Portishead og Interpol til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. janúar 2014 09:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á Íslandi í sumar í fyrsta sinn, ásamt hljómsveitinni Interpol Nordicphotos/Getty Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com. ATP í Keflavík Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com.
ATP í Keflavík Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira