Helgarmaturinn - Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Marín Manda skrifar 10. janúar 2014 16:00 Berglind Guðmundsdóttir Hér er á ferðinni vinningsréttur úr nýrri matreiðslubók Berglindar Guðmundsdóttur, GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Í henni má finna uppskriftir að hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er með beikoni, döðlum og hvítlauk. Hann er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Uppskrift Fyrir 4-5 Eldunartími 30 mínútur1 heill kjúklingur, eldaður150 g spínat100 g beikon, smátt skorið70 g döðlur, smátt skornar4 stór hvítlauksrif, pressuð1 msk. óreganó þurrkað3 dl vatn2 dl matreiðslurjómi3 msk. rjómaostur1 Knorr-kjúklingateningur½ Knorr-grænmetisteningurRifinn osturAðferð1. Brúnið beikonið á pönnu.2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, óreganói og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í um 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gourmet-blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafnt yfir kjúklinginn.5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur. Berglind Guðmundsdóttir Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr nýrri matreiðslubók Berglindar Guðmundsdóttur, GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Í henni má finna uppskriftir að hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er með beikoni, döðlum og hvítlauk. Hann er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingur með beikoni, döðlum og hvítlauk Uppskrift Fyrir 4-5 Eldunartími 30 mínútur1 heill kjúklingur, eldaður150 g spínat100 g beikon, smátt skorið70 g döðlur, smátt skornar4 stór hvítlauksrif, pressuð1 msk. óreganó þurrkað3 dl vatn2 dl matreiðslurjómi3 msk. rjómaostur1 Knorr-kjúklingateningur½ Knorr-grænmetisteningurRifinn osturAðferð1. Brúnið beikonið á pönnu.2. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið með beikoninu í örskamma stund, setjið þá döðlurnar út í ásamt vatninu, óreganói og teningunum. Látið malla saman svolitla stund.3. Setjið spínatið í botninn á eldföstu móti og stráið kjúklingnum þar yfir.4. Bætið matreiðslurjómanum og rjómaosti út á pönnuna og sjóðið niður sósuna í um 5 mín. Þegar sósan er tilbúin, hellið þá þessari gourmet-blöndu yfir kjúklinginn og passið að döðlurnar og beikonið dreifist jafnt yfir kjúklinginn.5. Setjið því næst rifna ostinn yfir allt saman og bakið í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur og fallegur. Berglind Guðmundsdóttir
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira