Hjálpi mér! Lára Kristín Brynjólfsdóttir skrifar 24. nóvember 2014 17:00 Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stöðugt rignir yfir fjölskyldu mína og annarra sem eiga börn með sérþarfir, staðfesting á fordómum og skilningsleysi þjóðfélagsins í garð þarfa og menntunar þeirra. Ég á yndislegt barn, son sem er bráðgáfaður á sinn einstaka hátt. Hann býr yfir mikilli greind þegar kemur að áhugasviðum hans. Skólinn er hinsvegar ekkert sérstaklega vinveittur staður fyrir hans fötlun og sérþarfir. Sonur minn er greindur með einhverfu og ADHD, sem hann tekur lyf við. Hann gengur á hverjum myrkum morgni í skólann með þunga skólatösku og lyf í maganum til þess að auðvelda kennurum störf sín. Hann situr í skólastofu með rúmlega tuttugu öðrum börnum, með tilheyrandi hávaða.Sest á gólfið Sonur minn er með skyntruflanir vegna einhverfu sinnar. Hann heyrir hljóð sem enginn annar tekur eftir. Minnstu hreyfingar samnemenda, skera hann í eyrun og trufla einbeitingu hans. Vegna eðlilegra starfa í kennslustofu þá finnur hann fyrir óbærilegri pressu, að útiloka fötlun sína og fá háar einkunnir. Það er að sjálfsögðu óraunhæft svo hann upplifir sig heimskan og sest oftar en ekki á gólfið í horni skólastofu og ruggar sér með hendur fyrir eyrum. Þar koma upp vangaveltur um hegðunarfrávik. Sanngjarnt? Okkur foreldrunum er svo tilkynnt að barnið sé eftir á í námi, hann nái ekki að ljúka verkefnum og hlusti ekki eftir fyrirmælum í tíma. Til þess að toppa sáran veruleika þessa barna og foreldra þeirra, þá er þeim börnum sem búa við þessi vandamál ekki boðið að taka þátt í samræmdum prófum. Þau eru talin of heimsk til þess að fá tækifæri til þess að láta á það reyna. Það kemur að sjálfsögðu heldur ekki til greina að sveigja kerfið á þann hátt að þörfum þeirra sé mætt. Það er til of mikils mælst.Horfði á strumpana meðan aðrir tóku próf Það var þyngra en tárum taki að útskýra fyrir syni mínum að hann ætti að vera „veikur“ heima að ráðleggingu kennara. Að hann væri bara ekki nógu góður námsmaður/einstaklingur til þess að taka prófin. Ég get staðfest að slík framkoma jafnast á við andlegt ofbeldi frá stofnun sem á að byggja börnin okkar upp og aðstoða út í lífið. Af hverju eru öll börn sett í sama „þú verður að fæðast heilbrigður“ ramma? Af hverju eru þessi yndislegu börn stimpluð úrhrök aðeins 8 ára gömul? Mig sárnar svo tilhugsunin um menntakerfið okkar. Ég fæ sting fyrir brjóstið – þegar ég hugsa til þeirra hindrana sem barnið mitt þarf að ganga í gegnum vegna skort á viðeigandi þjónustu. Síðan er honum hefnt fyrir fötlun sína með ósk um fjarvist í prófum sem meta stöðu hans og annarra barna. Ef prófið hefði verið lesið upp fyrir son minn og spurningar útskýrðar á viðeigandi hátt hefði hann blómstrað. En vegna þess að hann hafði ekki þá aðstoð sem fötlun hans krefst þá er honum gert að sitja heima og horfa á strumpana á meðan aðrir taka próf og undirbúa framtíð sína.Þekkingar- og skilningsleysi á einhverfu Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun. Af hverju þarf hann að hysja upp um sig brækurnar og hegða sér eins og ekkert sé að. Hefði barnið mitt fengið að læra í hljóðlátu herbergi með stuðning við hæfi, þá er ég sannfærð um að honum hefði gengið vel í samræmdum prófum og verið afar stoltur. En vegna þekkingar- og skilningsleysis þess kerfis sem við búum í á einhverfu og öðrum andlegum hindrunum þá er barninu mínu gert að fá falleinkunn á samrændu prófum. Getið þið gert ykkur í hugarlund þá niðurlægingu og skömm sem sonur minn þarf að lifa við vegna þessa? Hvernig myndi ykkur líða? Er þetta það veganesti sem við viljum senda einstaklinga með út í lífið ? Nei afsakið, eitt augnablik gleymdi ég því að sonur minn á ekki rétt á að fá það líf eða þau tækifæri sem öðrum börnum stendur til boða.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar