Innlent

Harður árekstur á Akureyri

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn var sendur á slysadeild með áverka sem taldir eru vera minniháttar
Einn var sendur á slysadeild með áverka sem taldir eru vera minniháttar Vísir/Sveinn
Harður tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Gerárgötu og Tryggvabrautar á Akureyri á fjórða tímanum í dag. Engir farþegar voru í bílunum og var þeim ekið úr andspænis áttum. Báðir voru því á grænu ljósi, en þó lentu bílarnir saman.

Annar maðurinn var sendur á slysadeild með áverka sem taldir eru vera minniháttar.

Þessi gatnamót hafa lengi verið talin hættuleg samkvæmt frétt á vef Vikudags og er nýbúið að setja upp ný ljós þar. Starfsmenn Vegagerðarinnar voru á vettvangi að leggja lokahönd á verkið.

Umferðarljósin sem áður voru þóttu barn síns tíma og voru þau tekin niður þann 17. nóvember.

Nýju umferðarljósin voru sett upp fyrir viku.Vísir/Sveinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×