns afreksnefndar við Sverri í dag vilja stjórn og afreksnefnd KKÍ koma á framfæri ánægju með störf Sverris hingað til og er vilji beggja aðila að Sverrir komi að afreksstarfi KKÍ í framtíðinni.

Stjórn og afreksnefnd KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×