Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2014 09:45 Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Bolton síðast um aldamótin. vísir/getty Dorian Dervite, varnarmaður Bolton, og Andy Lonergan, markvörður liðsins, vilja báðir ólmir fá Eið Smára Guðjohnsen, en markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi hefur æft með Bolton undanfarið. Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, er spenntur fyrir því að semja við Eið Smára, en vill sjá hann í leik. Eiður mun spila æfingaleik fyrir luktum dyrum í vikunni og gæti tekið þátt í leik varaliðsins gegn Middlesbrough í vikunni. Þetta kemur fram á vef Bolton News, en þar segir að Eiður sé nær því að ganga í raðir liðsins eftir samtal við Phil Gartside, stjórnarformann Bolton, á föstudaginn. Eiður Smári spilaði síðast með Bolton árið 2000 og sló svo í gegn að hann var keyptur til Chelsea. Hann er orðinn 36 ára en Dorian Dervite, franskur varnarmaður Bolton, segir það skipta engu máli. „Hann er leikmaður sem gæti nýst okkur. Við sjáum hvort hann verði hér áfram eftir nokkrar vikur sem ég vona að gerist. Hann er frábær leikmaður. Ég spilaði með honum hjá Tottenham og hann hefur lítið breyst,“ segir Dervite. „Hann hefur mikla yfirsýn þegar hann er með boltann og mun bæta okkar lið. Hann nær vel saman við strákana og smellpassar í hópinn. Þetta er leikmaður sem þú getur treyst þegar hann fær boltann. Mér finnst hann jafn góður og hann hefur alltaf verið.“ Andy Lonergan, markvörður Bolton, hefur líka ekkert nema góða hluti að segja um Eið Smára. „Hann er algjör goðsögn. Það er bara gaman að hafa æft með honum, hvort sem hann semur eða ekki. Við tölum mikið við hann og spyrjum hann endalaust af spurningum um Barcelona,“ segir markvörðurinn. „Ég gat ekki beðið eftir því að prófa mig gegn honum. Við erum búnir að mætast nokkrum sinnum á æfingum, en hann er ekki búinn að skora mörg mörk á móti mér.“ „Hann yrði frábær fyrir okkar lið og gerir alla betri í kringum sig. Maður vill að aðrir leikmenn liðsins vilji sýna sig fyrir honum. Maður vill ekki vera leikmaðurinn sem Eiður Smári skilur ekki hvað sé að gera hérna,“ segir Andy Lonergan. Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Dorian Dervite, varnarmaður Bolton, og Andy Lonergan, markvörður liðsins, vilja báðir ólmir fá Eið Smára Guðjohnsen, en markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi hefur æft með Bolton undanfarið. Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, er spenntur fyrir því að semja við Eið Smára, en vill sjá hann í leik. Eiður mun spila æfingaleik fyrir luktum dyrum í vikunni og gæti tekið þátt í leik varaliðsins gegn Middlesbrough í vikunni. Þetta kemur fram á vef Bolton News, en þar segir að Eiður sé nær því að ganga í raðir liðsins eftir samtal við Phil Gartside, stjórnarformann Bolton, á föstudaginn. Eiður Smári spilaði síðast með Bolton árið 2000 og sló svo í gegn að hann var keyptur til Chelsea. Hann er orðinn 36 ára en Dorian Dervite, franskur varnarmaður Bolton, segir það skipta engu máli. „Hann er leikmaður sem gæti nýst okkur. Við sjáum hvort hann verði hér áfram eftir nokkrar vikur sem ég vona að gerist. Hann er frábær leikmaður. Ég spilaði með honum hjá Tottenham og hann hefur lítið breyst,“ segir Dervite. „Hann hefur mikla yfirsýn þegar hann er með boltann og mun bæta okkar lið. Hann nær vel saman við strákana og smellpassar í hópinn. Þetta er leikmaður sem þú getur treyst þegar hann fær boltann. Mér finnst hann jafn góður og hann hefur alltaf verið.“ Andy Lonergan, markvörður Bolton, hefur líka ekkert nema góða hluti að segja um Eið Smára. „Hann er algjör goðsögn. Það er bara gaman að hafa æft með honum, hvort sem hann semur eða ekki. Við tölum mikið við hann og spyrjum hann endalaust af spurningum um Barcelona,“ segir markvörðurinn. „Ég gat ekki beðið eftir því að prófa mig gegn honum. Við erum búnir að mætast nokkrum sinnum á æfingum, en hann er ekki búinn að skora mörg mörk á móti mér.“ „Hann yrði frábær fyrir okkar lið og gerir alla betri í kringum sig. Maður vill að aðrir leikmenn liðsins vilji sýna sig fyrir honum. Maður vill ekki vera leikmaðurinn sem Eiður Smári skilur ekki hvað sé að gera hérna,“ segir Andy Lonergan.
Enski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira