Tónlistarhjónin Beyoncé Knowles og Jay Z höguðu sér eins og hamingjusöm nýgift hjón í brúðkaupsveislu Solange Knowles, systur Beyoncé, á dögunum.
Fyrr á árinu var orðrómur uppi um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum en það leit ekki út fyrir það í veislunni, að sögn sjónarvotta.
Solange Knowles og Alan Ferguson gengu í hjónaband sunndaginn 16. nóvember og í partíi sem var haldið að lokinni athöfninni dönsuðu Beyoncé og Jay Z eins og vindurinn.
„Þau voru í miklu stuði á dansgólfinu. Það leit út eins og þau væru nýgift,“ sagði heimildarmaður tímaritsins Us Weekly.
Höguðu sér eins og nýgift
