Menning

Draumkennd rými

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þær Fabienne og Ingunn sýna valin abstraktverk á Eiðistorgi.
Þær Fabienne og Ingunn sýna valin abstraktverk á Eiðistorgi.
Draumkennd rými nefnist fyrsta sýning ársins í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á Eiðistorgi. Hún verður opnuð í dag klukkan 17.Það eru listmálararnir Fabienne Davidsson og Ingunn Sigurgeirsdóttir sem hafa komið þar fyrir völdum abstraktverkum sem þær gerðu á síðasta ári.

Fabienne og Ingunn hafa báðar stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs og Fabienne er auk þess í námi við Université Paris1 Panthéon-Sorbonne í Frakklandi. Báðar hafa þær áður tekið þátt í nokkrum samsýningum á vegum Félags frístundamálara og samsýningu nemenda Myndlistaskólans í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.