Handbolti

Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. vísir/Daníel
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína.

„Ég lít á þetta sem eitt tapað stig,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu RÚV eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld.

„Þetta var svolítið sérstakt hvernig þetta fór í lokin. Við vorum að gera marga hluti ágætlega en það er gríðarlega erfitt að eiga við Ungverjana í sókninni. Þeir eru þungir og geta skotið langt fyrir utan. Kannski eru þetta sanngjörn úrslit, ég veit það ekki en mér finnst sjálfum að við höfum átt skilið annað stig,“ sagði Guðjón Valur.

„Við erum að vinna gríðarlega mikið fyrir okkar mörkum en þeir áttu auðveldara með að skora sín mörk á tímabili. Þetta er svolítið svekkjandi,“ sagði Guðjón Valur.


Tengdar fréttir

Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu

Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×