Rúmfræði Hannes Pétursson skrifar 14. janúar 2014 06:00 Forundarlegt er að fylgjast með snúningum nýju ríkisstjórnarinnar, svigrúmsstjórnarinnar, kringum aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrir alþingiskosningarnar síðustu hétu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um framhald viðræðna við sambandið, kæmust þeir til valda, enda klókt til atkvæðaveiða vegna þess að í flokkunum báðum er að finna fjölmarga kjósendur hlynnta því að samningsniðurstaða liggi fyrir. En þegar þingmeirihluti þessara flokka fékkst í kosningunum og saminn hafði verið stjórnarsáttmáli gaf strokkurinn frá sér annað hljóð. Fyrirheitið um þjóðaratkvæðagreiðslu varð eins og hver annar orðaleikur. Lýðræðislega svigrúmsstjórnin hefur því ekki enn séð sér fært að gefa borgurunum lýðræðislegt svigrúm til ákvarðanatöku í ESB-málinu, enda þótt meirihluti þjóðarinnar óski þess samkvæmt skoðanakönnunum. Bæði helbláir og gallgrænir stjórnarflokkamenn staðhæfa raunar að í alþingiskosningunum sjálfum hafi þjóðin afráðið að slíta aðildarviðræðum við ESB að fullu og öllu. Það eru að vísu falsrök. En setjum sem svo að það væri rétt, hvað dvelur þá Orminn langa, hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki nú þegar afturkallað umsóknina? Hefur hún kannski ekki bein í nefi til þess? Ríkisstjórnin áræddi hvorki annað né meira en að gera fortakslausara hlé á viðræðunum en verið hafði um sinn, viðræðum við ríkjasamband sem hún í öðru orðinu segist hatast við, nýtur þó áfram góðs af öllu því pólitíska brautryðjendastarfi Evrópumanna sem liggur til grundvallar innri markaði ESB. Enda þótt svigrúmsstjórnin sjái hvorki svigrúm til að halda aðildarviðræðum áfram né að efna til áðurnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu áleit hún sig hafa fullt svigrúm til að krefja ESB um milljónir á milljónir ofan í styrki (IPA), bundna aðildarviðræðum. Yfir alla þessa grautargerð samanlagða slær formaður fjárlaganefndar Alþingis mildum ljóma sem betur fer, hin rósfingraða morgungyðja Framsóknar, Móamanna og Heimssýnarfólksins. Svigrúm forsætisráðherrans til skuldaleiðréttingar handa „heimilunum í landinu“ dróst saman um sirka þrjá fjórðu hluta milli kosningabaráttunnar og haustsins sem í hönd fór. Skítt með það, stóra svigrúmið hafði þjónað vel tilgangi sínum á atkvæðaveiðunum. Það sem andstæðingarnir héldu fram fyrir kosningar reyndist nú laukrétt, svigrúm allra svigrúma gat aldrei orðið neitt í líkingu við það sem lofað hafði verið statt og stöðugt. Svigrúmið í ESB-málinu varð hins vegar að alls engu. Samt sem áður vísaði ríkisstjórnin því til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þar fengi það akademískt yfirbragð. Nú sem stendur brýtur sú stofnun, í umboði stjórnvalda, heilann um þetta þrotna svigrúm og mun skila niðurstöðu sinni hvað úr hverju. Hagfræðingastéttin er alls góðs makleg. En seint verður sagt að innan hennar líti allir sömu augum á silfrið frekar en gerist og gengur um aðra menn, hvað svo sem verða kann um svigrúmsrannsóknirnar í Hákóla Íslands. Eiginlega er leitun meðal akademískra greina að þrálátari sundurþykkju um leiðir og markmið en einmitt í hagvísindum. Nýlegt dæmi um þetta er hrópandi: Þegar Grikkir höfðu spilað botninn úr buxunum enn einu sinni, nú komnir í evrusamstarfið, voru sex, ef ekki sjö, ofurhagfræðingar frá jafn mörgum löndum beðnir um rökstutt álit sitt á því til hvaða ráða vænlegast væri að grípa í skuldakreppu gríska ríkisins. Þeir lögðust undir feld hver á sínum stað. En þegar úrræðunum var skilað reyndust þau eins sundurleit og mennirnir voru margir. Sumir hinna nafntoguðu ofurhagfræðinga standa í stórbisniss í þágu fjárfesta. Einn þeirra er Nouriel Roubini (í uppáhaldi hjá Móamönnum). Hann rambaði á að segja fyrir um bankakreppuna á Wall Street árið 2008, kreppuna sem send var þaðan heiminum með beztu kveðju, og hefur síðan ekki látið af að spá og spá eins og sjálfur Jesaja. Fyrri part sumars 2012 fór Roubini stað úr stað í Evrópu líkur hlaupadýri, þefaði víða og sannfærðist um fall evrukerfisins innan fárra daga. Hann ráðlagði áhættufjárfestinum John Paulson eindregið að veðja á hrun evrunnar. Paulson lét ekki segja sér það tvisvar og veðjaði. En það var evran sem ekki hrundi og er um þessar mundir fastari fyrir en nokkru sinni, var á síðastliðnu ári styrkust allra hinna alþjóðlegu mynta. Paulson tapaði hrikalega (einnig Soros gamli á sömu forsendum) og viðurkenndi eftir á að hafa „mislesið“ evrópska pólitík. Roubini hafði nefnilega allur verið í kauphallarhvískrinu, vissi auðvitað ekkert hvað Merkel, Mario Draghi og fleiri hugsuðu. Af Paulson er það annars að frétta að í júní síðastliðnum keypti hann kröfur á Glitni að upphæð 229 milljónir dollara. Nú er eftir að vita hvort spádómssaugun í N. Roubini urðu leiðarljós Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hún velti fyrir sér lífi og dauða evrunnar. Það hlýtur að koma fram í væntanlegri svigrúmsskýrslu frá hennar hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forundarlegt er að fylgjast með snúningum nýju ríkisstjórnarinnar, svigrúmsstjórnarinnar, kringum aðildarumsókn Íslands að ESB. Fyrir alþingiskosningarnar síðustu hétu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um framhald viðræðna við sambandið, kæmust þeir til valda, enda klókt til atkvæðaveiða vegna þess að í flokkunum báðum er að finna fjölmarga kjósendur hlynnta því að samningsniðurstaða liggi fyrir. En þegar þingmeirihluti þessara flokka fékkst í kosningunum og saminn hafði verið stjórnarsáttmáli gaf strokkurinn frá sér annað hljóð. Fyrirheitið um þjóðaratkvæðagreiðslu varð eins og hver annar orðaleikur. Lýðræðislega svigrúmsstjórnin hefur því ekki enn séð sér fært að gefa borgurunum lýðræðislegt svigrúm til ákvarðanatöku í ESB-málinu, enda þótt meirihluti þjóðarinnar óski þess samkvæmt skoðanakönnunum. Bæði helbláir og gallgrænir stjórnarflokkamenn staðhæfa raunar að í alþingiskosningunum sjálfum hafi þjóðin afráðið að slíta aðildarviðræðum við ESB að fullu og öllu. Það eru að vísu falsrök. En setjum sem svo að það væri rétt, hvað dvelur þá Orminn langa, hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki nú þegar afturkallað umsóknina? Hefur hún kannski ekki bein í nefi til þess? Ríkisstjórnin áræddi hvorki annað né meira en að gera fortakslausara hlé á viðræðunum en verið hafði um sinn, viðræðum við ríkjasamband sem hún í öðru orðinu segist hatast við, nýtur þó áfram góðs af öllu því pólitíska brautryðjendastarfi Evrópumanna sem liggur til grundvallar innri markaði ESB. Enda þótt svigrúmsstjórnin sjái hvorki svigrúm til að halda aðildarviðræðum áfram né að efna til áðurnefndrar þjóðaratkvæðagreiðslu áleit hún sig hafa fullt svigrúm til að krefja ESB um milljónir á milljónir ofan í styrki (IPA), bundna aðildarviðræðum. Yfir alla þessa grautargerð samanlagða slær formaður fjárlaganefndar Alþingis mildum ljóma sem betur fer, hin rósfingraða morgungyðja Framsóknar, Móamanna og Heimssýnarfólksins. Svigrúm forsætisráðherrans til skuldaleiðréttingar handa „heimilunum í landinu“ dróst saman um sirka þrjá fjórðu hluta milli kosningabaráttunnar og haustsins sem í hönd fór. Skítt með það, stóra svigrúmið hafði þjónað vel tilgangi sínum á atkvæðaveiðunum. Það sem andstæðingarnir héldu fram fyrir kosningar reyndist nú laukrétt, svigrúm allra svigrúma gat aldrei orðið neitt í líkingu við það sem lofað hafði verið statt og stöðugt. Svigrúmið í ESB-málinu varð hins vegar að alls engu. Samt sem áður vísaði ríkisstjórnin því til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þar fengi það akademískt yfirbragð. Nú sem stendur brýtur sú stofnun, í umboði stjórnvalda, heilann um þetta þrotna svigrúm og mun skila niðurstöðu sinni hvað úr hverju. Hagfræðingastéttin er alls góðs makleg. En seint verður sagt að innan hennar líti allir sömu augum á silfrið frekar en gerist og gengur um aðra menn, hvað svo sem verða kann um svigrúmsrannsóknirnar í Hákóla Íslands. Eiginlega er leitun meðal akademískra greina að þrálátari sundurþykkju um leiðir og markmið en einmitt í hagvísindum. Nýlegt dæmi um þetta er hrópandi: Þegar Grikkir höfðu spilað botninn úr buxunum enn einu sinni, nú komnir í evrusamstarfið, voru sex, ef ekki sjö, ofurhagfræðingar frá jafn mörgum löndum beðnir um rökstutt álit sitt á því til hvaða ráða vænlegast væri að grípa í skuldakreppu gríska ríkisins. Þeir lögðust undir feld hver á sínum stað. En þegar úrræðunum var skilað reyndust þau eins sundurleit og mennirnir voru margir. Sumir hinna nafntoguðu ofurhagfræðinga standa í stórbisniss í þágu fjárfesta. Einn þeirra er Nouriel Roubini (í uppáhaldi hjá Móamönnum). Hann rambaði á að segja fyrir um bankakreppuna á Wall Street árið 2008, kreppuna sem send var þaðan heiminum með beztu kveðju, og hefur síðan ekki látið af að spá og spá eins og sjálfur Jesaja. Fyrri part sumars 2012 fór Roubini stað úr stað í Evrópu líkur hlaupadýri, þefaði víða og sannfærðist um fall evrukerfisins innan fárra daga. Hann ráðlagði áhættufjárfestinum John Paulson eindregið að veðja á hrun evrunnar. Paulson lét ekki segja sér það tvisvar og veðjaði. En það var evran sem ekki hrundi og er um þessar mundir fastari fyrir en nokkru sinni, var á síðastliðnu ári styrkust allra hinna alþjóðlegu mynta. Paulson tapaði hrikalega (einnig Soros gamli á sömu forsendum) og viðurkenndi eftir á að hafa „mislesið“ evrópska pólitík. Roubini hafði nefnilega allur verið í kauphallarhvískrinu, vissi auðvitað ekkert hvað Merkel, Mario Draghi og fleiri hugsuðu. Af Paulson er það annars að frétta að í júní síðastliðnum keypti hann kröfur á Glitni að upphæð 229 milljónir dollara. Nú er eftir að vita hvort spádómssaugun í N. Roubini urðu leiðarljós Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands þegar hún velti fyrir sér lífi og dauða evrunnar. Það hlýtur að koma fram í væntanlegri svigrúmsskýrslu frá hennar hendi.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun