„Ráðherra ætti að biðjast afsökunar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 11:29 Jón Steindór Valdimarsson vill að Gunnar Bragi biðjist afsökunar á ummælum sínum. „Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira