Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2014 07:00 Íbúi í borginni Simferopol á Krímskaga heldur á sovéska fánanum fyrir utan þinghús borgarinnar. Mynd/AP Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða. Úkraína Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Þingmenn á Krímskaga hafa samþykkt einróma að atkvæðagreiðsla verði haldin sextánda mars þar sem íbúar á svæðinu geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengsl sín við Úkraínu og gerast hluti af Rússlandi. „Þetta eru viðbrögð okkar við óskipulaginu og lögleysunni sem ríkir í Kænugarði,“ sagði Sergei Shuvainikov, þingmaður á Krímskaga. „Við ætlum sjálf að ákveða hver framtíð okkar verður.“ Arseni Jatsenjúk, bráðabirgðaforsætisráðherra Úkraínu, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu í gær að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Viðbrögð rússneska þingsins eru aftur á móti þau að ef íbúar Krímskaga samþykkja í atkvæðagreiðslunni að verða hluti af Rússlandi muni það leggja fram frumvarp sem myndi flýta ferlinu. Evrópusambandið hélt neyðarfund í gær vegna ástandsins á Krímskaga. Ákveðið var að hætta umfangsmiklum viðræðum við Rússa um nýjan efnahagssamning og samning um frjálsari ferðir Rússa innan ríkja ESB, vegna þess að Rússar hafa neitað að draga herlið sitt til baka frá svæðinu. ESB hótaði frekari refsiaðgerðum ef Rússar vilja ekki ganga að samningaborðinu af fullri alvöru. Skömmu áður hafði Bandaríkjastjórn sett hömlur á ferðafrelsi þeirra Rússa og annarra sem eru mótfallnir nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, sagði að frekari refsiaðgerðir gætu m.a. falið í sér eignafrystingu og ferðabönn. Hann bætti því við að ástandið í Úkraínu væri „alvarlegasta aðför að öryggi í heimsálfu okkar frá stríðinu á Balkanskaga“. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafði fyrr um daginn lagt áherslu á að senda þyrfti mjög sterk skilaboð til rússneskra stjórnvalda um að það sem hafi gerst á Krímskaga væri óásættanlegt og ætti að hafa afleiðingar. Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite, var ómyrkur í máli um ástandið á Krímskaga. „Rússland er hættulegt í dag,“ sagði hún og varaði við því að Rússar ætluðu að stækka landamæri sín. „Á eftir Úkraínu kemur Moldóvía og á eftir Moldóvíu koma einhver önnur lönd.“ Rússland er þriðji stærsti viðskiptavinur Evrópuríkja og þar af útvega Rússar þeim mest allra af gasi og olíu. Viðskiptahagsmunirnir eru því miklir þegar kemur að ákvörðunartöku vegna refsiaðgerða.
Úkraína Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira