Hlutfall kvenna lítið breyst á ári Brjánn Jónasson skrifar 13. janúar 2014 06:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Um 22 prósent aðalmanna voru konur í september 2012. Alls voru tæplega 33 þúsund fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá í desember í fyrra. Samtals sitja rúmlega 50 þúsund aðalmenn í stjórnum þessara fyrirtækja. Af þeim eru um 38.600 karlar en 11.600 konur. Konur eru mun vinsælli varamenn en aðalmenn í stjórnum. Alls eru um 33 þúsund varamenn skráðir í stjórnir íslenskra fyrirtækja, þar af rúmlega 14 þúsund konur, eða um 51 prósent. Konur voru um 10 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum árið 2009, þegar Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð efndu til sérstaks átaks til að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Þeim hefur því fjölgað verulega frá því sem þá var. Samantekt Creditinfo nær til allra fyrirtækja, en lög sem tóku gildi í september á síðasta ári gera þær kröfur að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn sé 40 prósent.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Hún segir að sú þróun sem þó hafi orðið gæti tengst því að fyrirtæki sem falli undir lögin hafi breytt samsetningu sinna stjórna. „Andrúmsloftið og vilji til verka er komið, en það átti enginn von á miklum breytingum strax. Við erum að breyta um stefnu á risavöxnu skipi og það tekur tíma,“ segir Þórdís. Hún segir vitað að stór hluti íslenskra fyrirtækja sé í eigu karlmanna, og í mörgum tilvikum séu eigendurnir einu stjórnarmennirnir. Herferðin til að auka hlut kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum beinist að stærri fyrirtækjum með fleiri stjórnarmenn og stjórnendum. Creditinfo vann samantekt fyrir Fréttablaðið í fyrra byggt á upplýsingum frá september 2012. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu milli samantekta fyrirtækisins hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað um eitt prósentustig. Með hæfilegri einföldun mætti því segja að fjölgi konum með sama hraða á næstu árum muni það taka 32 ár að koma hlutfalli kvenna í stjórnum í um það bil 50 prósent. Þegar einstakir hópar fyrirtækja eru skoðaðir má sjá að hjá Félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta í stjórnum, og eru rúmlega 54 prósent aðalmanna í stjórnum. Hlutfallið er líka talsvert yfir meðaltali hjá fyrirtækjum sem sinna fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu og rekstri veitingastaða og veitingareksturs, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Um 22 prósent aðalmanna voru konur í september 2012. Alls voru tæplega 33 þúsund fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá í desember í fyrra. Samtals sitja rúmlega 50 þúsund aðalmenn í stjórnum þessara fyrirtækja. Af þeim eru um 38.600 karlar en 11.600 konur. Konur eru mun vinsælli varamenn en aðalmenn í stjórnum. Alls eru um 33 þúsund varamenn skráðir í stjórnir íslenskra fyrirtækja, þar af rúmlega 14 þúsund konur, eða um 51 prósent. Konur voru um 10 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum árið 2009, þegar Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð efndu til sérstaks átaks til að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Þeim hefur því fjölgað verulega frá því sem þá var. Samantekt Creditinfo nær til allra fyrirtækja, en lög sem tóku gildi í september á síðasta ári gera þær kröfur að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn sé 40 prósent.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Hún segir að sú þróun sem þó hafi orðið gæti tengst því að fyrirtæki sem falli undir lögin hafi breytt samsetningu sinna stjórna. „Andrúmsloftið og vilji til verka er komið, en það átti enginn von á miklum breytingum strax. Við erum að breyta um stefnu á risavöxnu skipi og það tekur tíma,“ segir Þórdís. Hún segir vitað að stór hluti íslenskra fyrirtækja sé í eigu karlmanna, og í mörgum tilvikum séu eigendurnir einu stjórnarmennirnir. Herferðin til að auka hlut kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum beinist að stærri fyrirtækjum með fleiri stjórnarmenn og stjórnendum. Creditinfo vann samantekt fyrir Fréttablaðið í fyrra byggt á upplýsingum frá september 2012. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu milli samantekta fyrirtækisins hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað um eitt prósentustig. Með hæfilegri einföldun mætti því segja að fjölgi konum með sama hraða á næstu árum muni það taka 32 ár að koma hlutfalli kvenna í stjórnum í um það bil 50 prósent. Þegar einstakir hópar fyrirtækja eru skoðaðir má sjá að hjá Félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta í stjórnum, og eru rúmlega 54 prósent aðalmanna í stjórnum. Hlutfallið er líka talsvert yfir meðaltali hjá fyrirtækjum sem sinna fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu og rekstri veitingastaða og veitingareksturs, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira