Erlent

Gerðu árásir á ISIS innan landamæra Sýrlands

John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytisins skýrði frá árásunum í nótt.
John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytisins skýrði frá árásunum í nótt. Vísir/AP
Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hófu í nótt loftárásir á bækistöðvar hins íslamska ríkis innan landamæra Sýrlands. Þau ríki sem þátt taka í árásunum ásamt Bandaríkjamönnum eru öll af Arabíuskaganum að því er talsmaður hersins segir en þetta er í fyrsta sinn sem látið er til skarar skríða gegn vígamönnunum innan sýrlensku landamæranna.

Orrustu- og sprengjuþotur tóku þátt í árásunum og þá var einnig notast við Tomahawk flugskeyti sem skotið er frá Bandarískum herskipum. Hingað til hefur aðeins verið ráðist gegn samtökunum í Írak og hafa um 190 árásir þegar verið gerðar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×