Vertu á verði Elín Hirst skrifar 13. janúar 2014 09:28 Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til stefnu til að vinda ofan af þessari þróun. Undirbúningur að atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn er þegar hafin og niðurstaðan á að liggja fyrir 22. janúar. Það er líka gott að sjá að menn ætla alls ekki að gefast upp og láta verðbólguna taka völdin enn einu sinni. Aðildarfélög ASÍ hafa hrundið af stað frábæru átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem landsmenn eru að verða fyrir barðinu á um þessar mundir, vertuaverdi.is. Það er frekar ófögur sjón að sjá þegar maður skoðar þessa síðu hversu margir hafa þegar stokkið á verðhækkunarvagninn. En þeir geta bætt ráð sitt. Samkvæmt ASÍ er markmiðið með átakinu tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Vilja menn virkilega fórna þeim tækifærum sem við höfum til að auka stöðugleikann í landinu. Ég vona svo sannarlega að þeir sem hafa hækkað verð sjái að sér og afturkalli verðhækkanir. Emmessís dró til dæmis til baka boðaða verðhækkun fyrir nokkrum dögum sem var til fyrirmyndar og fleiri hafa gert slíkt hið sama. Neytendur ættu líka að láta sig það miklu máli skipta hvaða fyrirtæki það eru sem ætla ekki að taka þátt í þeirri samstöðu sem nauðsynleg er til að halda aftur af verðhækkunum og þar með verðbólgunni í landinu, sem er okkar helsti óvinur. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðhækkana og verðbólgu. Ég hvet fólk til að nota þetta góða framtak til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun