Hæsti vöxtur kortaveltu frá 2011 Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2014 11:57 vísir/Getty „Dágóður vöxtur virðist hafa verið í einkaneyslu á síðasta fjórðungi nýliðins árs, ef marka má kortaveltutölur,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Þá hefur vöxtur kortaveltu ekki verið jafn hraður og á nýliðnum ársfjórðungi síðan á fjórða ársfjórðungi 2011. Vöxturinn breytir heildarmyndinni fyrir 2013 töluvert.Á 4. ársfjórðungi í heild óx kortavelta að raungildi um 4,2% frá fyrra ári. Þar af var vöxtur erlendu kortaveltunnar 13,4% en innlend kortavelta óx um 3,2%. Eins og áður segir er þetta hraðasti raunvöxtur kortaveltu síðan á 4. ársfjórðungi 2011, en þá var hann 5,7%. Raunvöxtur kortaveltu í desember nam 7,5 prósentum á milli ára og innanlands jókst veltan um 6,7 prósent að raungildi. Kortavelta erlendis óx hinsvegar um 16,6 prósent. Mikil velta í jólamánuðinum er árviss, en engin einhlýt skýring er á þessum fjörkipp. „Hugsanlegt er að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í nóvemberlok, hafi hleypt auknu lífi í innkaup landsmanna fyrir þessi jól.“ Á tímabilinu drógust bílakaup talsvert saman, en þau voru lífleg á síðasta ársfjórðungi 2012 og áttu stóran þátt í að skýra að vöxtur einkaneyslunnar þá var umfram vöxt kortaveltu. „Að teknu tilliti til þessa gerum við ráð fyrir að einkaneysla hafi vaxið um 2,5% – 3,0% að raunvirði á 4. ársfjórðungi 2013 frá sama tíma árið áður,“ segir í Morgunkorninu. Þessar nýju kortatölur styrkja Seðlabankann væntanlega í þeirri skoðun að hagkerfið sé að taka við sér. Í nóvember spáði bankinn 1,9 prósent vexti einkaneyslu á árinu 2013 og eru kortatölurnar í samræmi við það. „Það kemur svo í ljós með kortaveltutölum næstu mánaða hvort innstæða var fyrir aukinni neyslugleði landans í jólamánuðinum, eða hvort heimilin þurfa að herða beltin fastar að nýju á þorranum og góunni.“ Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
„Dágóður vöxtur virðist hafa verið í einkaneyslu á síðasta fjórðungi nýliðins árs, ef marka má kortaveltutölur,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Þá hefur vöxtur kortaveltu ekki verið jafn hraður og á nýliðnum ársfjórðungi síðan á fjórða ársfjórðungi 2011. Vöxturinn breytir heildarmyndinni fyrir 2013 töluvert.Á 4. ársfjórðungi í heild óx kortavelta að raungildi um 4,2% frá fyrra ári. Þar af var vöxtur erlendu kortaveltunnar 13,4% en innlend kortavelta óx um 3,2%. Eins og áður segir er þetta hraðasti raunvöxtur kortaveltu síðan á 4. ársfjórðungi 2011, en þá var hann 5,7%. Raunvöxtur kortaveltu í desember nam 7,5 prósentum á milli ára og innanlands jókst veltan um 6,7 prósent að raungildi. Kortavelta erlendis óx hinsvegar um 16,6 prósent. Mikil velta í jólamánuðinum er árviss, en engin einhlýt skýring er á þessum fjörkipp. „Hugsanlegt er að skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru í nóvemberlok, hafi hleypt auknu lífi í innkaup landsmanna fyrir þessi jól.“ Á tímabilinu drógust bílakaup talsvert saman, en þau voru lífleg á síðasta ársfjórðungi 2012 og áttu stóran þátt í að skýra að vöxtur einkaneyslunnar þá var umfram vöxt kortaveltu. „Að teknu tilliti til þessa gerum við ráð fyrir að einkaneysla hafi vaxið um 2,5% – 3,0% að raunvirði á 4. ársfjórðungi 2013 frá sama tíma árið áður,“ segir í Morgunkorninu. Þessar nýju kortatölur styrkja Seðlabankann væntanlega í þeirri skoðun að hagkerfið sé að taka við sér. Í nóvember spáði bankinn 1,9 prósent vexti einkaneyslu á árinu 2013 og eru kortatölurnar í samræmi við það. „Það kemur svo í ljós með kortaveltutölum næstu mánaða hvort innstæða var fyrir aukinni neyslugleði landans í jólamánuðinum, eða hvort heimilin þurfa að herða beltin fastar að nýju á þorranum og góunni.“
Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira