Erlent

Biður Obama að hjálpa Nígeríu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, hefur biðlað til Baracks Obama Bandaríkjaforseta að aðstoða landið í þeim vanda sem það stendur nú frammi fyrir. Herskáir íslamistar hafa farið um með miklu ofbeldi upp á síðkastið.

Mikil óánægja ríkir í Nígeríu vegna þess að ekki hefur tekist að finna um 200 stúlkur sem talið er að íslamistar hafi rænt og jafnvel selt í kynlífsánauð. Stúlknanna hefur verið saknað í hálfan  mánuð og talið er að stúlkunum hafi verið rænt af liðsmönnum öfgasamtakanna Boko Haram.

Verknaðurinn er lýsandi fyrir öfgasamtökin sem hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í landshlutanum, meðal annars á kirkjur og skóla. Samtökin beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði.

Lögregla hefur óskað eftir því að foreldrar stúlkanna sendi myndir og upplýsingar sem gætu gagnast við rannsókn málsins. 56 stúlkum hefur tekist að sleppa en 223 stúlkur er enn í haldi mannanna.

Mikil mótmæli hafa verið í landinu vegna þessa.

vísir/afp
vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×