Völvuspá Lífsins 2014 - Eftir höfðinu dansa limirnir 3. janúar 2014 12:30 Völvan segir að margt hæfileikaríkt og vel menntað fólk flytji af landi brott vegna sparnaðar og niðurskurðar bæði sjálfviljugt og nauðugt. Völva Lífsins lítur yfir komandi ár og spáir nýjum tækifærum, heiftarlegum náttúruhamförum, ferðamannastraumi til Íslands sem aldrei fyrr, mannskaða, ráðaleysi í stjórnmálum, íþróttaafrekum, veikindum, kærleik og nýjum erfingjum fræga fólksins. Nýtt ár, 2014, heilsar okkur með hlýindum og miklum umhleypingum. Byrjun ársins einkennist af óróleika á vinnumarkaði, en mér sýnist að á því máli finnist farsæl lending stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Atvinnuleysi mun minnka talsvert á árinu og ný atvinnutækifæri skapast víða um land. Mér sýnist þessar aðgerðir tengdar hafnar-, vega- og virkjanagerð. Bestu mánuðir ársins fyrir þjóðina í heild eru apríl, maí og nóvember. Talan 7 er tala ársins 2014. Það er stöðugleikatala og margir telja 7 einnig vera heilaga tölu svo að árstalan lofar góðu. Ekki veitir af þar sem víða eru miklar róstur í heiminum. Hér á landi verða engar heiftarlegar náttúruhamfarir en víða að utan megum við búast við fréttum af því þegar náttúruöflin sýna klærnar svo um munar. Þar er oft á tíðum öfgakenndu veðurfari um að kenna sem margir vilja setja í samband við hlýnun jarðar. Þar sé ég helst Asíu en einnig gæti Ameríka orðið fyrir barðinu á óblíðum öflum. Það verða bæði flóð og fellibyljir, meiri og öflugri en sést hefur áður.Gefur út bók. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari mun skrifa bók um reynslu sína, sem verður með söluhæstu bókum á árinu. Hún tekst á við nýjar áskoranir, en nú er það á norðurslóðum.Mikil efnahagsþensla heldur áfram í Kína og Japan. Árið 2014 er byrjun á miklum breytingum í þessum heimshluta með áframhaldandi þenslu með mikilli verðbólgu. Óróleiki og átök einkenna Austurlönd nær og Mið-Afríku á árinu. Í Sýrlandi og löndunum þar í kring heldur stríðið áfram og mér sýnist Bandaríkin komi þar við sögu, sem eykur frekar á vandann. Í Mið- og Suður-Afríku verður allt á suðupunkti. Þar er mikil ógn á ferðum sem getur leitt til heimsstyrjaldar en þó ekki á árinu 2014. Bandaríkjaforseti tekur erfiða og umdeilda ákvörðun í október sem tengist stríðsátökum.Asíubúar hrifnir af ÍslandiFerðamenn hafa aldrei verið fleiri en árið 2014. Ég sé marga koma frá Asíulöndunum, Kína og Japan. Þetta er velmegandi fólk sem eyðir miklum fjármunum hérlendis. Asía mun tengjast landinu okkar á fleiri vegu því ekki einungis mun ferðamannastraumurinn aukast heldur munu Kínverjar einnig eignast landsvæði hér á árinu. Það fellur ekki í góðan jarðveg hjá mörgum og mér sýnist það eiga eftir að hafa slæm eftirmál. Auk þess fá þeir landið á einstaklega hagstæðu verði. Þarna á eftir að rísa kínverskt samfélag sem hefur síður en svo góð áhrif á okkar samfélag. Mikið verður rætt um verndun ferðamannastaðanna og uppbyggingu þar sem áníðslan er mest. Sett verður í gang verkefni til verndunar, þar eru atvinnulaus ungmenni virkjuð til góðra verka og má segja að af því sé tvöfaldur ávinningur. Ný búgrein skýtur upp kollinum sem tengist jarðhita og á eftir að vaxa hratt og örugglega.Vinsælt kvikmyndahandrit. Jón Gnarr segir skilið við stjórnmálin eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann fer úr stólnum reynslunni ríkari og fer á fullt að semja leikrit og handrit að kvikmynd. Hvort tveggja á eftir að ná miklum vinsældum hér heima og kvikmyndin fer einnig á erlendan markað.Erlendir laxveiðimenn verða einnig fleiri en nokkru sinni fyrr, enda meiri veiði í ám en verið hefur. Það er helst vegna þess að þurrkar verða ekki miklir. Allt sumarið verður býsna mikil úrkoma. Matvara frá Íslandi á eftir að sigra heiminn á árinu. Það er ný afurð sem framleidd verður hér á landi, en fljótlega hefst framleiðsla í fleiri löndum.Sumarið felur sigMikill snjór verður víða á landinu í febrúar og mars. Á suðvesturhorninu verður veturinn erfiður en vorið kemur í apríl, eftir mikið páskahret. Um páskana verður erfitt tíðarfar um mestallt land. Þar sleppur norðausturhornið best. Sumarið verður best á Norður- og Austurlandi. Þar verða hlýindi og alvöru sumar. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður vorið og framan af sumri mjög kalt, en á Suðurlandi og suðvesturhorninu verður sólarlítið og úrkomusamt og ekki hægt að segja að þar sé mikið sumarveður. Seinni hluti ágústmánaðar verður góður, sólríkur og hlýr.Miklir eldsvoðarSlysfarir á landi verða talsverðar á árinu. Ég sé slys sem tengist jöklum á Suðausturlandi og einnig verða fleiri umferðarslys en tvö síðastliðin ár. Mannskaði á sjó verður í mars, þar er um að kenna ofsaveðri sem kemur nokkuð skyndilega. Reyndar fáum við mikið af kröppum lægðum í febrúar og mars, mun meira en oft áður. Haustið verður úrkomusamt sunnan- og vestanlands. Eldsvoðar verða mun fleiri en mörg undanfarin ár. Ekki sé ég manntjón nema á einum stað en oft má litlu muna. Stórt fyrirtæki í einkaeigu mun laskast mikið í eldi, það gerist um mitt sumar.Sjávarútvegurinn malar gullOlíuleit sem búið er að tala um í áratugi verður að veruleika og þó að engin olía finnist á þessu ári verður leitin komin vel á veg í árslok og eykur það bjartsýni á stóru svæði norðan- og norðaustanlands. Þessi leit á eftir að létta okkur efnahagslífið síðar. Einnig verður sjórinn gjöfull. Breytingar verða gerðar í sjávarútveginum sem skila miklu í þjóðarbúið. Ný fisktegund eða sjávarafurð mun gefa vel af sér. Sett verður á laggirnar fyrirtæki sem vinnur nýja vöru úr sjávarhráefni. Það er eitthvað í sambandi við skelfisk. Þessi verksmiðja á eftir að mala gull. Þetta hefst á árinu en fyrirtækið á eftir að auka sinn hag áfram um langt skeið og skapa mikla atvinnu, bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu.Flytur úr landi. Þóra Arnórsdóttir er komin með nóg af Íslandi í bili og flytur með alla sína fjölskyldu. Ég held að þau fari til Ástralíu og af henni fréttist lítið á árinu.Ráðaleysi í stjórnmálumRíkisstjórnin er í kröppum dansi og hrædd er ég um að stjórnarslit verði á árinu. Nýjustu aðgerðir í skuldamálum eru til þess fallnar að auka á úlfúð og misrétti í samfélaginu, þannig að þegar almenningur áttar sig á hvað í tillögunum felst verða margir sárir. Reiði almennings eykst í garð þeirra ríku á árinu, sem fá mest út úr aðgerðunum. Stjórnarandstaðan er máttlaus í andófinu og þegar á heildina er litið verður mikið ráðaleysi í stjórnmálunum. Í sveitarstjórnarkosningunum verða ekki afgerandi breytingar. Ég held að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri í Reykjavík, en mjótt verður á munum að sjálfstæðismenn komi sínum manni í borgarstjórastólinn. Úti á landi verða litlar breytingar yfirleitt nema á Akureyri þar sem skipt verður um svo um munar í kosningunum á komandi vori. Stjórnmálamenn í sviðsljósinu Stjarna Sigmundar Davíðs fellur hratt og má líkja við stjörnuhrap. Hann dregur sig í hlé eftir stjórnarslitin.Bjarni Benediktsson á einnig erfitt ár fram undan. Hann verður feginn að hluta þegar stjórnin fellur, en lætur ekki á neinu bera. Hann verður þó formaður flokksins og einnig í næstu ríkisstjórn.Hanna Birna innanríkisráðherra lætur til sín taka í mörgum málum sem tengjast málefnum landsins. Hún talar sínu máli fumlaust að vanda en fær því miður ekki nægan hljómgrunn fyrir sínu máli. Hún mun þó koma vegarkafla í framkvæmd sem beðið hefur verið lengi eftir, þó allir séu sammála um að nauðsynlegt sé að leggja þennan veg. Gunnar Bragi Sveinsson á eftir að vaxa í starfi sem utanríkisráðherra. Mér sýnist hann kominn til að vera í stjórnmálum. Hann tekur ákvörðun fyrri hluta árs sem er af hinu góða og setur nafn hans á spjöld sögunnar.Nýjar hugmyndir. Björk Guðmundsdóttir kemur fram á sjónarsviðið eftir hlé á útmánuðum. Þar kveður við nýjan tón, sem á eftir að slá í gegn. Hún virðist alltaf geta hitt í mark með sínum vinnubrögðum. Þarna er einhver ný tækni á ferðinni, sem ég sé ekki nógu vel hvað er.Sigurður Ingi Jóhannsson mun reyna að blása nýju lífi í sjávarútveginn og tekst að hluta að virkja almenning til dáða með breyttum áherslum í kvótamálum. Honum er þó þröngur stakkur sniðinn vegna peningaaflanna í greininni sem vilja engar breytingar. Í landbúnaði gengur betur hjá honum að afleggja mjólkur- og kjötframleiðslumark, en ekki eru þó allir sáttir. Hann á því erfitt verkefni fyrir höndum á árinu, sem tekst þó furðanlega vel miðað við aðstæður.Eygló Harðardóttir lætur lítið að sér kveða sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Hún stendur í skugga niðurskurðar og forgangsröðunar í samfélaginu sem ekki er vinveitt þeim sem minnst mega sín. Hún er ekki ánægð með sína stöðu, en fær engu breytt. Húsnæðisvandinn mun vaxa mikið seinni hluta ársins, Gerðar verða breytingar á Íbúðalánasjóði sem munu ekki létta undir með þeim sem verst eru settir í skuldamálum. Mér sýnist bankarnir koma þar við sögu. Hún er ekki ánægð með þessa niðurstöðu og tekur þá afstöðu að vera sem minnst sýnileg á árinu.Fjölmiðlar Páll Magnússon hefur sig ekki í frammi framan af ári og hugsar sitt ráð. Hann á eftir að láta að sér kveða í fjölmiðlum þegar líður á árið og mun gefa út bók sem reynt verður að setja lögbann á, en tekst ekki. Þar flettir hann ofan af málum sem mun koma sér illa fyrir framámenn í íslensku samfélagi. Nýr útvarpsstjóri verður ráðinn og verður það mál manna að þar sé pólitísk ráðning á ferðinni. Það verður ekki sátt um hann þannig að heldur verður andrúmsloftið í Efstaleitinu rafmagnað. Nýr útvarpsstjóri mun eiga mjög erfitt uppdráttar og er ekki öfundsverður. Tobba Marinós eignast stúlkubarn í lok júní og allt gengur að óskum. Skjár 1 berst þó í bökkum. Sýningar á The Biggest Loser verða ekki eins mikið happafé og vonast var til. Þættirnir bæta ástandið lítið. Ég skynja miklar breytingar og peningavandræði á stöðinni nánast allt árið. Stöð 2 á í vök að verjast, en einhvern veginn tekst betur þar og fjárhagur stöðvarinnar fer heldur batnandi á árinu. Ísland Got Talent á Stöð 2 verður það vinsælasta á stöðinni á komandi ári og þar nær þessi fjölmiðill hæstu hæðum. Ekki skemmir fyrir að dómararnir verða ekki alltaf sammála þannig að fólki finnst þeir vera marktækir. Sá dómari sem umdeildastur og flottastur verður er Jón Jónsson. Bubbi er þarna, góður að venju og einnig á Þórunn Antonía góða spretti. Mér sýnist Þorgerður Katrín ekki taka þátt sem dómari. Í hennar stað kemur kona sem dvalið hefur erlendis undanfarin ár.Umdeild á árinu Vigdís Hauksdóttir,formaður fjárlaganefndar, verður mjög umdeild á árinu. Hún lætur ýmislegt flakka sem hægt er að nudda henni upp úr seinna og er það óspart gert. Hún mætti að ósekju tileinka sér að „kapp er best með forsjá“. Það verður líka erfitt að vera framsóknarmaður árið 2014.Marta María Jónasdóttir á erfitt í einkalífinu á árinu. Þar eru breytingar sem hún þarf að ganga í gegnum en í lok árs er hún nokkuð sátt. Smartland á mbl.is gengur einnig í gegnum breytingar og mér sýnist að hún hverfi úr þeim stól á árinu að eigin ósk.Logi Bergmann er ekki ánægður á árinu. Þar er margt að gerjast, ekki munu þó nein stórtíðindi frá honum á árinu. Hraðfréttadrengirnir Benedikt og Fannar halda áfram með sínar hraðfréttir og ná áframhaldandi vinsældum hjá unga fólkinu. Þeir verða með fréttirnar allt árið og eitthvað fleira í svipuðum dúr.Friðrik Dór mun breyta um stíl og aðdáendahópurinn verður talsvert eldri. Hann verður ánægður með ársverkið 2014.Rikka verður mjög sýnileg á árinu. Hún verður mikið í fjölmiðlum með alla vega tvo vinsæla þætti.Sverrir Þór Sverrisson „Sveppi“ heldur áfram að framleiða skemmtiefni sem höfðar til fólks, bæði ungs og gamals. Hann gefur út disk á árinu sem á eftir að fara sigurför um landið. Hittir lífsförunautinn. Lay Low verður ekki mikið áberandi fyrr en í lok árs. Haustið 2014 verður hennar tími. Mér finnst hún hitta lífsförunautinn sinn á árinu.Tónlistarfólk Hljómsveitin Hjaltalín mun leysast upp í núverandi mynd. Þar er ósamkomulag og breyttar forsendur ástæðan, en brot af sveitinni sameinast annarri hljómsveit, en ég sé ekkert sérstakt koma út úr því.Ragnheiður Gröndal verður minna í sviðsljósinu en oft áður. Hún mun þó koma fram og syngja. Einnig gefur hún út disk sem mun njóta mikilla vinsælda.Páll Óskar mun eiga mjög gott ár í einkalífinu. Hann heldur áfram í tónlist og söng. Mér finnst hann fara í nám á árinu.Sigur Rós mun spila mest erlendis á árinu og hefur oft komið meira frá þeirri hljómsveit, en það sem kemur er vandað og gott. Í Eurovision sýnist mér austurblokkin vinna. Ég held Pólland. Frá Íslandi fer frítt föruneyti með ágætislag sem hafnar í 13. sæti.Gréta Salóme verður lítið í sviðsljósinu á árinu. Hún er ekki alveg nógu heilsugóð. Hún er kannski að fá svolítið bakslag þó seint sé, en hún rífur sig upp úr þessu og seinni hluti ársins er mun betri hjá henni en sá fyrri. Hún heldur áfram að vinna í sambandi við tónlist.Sigríður Thorlacius söngkona hefur mikið að gera fyrri hluta ársins, en svo dregur hún sig í hlé um stundarsakir, en hún kemur aftur í sviðsljósið seinna.Mugison hefur hægt um sig. Hann er að hugsa sitt ráð meirihluta ársins. Hann er þó eitthvað í samstarfi við Jónas Sig á árinu. Það gengur ágætlega en í árslok er hann kominn inn á nýjar og ótroðnar slóðir. Þar koma erlendir tónlistarmenn við sögu.Ólafur Arnalds tónlistarmaður hefur fullt að gera, en mest erlendis. Hann mun þó eiga heima á Íslandi.Hljómsveitin Kaleo mun halda áfram að semja og flytja tónlist. Hún verður vinsæl fyrir plötu sem kemur út í ágúst. Október er besti mánuður ársins hjá þeim félögum.Eftirsótt í Evrópu Aníta Hinriksdóttir á mjög gott ár fram undan. Hún vinnur stórt mót í Evrópu á árinu og verður framarlega í öðru hlaupi sem ég er ekki viss um hvar er.Afreksfólk í íþróttum Íslenskir íþróttamenn koma víða við á árinu. Skíðafólk fer til keppni erlendis og nær lengra en nokkru sinni fyrr, einnig koma keppendur á skíðalandsmót hjá okkur víða að. Verður það mót stærra og meira en verið hefur lengi. Ég sé mikla uppbyggingu einhvers staðar á Norðurlandi í sambandi við skíðaíþróttina en það er ekki á Akureyri. Sennilega í Skagafirði. Þar rísa mikil mannvirki og verður þetta nýr og vinsæll áfangastaður skíðamanna á næstu árum.Gunnar Nelson sigrar sterkasta mann heims. Hann verður á toppnum þó nokkuð enn, en nær að hætta áður en hann er farinn að heilsu og kröftum. Ákaflega farsæll náungi.Eiður Smári snýr sér að þjálfun en það er ekki á Íslandi. Mér finnst alltaf Bandaríkin birtast hjá honum.Halldór Helgason snjóbrettakappi gerir garðinn frægan í Evrópu og Ameríku á árinu. Hann lendir í verðlaunasæti í Evrópu er heldur neðar á listanum vestanhafs.Lars Lagerbäck reynist ágætlega sem þjálfari íslenska landsliðsins, þó það komist ekki á verðlaunapall sjá menn miklar breytingar til batnaðar undir hans stjórn. Mér sýnist hann halda út árið, en lengur er ég ekki viss um að hann verði. Íslenska karlalandsliðið í heild sinni verður nokkuð öflugt á árinu. Þeir taka þátt í Evrópukeppni en ná ekki verðlaunasæti.Tækifærin alls staðar. Ólafur Darri Ólafsson verður áberandi persóna á árinu. Hann mun leika í nánast hverri kvikmynd sem framleidd verður á landinu. Einnig sýnist mér hann vera að færa sig vestur á bóginn í kvikmyndaleik. Hann gengur í gegnum einhverjar þrengingar í sambandi við heilsufar þegar líða tekur á árið. En í árslok er hann eldhress og tækifærin bíða handan við hornið.Menning og listir Vesturportshópurinn með Gísla Örn í fararbroddi gerir það gott, aðallega erlendis, á árinu. Tvö ný verk verða sett upp erlendis og njóta mikilla vinsælda.Atli Örvarsson og Jóhann Jóhannsson tónskáld verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína í Hollywood, en hljóta ekki verðlaun að þessu sinni.Tyrfingur Tyrfingsson skáld er rétt að byrja. Fyrsta verk eftir hann verður frumsýnt á næsta ári. Það verður snörp ádeila með gamansömu ívafi. Hann mun hljóta góða dóma en snýr sér að handritagerð fyrir kvikmyndir í framtíðinni.Aníta Briem eignast barn á fyrstu dögum nýs árs, gullfallega og efnilega stúlku. Hún heldur sínu striki nokkurn veginn vestanhafs á árinu, en tekur sér frí frá bransanum í desember og fer að því loknu inn á nýjar brautir, sem mun reynast henni vel. Hún er hæfileikarík og flott manneskja, sem á eftir að leggja heiminn að fótum sér, ef svo má segja.Darri Ingólfsson leikari heldur áfram á framabraut enda orðinn býsna þekktur eftir leik sinn vestanhafs á árinu 2013. Hann getur valið úr þremur tækifærum þar vestra á árinu þannig að hann getur ekki kastað upp krónu.Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi verður meira hér á landi en oft áður. Hann mun leggja í miklar framkvæmdir á Eiðum og ég sé fyrir mér að hann útbúi kvikmyndaver.Halla Vilhjálmsdóttir leik- og söngkona heldur áfram að klífa fjöll. Eftir suðurskautið skrifar hún kvikmyndahandrit, þar leikur hún sjálf einnig eitt af aðalhlutverkunum. Þessi mynd verður alþjóðleg og sýnd í mörgum löndum þannig að Halla skýst leiftursnöggt á toppinn.Umtalaðir og frægir Biskupnum vegnar vel, það var mikið gæfuspor fyrir íslensku þjóðkirkjuna að fá svona heilsteypta manneskju í þetta æðsta kirkjunnar embætti. Hún mun vekja athygli á árinu fyrir málefni í þágu friðar í heiminum.Ari Eldjárn lætur lítið fyrir sér fara fyrri hluta ársins. Hann er að sinna öðru hlutverki en fyrir jólin mun hann koma sterkur inn.María Birta verður mjög önnum kafin og með mörg járn í eldinum. September kemur upp sem hennar happamánuður.Steindi Jr slær enn og aftur í gegn á árinu. Hann á mjög gott og gjöfult ár fram undan og kemur með nýjan smell seinni hluta ársins.Óli Geir mun reyna að halda tónlistarhátíð á árinu en þar er þungt fyrir fæti þar sem margir eiga inni hjá honum enn. Mér sýnist hann vera reynslunni ríkari og hátíðin og allt í kringum hana tekst þokkalega. Fatahönnuðurinn JÖR kemst víða á spjöld sögunnar á árinu þegar hann hannar föt fyrir fræga kvenpersónu, sem er okkur að góðu kunn. Hann á bjarta framtíð fyrir sér í fatahönnunarbransanum. Hann er bara rétt að byrja.Fegurðardrottning Íslands verður kjörin að venju og sjaldan hafa jafn margar fríðar og vel menntaðar stúlkur tekið þátt. Sú sem ber sigur úr býtum er ekki þekkt í dag en verður glæsilegur fulltrúi Íslands í alheimskeppninni. Þar held ég að hún komist á verðlaunapall. Í lok árs má segja að þjóðinni hafi lítið miðað á árinu. Hve bágt efnahagsástandið er, er orðið sýnilegra en síðastliðið ár. Atvinnuleysi hefur þó heldur minnkað. Margt hæfileikaríkt og vel menntað fólk flytur af landi brott vegna sparnaðar og niðurskurðar bæði sjálfviljugt og nauðugt. Úrbætur í skuldavanda heimilanna koma þeim ekki að gagni eins og látið var í veðri vaka í kosningabaráttunni. Þetta fólk flytur burt ef það sér þess nokkurn kost og byrjar nýtt líf. Við erum í kröppum dansi, hann þarf að dansa, „eftir höfðinu dansa limirnir“ er fleyg málsgrein. Ég bið ráðamenn þjóðarinnar að hafa það hugfast í sínum störfum. Ekki taka eiginhagsmuni og skyndilausnir fram yfir vel ígrundaðar ákvarðanir. Við þurfum jú ætíð að skoða hvar hver vegur endar.Kristján Þór Júlíusson.fréttablaðið/daníel Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Völva Lífsins lítur yfir komandi ár og spáir nýjum tækifærum, heiftarlegum náttúruhamförum, ferðamannastraumi til Íslands sem aldrei fyrr, mannskaða, ráðaleysi í stjórnmálum, íþróttaafrekum, veikindum, kærleik og nýjum erfingjum fræga fólksins. Nýtt ár, 2014, heilsar okkur með hlýindum og miklum umhleypingum. Byrjun ársins einkennist af óróleika á vinnumarkaði, en mér sýnist að á því máli finnist farsæl lending stuttu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Atvinnuleysi mun minnka talsvert á árinu og ný atvinnutækifæri skapast víða um land. Mér sýnist þessar aðgerðir tengdar hafnar-, vega- og virkjanagerð. Bestu mánuðir ársins fyrir þjóðina í heild eru apríl, maí og nóvember. Talan 7 er tala ársins 2014. Það er stöðugleikatala og margir telja 7 einnig vera heilaga tölu svo að árstalan lofar góðu. Ekki veitir af þar sem víða eru miklar róstur í heiminum. Hér á landi verða engar heiftarlegar náttúruhamfarir en víða að utan megum við búast við fréttum af því þegar náttúruöflin sýna klærnar svo um munar. Þar er oft á tíðum öfgakenndu veðurfari um að kenna sem margir vilja setja í samband við hlýnun jarðar. Þar sé ég helst Asíu en einnig gæti Ameríka orðið fyrir barðinu á óblíðum öflum. Það verða bæði flóð og fellibyljir, meiri og öflugri en sést hefur áður.Gefur út bók. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari mun skrifa bók um reynslu sína, sem verður með söluhæstu bókum á árinu. Hún tekst á við nýjar áskoranir, en nú er það á norðurslóðum.Mikil efnahagsþensla heldur áfram í Kína og Japan. Árið 2014 er byrjun á miklum breytingum í þessum heimshluta með áframhaldandi þenslu með mikilli verðbólgu. Óróleiki og átök einkenna Austurlönd nær og Mið-Afríku á árinu. Í Sýrlandi og löndunum þar í kring heldur stríðið áfram og mér sýnist Bandaríkin komi þar við sögu, sem eykur frekar á vandann. Í Mið- og Suður-Afríku verður allt á suðupunkti. Þar er mikil ógn á ferðum sem getur leitt til heimsstyrjaldar en þó ekki á árinu 2014. Bandaríkjaforseti tekur erfiða og umdeilda ákvörðun í október sem tengist stríðsátökum.Asíubúar hrifnir af ÍslandiFerðamenn hafa aldrei verið fleiri en árið 2014. Ég sé marga koma frá Asíulöndunum, Kína og Japan. Þetta er velmegandi fólk sem eyðir miklum fjármunum hérlendis. Asía mun tengjast landinu okkar á fleiri vegu því ekki einungis mun ferðamannastraumurinn aukast heldur munu Kínverjar einnig eignast landsvæði hér á árinu. Það fellur ekki í góðan jarðveg hjá mörgum og mér sýnist það eiga eftir að hafa slæm eftirmál. Auk þess fá þeir landið á einstaklega hagstæðu verði. Þarna á eftir að rísa kínverskt samfélag sem hefur síður en svo góð áhrif á okkar samfélag. Mikið verður rætt um verndun ferðamannastaðanna og uppbyggingu þar sem áníðslan er mest. Sett verður í gang verkefni til verndunar, þar eru atvinnulaus ungmenni virkjuð til góðra verka og má segja að af því sé tvöfaldur ávinningur. Ný búgrein skýtur upp kollinum sem tengist jarðhita og á eftir að vaxa hratt og örugglega.Vinsælt kvikmyndahandrit. Jón Gnarr segir skilið við stjórnmálin eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Hann fer úr stólnum reynslunni ríkari og fer á fullt að semja leikrit og handrit að kvikmynd. Hvort tveggja á eftir að ná miklum vinsældum hér heima og kvikmyndin fer einnig á erlendan markað.Erlendir laxveiðimenn verða einnig fleiri en nokkru sinni fyrr, enda meiri veiði í ám en verið hefur. Það er helst vegna þess að þurrkar verða ekki miklir. Allt sumarið verður býsna mikil úrkoma. Matvara frá Íslandi á eftir að sigra heiminn á árinu. Það er ný afurð sem framleidd verður hér á landi, en fljótlega hefst framleiðsla í fleiri löndum.Sumarið felur sigMikill snjór verður víða á landinu í febrúar og mars. Á suðvesturhorninu verður veturinn erfiður en vorið kemur í apríl, eftir mikið páskahret. Um páskana verður erfitt tíðarfar um mestallt land. Þar sleppur norðausturhornið best. Sumarið verður best á Norður- og Austurlandi. Þar verða hlýindi og alvöru sumar. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður vorið og framan af sumri mjög kalt, en á Suðurlandi og suðvesturhorninu verður sólarlítið og úrkomusamt og ekki hægt að segja að þar sé mikið sumarveður. Seinni hluti ágústmánaðar verður góður, sólríkur og hlýr.Miklir eldsvoðarSlysfarir á landi verða talsverðar á árinu. Ég sé slys sem tengist jöklum á Suðausturlandi og einnig verða fleiri umferðarslys en tvö síðastliðin ár. Mannskaði á sjó verður í mars, þar er um að kenna ofsaveðri sem kemur nokkuð skyndilega. Reyndar fáum við mikið af kröppum lægðum í febrúar og mars, mun meira en oft áður. Haustið verður úrkomusamt sunnan- og vestanlands. Eldsvoðar verða mun fleiri en mörg undanfarin ár. Ekki sé ég manntjón nema á einum stað en oft má litlu muna. Stórt fyrirtæki í einkaeigu mun laskast mikið í eldi, það gerist um mitt sumar.Sjávarútvegurinn malar gullOlíuleit sem búið er að tala um í áratugi verður að veruleika og þó að engin olía finnist á þessu ári verður leitin komin vel á veg í árslok og eykur það bjartsýni á stóru svæði norðan- og norðaustanlands. Þessi leit á eftir að létta okkur efnahagslífið síðar. Einnig verður sjórinn gjöfull. Breytingar verða gerðar í sjávarútveginum sem skila miklu í þjóðarbúið. Ný fisktegund eða sjávarafurð mun gefa vel af sér. Sett verður á laggirnar fyrirtæki sem vinnur nýja vöru úr sjávarhráefni. Það er eitthvað í sambandi við skelfisk. Þessi verksmiðja á eftir að mala gull. Þetta hefst á árinu en fyrirtækið á eftir að auka sinn hag áfram um langt skeið og skapa mikla atvinnu, bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu.Flytur úr landi. Þóra Arnórsdóttir er komin með nóg af Íslandi í bili og flytur með alla sína fjölskyldu. Ég held að þau fari til Ástralíu og af henni fréttist lítið á árinu.Ráðaleysi í stjórnmálumRíkisstjórnin er í kröppum dansi og hrædd er ég um að stjórnarslit verði á árinu. Nýjustu aðgerðir í skuldamálum eru til þess fallnar að auka á úlfúð og misrétti í samfélaginu, þannig að þegar almenningur áttar sig á hvað í tillögunum felst verða margir sárir. Reiði almennings eykst í garð þeirra ríku á árinu, sem fá mest út úr aðgerðunum. Stjórnarandstaðan er máttlaus í andófinu og þegar á heildina er litið verður mikið ráðaleysi í stjórnmálunum. Í sveitarstjórnarkosningunum verða ekki afgerandi breytingar. Ég held að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri í Reykjavík, en mjótt verður á munum að sjálfstæðismenn komi sínum manni í borgarstjórastólinn. Úti á landi verða litlar breytingar yfirleitt nema á Akureyri þar sem skipt verður um svo um munar í kosningunum á komandi vori. Stjórnmálamenn í sviðsljósinu Stjarna Sigmundar Davíðs fellur hratt og má líkja við stjörnuhrap. Hann dregur sig í hlé eftir stjórnarslitin.Bjarni Benediktsson á einnig erfitt ár fram undan. Hann verður feginn að hluta þegar stjórnin fellur, en lætur ekki á neinu bera. Hann verður þó formaður flokksins og einnig í næstu ríkisstjórn.Hanna Birna innanríkisráðherra lætur til sín taka í mörgum málum sem tengjast málefnum landsins. Hún talar sínu máli fumlaust að vanda en fær því miður ekki nægan hljómgrunn fyrir sínu máli. Hún mun þó koma vegarkafla í framkvæmd sem beðið hefur verið lengi eftir, þó allir séu sammála um að nauðsynlegt sé að leggja þennan veg. Gunnar Bragi Sveinsson á eftir að vaxa í starfi sem utanríkisráðherra. Mér sýnist hann kominn til að vera í stjórnmálum. Hann tekur ákvörðun fyrri hluta árs sem er af hinu góða og setur nafn hans á spjöld sögunnar.Nýjar hugmyndir. Björk Guðmundsdóttir kemur fram á sjónarsviðið eftir hlé á útmánuðum. Þar kveður við nýjan tón, sem á eftir að slá í gegn. Hún virðist alltaf geta hitt í mark með sínum vinnubrögðum. Þarna er einhver ný tækni á ferðinni, sem ég sé ekki nógu vel hvað er.Sigurður Ingi Jóhannsson mun reyna að blása nýju lífi í sjávarútveginn og tekst að hluta að virkja almenning til dáða með breyttum áherslum í kvótamálum. Honum er þó þröngur stakkur sniðinn vegna peningaaflanna í greininni sem vilja engar breytingar. Í landbúnaði gengur betur hjá honum að afleggja mjólkur- og kjötframleiðslumark, en ekki eru þó allir sáttir. Hann á því erfitt verkefni fyrir höndum á árinu, sem tekst þó furðanlega vel miðað við aðstæður.Eygló Harðardóttir lætur lítið að sér kveða sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Hún stendur í skugga niðurskurðar og forgangsröðunar í samfélaginu sem ekki er vinveitt þeim sem minnst mega sín. Hún er ekki ánægð með sína stöðu, en fær engu breytt. Húsnæðisvandinn mun vaxa mikið seinni hluta ársins, Gerðar verða breytingar á Íbúðalánasjóði sem munu ekki létta undir með þeim sem verst eru settir í skuldamálum. Mér sýnist bankarnir koma þar við sögu. Hún er ekki ánægð með þessa niðurstöðu og tekur þá afstöðu að vera sem minnst sýnileg á árinu.Fjölmiðlar Páll Magnússon hefur sig ekki í frammi framan af ári og hugsar sitt ráð. Hann á eftir að láta að sér kveða í fjölmiðlum þegar líður á árið og mun gefa út bók sem reynt verður að setja lögbann á, en tekst ekki. Þar flettir hann ofan af málum sem mun koma sér illa fyrir framámenn í íslensku samfélagi. Nýr útvarpsstjóri verður ráðinn og verður það mál manna að þar sé pólitísk ráðning á ferðinni. Það verður ekki sátt um hann þannig að heldur verður andrúmsloftið í Efstaleitinu rafmagnað. Nýr útvarpsstjóri mun eiga mjög erfitt uppdráttar og er ekki öfundsverður. Tobba Marinós eignast stúlkubarn í lok júní og allt gengur að óskum. Skjár 1 berst þó í bökkum. Sýningar á The Biggest Loser verða ekki eins mikið happafé og vonast var til. Þættirnir bæta ástandið lítið. Ég skynja miklar breytingar og peningavandræði á stöðinni nánast allt árið. Stöð 2 á í vök að verjast, en einhvern veginn tekst betur þar og fjárhagur stöðvarinnar fer heldur batnandi á árinu. Ísland Got Talent á Stöð 2 verður það vinsælasta á stöðinni á komandi ári og þar nær þessi fjölmiðill hæstu hæðum. Ekki skemmir fyrir að dómararnir verða ekki alltaf sammála þannig að fólki finnst þeir vera marktækir. Sá dómari sem umdeildastur og flottastur verður er Jón Jónsson. Bubbi er þarna, góður að venju og einnig á Þórunn Antonía góða spretti. Mér sýnist Þorgerður Katrín ekki taka þátt sem dómari. Í hennar stað kemur kona sem dvalið hefur erlendis undanfarin ár.Umdeild á árinu Vigdís Hauksdóttir,formaður fjárlaganefndar, verður mjög umdeild á árinu. Hún lætur ýmislegt flakka sem hægt er að nudda henni upp úr seinna og er það óspart gert. Hún mætti að ósekju tileinka sér að „kapp er best með forsjá“. Það verður líka erfitt að vera framsóknarmaður árið 2014.Marta María Jónasdóttir á erfitt í einkalífinu á árinu. Þar eru breytingar sem hún þarf að ganga í gegnum en í lok árs er hún nokkuð sátt. Smartland á mbl.is gengur einnig í gegnum breytingar og mér sýnist að hún hverfi úr þeim stól á árinu að eigin ósk.Logi Bergmann er ekki ánægður á árinu. Þar er margt að gerjast, ekki munu þó nein stórtíðindi frá honum á árinu. Hraðfréttadrengirnir Benedikt og Fannar halda áfram með sínar hraðfréttir og ná áframhaldandi vinsældum hjá unga fólkinu. Þeir verða með fréttirnar allt árið og eitthvað fleira í svipuðum dúr.Friðrik Dór mun breyta um stíl og aðdáendahópurinn verður talsvert eldri. Hann verður ánægður með ársverkið 2014.Rikka verður mjög sýnileg á árinu. Hún verður mikið í fjölmiðlum með alla vega tvo vinsæla þætti.Sverrir Þór Sverrisson „Sveppi“ heldur áfram að framleiða skemmtiefni sem höfðar til fólks, bæði ungs og gamals. Hann gefur út disk á árinu sem á eftir að fara sigurför um landið. Hittir lífsförunautinn. Lay Low verður ekki mikið áberandi fyrr en í lok árs. Haustið 2014 verður hennar tími. Mér finnst hún hitta lífsförunautinn sinn á árinu.Tónlistarfólk Hljómsveitin Hjaltalín mun leysast upp í núverandi mynd. Þar er ósamkomulag og breyttar forsendur ástæðan, en brot af sveitinni sameinast annarri hljómsveit, en ég sé ekkert sérstakt koma út úr því.Ragnheiður Gröndal verður minna í sviðsljósinu en oft áður. Hún mun þó koma fram og syngja. Einnig gefur hún út disk sem mun njóta mikilla vinsælda.Páll Óskar mun eiga mjög gott ár í einkalífinu. Hann heldur áfram í tónlist og söng. Mér finnst hann fara í nám á árinu.Sigur Rós mun spila mest erlendis á árinu og hefur oft komið meira frá þeirri hljómsveit, en það sem kemur er vandað og gott. Í Eurovision sýnist mér austurblokkin vinna. Ég held Pólland. Frá Íslandi fer frítt föruneyti með ágætislag sem hafnar í 13. sæti.Gréta Salóme verður lítið í sviðsljósinu á árinu. Hún er ekki alveg nógu heilsugóð. Hún er kannski að fá svolítið bakslag þó seint sé, en hún rífur sig upp úr þessu og seinni hluti ársins er mun betri hjá henni en sá fyrri. Hún heldur áfram að vinna í sambandi við tónlist.Sigríður Thorlacius söngkona hefur mikið að gera fyrri hluta ársins, en svo dregur hún sig í hlé um stundarsakir, en hún kemur aftur í sviðsljósið seinna.Mugison hefur hægt um sig. Hann er að hugsa sitt ráð meirihluta ársins. Hann er þó eitthvað í samstarfi við Jónas Sig á árinu. Það gengur ágætlega en í árslok er hann kominn inn á nýjar og ótroðnar slóðir. Þar koma erlendir tónlistarmenn við sögu.Ólafur Arnalds tónlistarmaður hefur fullt að gera, en mest erlendis. Hann mun þó eiga heima á Íslandi.Hljómsveitin Kaleo mun halda áfram að semja og flytja tónlist. Hún verður vinsæl fyrir plötu sem kemur út í ágúst. Október er besti mánuður ársins hjá þeim félögum.Eftirsótt í Evrópu Aníta Hinriksdóttir á mjög gott ár fram undan. Hún vinnur stórt mót í Evrópu á árinu og verður framarlega í öðru hlaupi sem ég er ekki viss um hvar er.Afreksfólk í íþróttum Íslenskir íþróttamenn koma víða við á árinu. Skíðafólk fer til keppni erlendis og nær lengra en nokkru sinni fyrr, einnig koma keppendur á skíðalandsmót hjá okkur víða að. Verður það mót stærra og meira en verið hefur lengi. Ég sé mikla uppbyggingu einhvers staðar á Norðurlandi í sambandi við skíðaíþróttina en það er ekki á Akureyri. Sennilega í Skagafirði. Þar rísa mikil mannvirki og verður þetta nýr og vinsæll áfangastaður skíðamanna á næstu árum.Gunnar Nelson sigrar sterkasta mann heims. Hann verður á toppnum þó nokkuð enn, en nær að hætta áður en hann er farinn að heilsu og kröftum. Ákaflega farsæll náungi.Eiður Smári snýr sér að þjálfun en það er ekki á Íslandi. Mér finnst alltaf Bandaríkin birtast hjá honum.Halldór Helgason snjóbrettakappi gerir garðinn frægan í Evrópu og Ameríku á árinu. Hann lendir í verðlaunasæti í Evrópu er heldur neðar á listanum vestanhafs.Lars Lagerbäck reynist ágætlega sem þjálfari íslenska landsliðsins, þó það komist ekki á verðlaunapall sjá menn miklar breytingar til batnaðar undir hans stjórn. Mér sýnist hann halda út árið, en lengur er ég ekki viss um að hann verði. Íslenska karlalandsliðið í heild sinni verður nokkuð öflugt á árinu. Þeir taka þátt í Evrópukeppni en ná ekki verðlaunasæti.Tækifærin alls staðar. Ólafur Darri Ólafsson verður áberandi persóna á árinu. Hann mun leika í nánast hverri kvikmynd sem framleidd verður á landinu. Einnig sýnist mér hann vera að færa sig vestur á bóginn í kvikmyndaleik. Hann gengur í gegnum einhverjar þrengingar í sambandi við heilsufar þegar líða tekur á árið. En í árslok er hann eldhress og tækifærin bíða handan við hornið.Menning og listir Vesturportshópurinn með Gísla Örn í fararbroddi gerir það gott, aðallega erlendis, á árinu. Tvö ný verk verða sett upp erlendis og njóta mikilla vinsælda.Atli Örvarsson og Jóhann Jóhannsson tónskáld verða tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatónlist sína í Hollywood, en hljóta ekki verðlaun að þessu sinni.Tyrfingur Tyrfingsson skáld er rétt að byrja. Fyrsta verk eftir hann verður frumsýnt á næsta ári. Það verður snörp ádeila með gamansömu ívafi. Hann mun hljóta góða dóma en snýr sér að handritagerð fyrir kvikmyndir í framtíðinni.Aníta Briem eignast barn á fyrstu dögum nýs árs, gullfallega og efnilega stúlku. Hún heldur sínu striki nokkurn veginn vestanhafs á árinu, en tekur sér frí frá bransanum í desember og fer að því loknu inn á nýjar brautir, sem mun reynast henni vel. Hún er hæfileikarík og flott manneskja, sem á eftir að leggja heiminn að fótum sér, ef svo má segja.Darri Ingólfsson leikari heldur áfram á framabraut enda orðinn býsna þekktur eftir leik sinn vestanhafs á árinu 2013. Hann getur valið úr þremur tækifærum þar vestra á árinu þannig að hann getur ekki kastað upp krónu.Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi verður meira hér á landi en oft áður. Hann mun leggja í miklar framkvæmdir á Eiðum og ég sé fyrir mér að hann útbúi kvikmyndaver.Halla Vilhjálmsdóttir leik- og söngkona heldur áfram að klífa fjöll. Eftir suðurskautið skrifar hún kvikmyndahandrit, þar leikur hún sjálf einnig eitt af aðalhlutverkunum. Þessi mynd verður alþjóðleg og sýnd í mörgum löndum þannig að Halla skýst leiftursnöggt á toppinn.Umtalaðir og frægir Biskupnum vegnar vel, það var mikið gæfuspor fyrir íslensku þjóðkirkjuna að fá svona heilsteypta manneskju í þetta æðsta kirkjunnar embætti. Hún mun vekja athygli á árinu fyrir málefni í þágu friðar í heiminum.Ari Eldjárn lætur lítið fyrir sér fara fyrri hluta ársins. Hann er að sinna öðru hlutverki en fyrir jólin mun hann koma sterkur inn.María Birta verður mjög önnum kafin og með mörg járn í eldinum. September kemur upp sem hennar happamánuður.Steindi Jr slær enn og aftur í gegn á árinu. Hann á mjög gott og gjöfult ár fram undan og kemur með nýjan smell seinni hluta ársins.Óli Geir mun reyna að halda tónlistarhátíð á árinu en þar er þungt fyrir fæti þar sem margir eiga inni hjá honum enn. Mér sýnist hann vera reynslunni ríkari og hátíðin og allt í kringum hana tekst þokkalega. Fatahönnuðurinn JÖR kemst víða á spjöld sögunnar á árinu þegar hann hannar föt fyrir fræga kvenpersónu, sem er okkur að góðu kunn. Hann á bjarta framtíð fyrir sér í fatahönnunarbransanum. Hann er bara rétt að byrja.Fegurðardrottning Íslands verður kjörin að venju og sjaldan hafa jafn margar fríðar og vel menntaðar stúlkur tekið þátt. Sú sem ber sigur úr býtum er ekki þekkt í dag en verður glæsilegur fulltrúi Íslands í alheimskeppninni. Þar held ég að hún komist á verðlaunapall. Í lok árs má segja að þjóðinni hafi lítið miðað á árinu. Hve bágt efnahagsástandið er, er orðið sýnilegra en síðastliðið ár. Atvinnuleysi hefur þó heldur minnkað. Margt hæfileikaríkt og vel menntað fólk flytur af landi brott vegna sparnaðar og niðurskurðar bæði sjálfviljugt og nauðugt. Úrbætur í skuldavanda heimilanna koma þeim ekki að gagni eins og látið var í veðri vaka í kosningabaráttunni. Þetta fólk flytur burt ef það sér þess nokkurn kost og byrjar nýtt líf. Við erum í kröppum dansi, hann þarf að dansa, „eftir höfðinu dansa limirnir“ er fleyg málsgrein. Ég bið ráðamenn þjóðarinnar að hafa það hugfast í sínum störfum. Ekki taka eiginhagsmuni og skyndilausnir fram yfir vel ígrundaðar ákvarðanir. Við þurfum jú ætíð að skoða hvar hver vegur endar.Kristján Þór Júlíusson.fréttablaðið/daníel
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira