Elvar og Martin fá hrós fyrir kurteisi í grein í New York Post Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2014 12:15 Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson á landsliðsæfingu. Vísir/Andri Marinó Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Körfuboltastrákarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson eru lentir á stóra sviðinu í New York þar sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref Long Island Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þeir hafa þegar vakið mikla athygli og eru meðal annars til umfjöllunar í stórblaðinu New York Post. Howie Kussoy skrifaði grein í New York Post um íslensku bakverðina sem voru báðir í byrjunarliði Long Island Brooklyn í fyrsta leik. Liðið tapaði reyndar leiknum en íslensku strákarnir voru báðir með 5 stoðsendingar í fyrsta leik. Kussoy segir að þeir Elvar og Martin hafi þekkst alla ævi enda hafi þeir verið fyrst saman áður en þeir byrjuðu að tala því foreldrar þeirra hafa haldið góðu sambandi alla tíð. Kussoy lýsir því að þeir Elvar (Njarðvík) og Martin (KR) hafi spilað með sitthvoru liðinu á Íslandi en hafi verið saman með íslenska landsliðinu sem komst síðasta haust í fyrsta sinn inn á stórmót. Þá segir hann frá því þegar Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn, gaf Elvari síðasta skólastyrkinn í boði fyrir einu ári síðan en hringdi síðan aftur í Elvar sex mánuðum síðar til að spyrja hann um Martin. „Þekkir þú Martin Hermannsson," spurði þjálfarinn. „Já ég þekki hann. Hann er besti vinur minn og ég get hjálpað þér að tala hann til," svaraði Elvar. Kussoy hefur það eftir íslensku bakvörðunum að þeir hafi alltaf viljað spilað saman en voru búnir að afskrifa það að það gæti gerst í bandaríska háskólaboltanum. „Leikmennirnir tveir búa báðir yfir ótrúlegri yfirsýn á vellinum og ná einstaklega vel saman," skrifar Howie Kussoy og talar síðan sérstaklega um kurteisi íslensku strákanna sem eru nú fluttir í hverfi sem hefur næstum því tíu sinnum fleiri íbúa en allt land þeirra. „Hvorugur þeirra hefur mikla íþróttahæfileika en þeir kunna að skjóta og gefa boltann og taka góðar ákvarðanir. Það kemur því ekki að sök. Þeir geta spilað, kunna að halda breidd á vellinum og að hreyfa sig án bolta. Það er draumur fyrir þjálfara að þjálfa leikmenn sem kunna þessa hluti svona vel," sagði Jack Perri, þjálfari Long Island Brooklyn. Liðfélagi strákanna hrósar þeim og talar um að það sé gott að fá þessi evrópsku áhrif inn í liðið. Hann segir þá Elvar og Martin hafi þegar kennt honum ýmislegt. „Það er draumur að rætast að fá að vera hér með besta vini mínum í fjögur ár. Þetta gæti ekki verið betra," sagði Elvar í lok greinarinnar sem fá finna alla með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira