Nokkur orð um styttingu námstíma til stúdentsprófs Guðríður Arnardóttir skrifar 14. janúar 2014 06:00 Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Sú umræða er að verða háværari í samfélaginu að námstími til stúdentsprófs á Íslandi sé of langur í samanburði við nágrannalönd okkar. Ýmsir álitsgjafar og fastapennar á ritvellinum hafa tekið undir vangaveltur menntamálaráðherra og rennir mig í grun að leikmenn sem ekki þekkja til innan framhaldsskólans séu að draga ályktanir út frá röngum forsendum. Á Íslandi er skólaganga frá grunnskóla til stúdentsprófs 14 ár á meðan umrædd viðmið á Norðurlöndunum eru 13 ár. ann rennir í grun hvers vegna umræða um styttingu er hávær þessi síðustu misseri, hér er tækifæri til að spara í skólakerfinu sem nemur heildarskostnaði heils skólaárs. Það er þó heldur verra að umræðan um málið er á villigötum, mikilvæg gögn vantar og heildarsamhengi skortir. Þá hafa sumir jafnvel beint spjótum sínum að framhaldsskólakennurum og sagt kjarasamninga þeirra standa í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun. Í umræðunni er að íslenskt skólakerfi sé með því dýrasta í OECD ríkjunum, íslenskir kennarar verji minni tíma með nemendum sínum en kollegar þeirra í nágrannalöndum okkar, brottfall úr framhaldsskóla sé meira á Íslandi en í OECD ríkjunum að meðaltali og Ísland sé í hópi landa eins og Ítalíu, Grikklands og Tyrklands þegar kemur að því hversu stórt hlutfall nemenda lýkur framhaldsskólaprófi. Skoðum málið nánar og höfum staðreyndir á hreinu. Efnahags og framfarastofnunin OECD gefur árlega út skýrslu um stöðu menntamála í aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar má nálgast lykiltölur og samanburð um ýmsa þætti er varðar menntun á öllum skólastigum. Þar t.d. kemur fram að kostnaður við hvern framhaldsskólanemanda á Íslandi er 16% lægri en í OECD ríkjunum að meðaltali. Ekki bara það, kostnaður við framhaldsskóla er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Íslenskir framhaldsskólakennarar kenna nokkurn veginn jafnmargar klukkustundir á ársgrundvelli og flestir kollegar þeirra á Norðurlöndunum og það er ástæða til þess að nefna sérstaklega að danskir framhaldsskólakennarar kenna 30% færri klukkustundir á ári en þeir íslensku. Það vekur auk þess athygli að frá aldamótum hafa kenndar stundir íslenskra framhaldsskólakennara á ársgrundvelli aukist um 17%. Og árlegur starfstími framhaldsskóla er mismunandi eftir löndum. Á Íslandi eru 35 kennsluvikur á ári, á meðan þær eru t.d. 42 í Danmörku og á öllum Norðurlöndunum er skólaárið lengra en það er á Íslandi. Svona mætti halda lengi áfram og benda á mismunandi uppbyggingu framhaldsskólans í OECD ríkjunum. En þá komum við að því sem skiptir ekki hvað síst máli en það er mismunandi menning innan þeirra landa sem við kjósum að bera okkur saman við. Atvinnuþátttaka framhaldsskólanema er nefnilega mjög mikil á Íslandi og skipta vinnandi hendur framhaldsskólanemenda verulegu máli í íslensku atvinnulífi yfir sumartímann. Á Íslandi flykkjast framhaldsskólanemendur á atvinnumarkaðinn á vorin og leysa af í hinum ýmsu störfum, svo ekki sé talað um sívaxandi ferðaþjónustu á Íslandi sem að hluta til er mönnuð af framhaldsskólanemendum yfir sumartímann. Það er ekki eðlilegt að handpikka út einstaka þætti á hátíðis- og tyllidögum og benda á til samanburðar eigi það að styðja við fyrirfram ákveðna niðurstöðu eins og t.d. styttingu námstíma til stúdentsprófs. Einföld stytting úr fjórum árum í þrjú að öðru óbreyttu getur engan veginn átt sér stað án þess að skerða innihaldið. Stúdentspróf er nefnilega ekki bara undirbúningur fyrir háskólanám, það felur í sér undirbúning einstaklinga fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi og er þáttur í því að auka víðsýni og almenna þekkingu. Með þessu greinarkorni er ég ekki að slá hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs út af borðinu, ég er einfaldlega að benda á ef við ætlum að feta í spor frænda okkar, t.d. í Danmörku eins og oft hefur verið nefnt í umræðunni, verður að skoða uppbyggingu skólakerfisins í heild sinni. Ef við ætlum okkur að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár, verðum við einfaldlega að lengja skólaárið svo innihaldið skerðist ekki. Og það er engin smáræðs breyting. Erum til tilbúin til þess að lengja skólaárið um 7 vikur á ári? Það er ekki einkamál kennara, nemenda, foreldra eða ráðherra, það er stór efnahagsleg aðgerð sem hefur áhrif á íslenskt hagkerfi og varðar samfélagið allt. Nemendur hafa þannig færri bjargir um fjármögnun framhaldsskólanámsins (sem kostar því miður allt of mikið á Íslandi) með íþyngjandi efnahagslegum áhrifum á íslensk heimili. Hverjir eiga þá að ganga í sumarstörfin ef framhaldsskólanemendur eru uppteknir á skólabekk út júní og ágúst? Það er ekki mitt að svara þessum spurningum, það verðum við gera saman sem samfélag. Ég geri ekki ráð fyrir að framhaldsskólakennarar muni standa í vegi fyrir slíkum breytingum frekar en hver annar, en auðvitað mundi vikuleg kennsluskylda þeirra lækka samhliða lengingu skólaársins þar sem vinna þeirra myndi dreifast yfir lengri tíma. Þetta eru allt tæknilegar útfærslur og leysanlegar með samkomulagi. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að í íslenskum framhaldsskólum er veitt fyrirtaksþjónusta fyrir lítinn pening. Námstími til stúdentsprófs er sveigjanlegur í anda einstaklingsmiðaðrar nálgunar þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi á styttri eða lengri tíma, allt eftir getu og vilja hvers og eins. Framhaldsskólakennarar eru ekki dragbítar á skólaþróun með skýrt afmörkuðum kjarasamningum. Um allt má semja. En framhaldsskólakennarar munu aftur á móti standa vörð um gæði og innihald íslenska stúdentsprófsins af einurð og hörku. Framhaldsskólakennarar vita einfaldlega betur en sjálfskipaðir sérfræðingar í málefnum framhaldsskólans, því það að hafa setið á skólabekk gerir menn ekkert að sérfræðingum í skólamálum, frekar en sá sem hefur farið í uppskurð verður sérfræðingur í skurðlækningum. Ég skora á ráðamenn og íslenskt samfélag að fjalla um þessi mál af yfirvegun og sanngirni, vanda til verka og það sem mestu skiptir að fara rétt með staðreyndir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar