Bíó og sjónvarp

Árni í stjórn nýs risafélags

Árni hefur verið skipaður í nýtt félag.
Árni hefur verið skipaður í nýtt félag. Fréttablaðið/pjetur
Árni Samúelsson, eigandi og stjórnarformaður Sam-Félagsins, sem er móðurfélag Sambíóanna og Samfilm, hefur verið skipaður í stjórn nýs félags sem til verður eftir samruna Cineworld Group og Cinema City Intl.

Samruninn sem er 96,3 milljarða íslenskra króna virði mun taka gildi í byrjun mars 2014. Hann mun geta af sér aðra stærstu kvikmyndahúsakeðju í Evrópu með 1.852 sýningarsali í tíu löndum, en um 250 milljón manns búa á markaðssvæðum félagsins.

Cinema City sem skráð er í kauphöll í Varsjá í Póllandi er leiðandi félag á kvikmyndahúsamarkaðnum í Evrópu og rekur kvikmyndahús víða í Evrópu.

Cineworld Group er skráð í kauphöll London og rekur kvikmyndahús undir nöfnunum Cineworld og Picturehouse og er markaðsleiðandi kvikmyndahúsakeðja í Bretlandi, Írlandi og rekur einnig kvikmyndahús í Skotlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.