Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2014 20:30 Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni. Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný þegar borgarbúar, gjarnan afkomendur síðustu bænda, uppgötva þau sem verðmætar uppsprettur gæðastunda í frítíma. Eitt dæmi um þetta frá Vestfjörðum var sýnt í fréttum Stöðvar 2, jörðin Bær á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð, en þaðan er um tveggja stunda akstur í næstu verslun. Bær á Bæjarnesi fór í eyði árið 1962 og var gamla íbúðarhúsið komið í niðurníðslu þegar hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir fóru að gera það upp fyrir rúmum tuttugu árum. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ en Hjalti er frá Reyðará á Siglunesi. Þau giska á að þau verji um 40 dögum þar á hverju sumri. Það breyti engu þótt langt sé í þjónustu og stundum rok og rigning.Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir á veröndinni á Bæ á Bæjarnesi. Mynni Kollafjarðar í baksýn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þarna er Hjalti með sitt eigið verkstæði í skemmu en hjónin hafa nú eftirlátið börnum sínum rekstur Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar, sem þau stofnuðu í bílskúr í Hafnarfirði fyrir 43 árum. Það er nú orðið 550 manna fyrirtæki, og það stærsta á sínu sviði á Íslandi. Nánar verður rætt við Hjalta og Kristjönu og fjallað um lífið á Bæjarnesi fyrr og nú í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.25.Íbúðarhúsið á Bæ. Búsetu lauk þar árið 1962.Mynd/Úr einkasafni.
Hafnarfjörður Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45 Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Brunabíll Kvígindisfjarðar sprautar 50 metra bunu Slökkvilið Kvígindisfjarðar hefur yfir að ráða öflugum slökkvibíl, með sprautubyssu sem dregur tugi metra. 18. nóvember 2014 20:45
Fyrstu sjónvarpsmyndir sýndar úr Kvígindisfirði Samt rísa þar nú fleiri íbúðarhús en annarsstaðar á Vestfjörðum. 17. nóvember 2014 19:00