Borðaði hálfeldað pasta á suðurskautinu á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2014 11:30 Halla og Harry skemmtu sér konunglega í ferðinni. Myndir/Einkasafn „Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“ Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Það er aldrei gefið að maður nái toppnum en maður getur verið heppinn og heppnin felst í því að veðrið sé eins og best verður á kosið,“ segir leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir. Hún komst á topp Vinson Massif, hæsta tind Suðurskautslandsins, ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, og pólfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur um jólin, en þau þrjú voru saman í teymi í leiðangrinum. „Þegar við vorum að ná toppnum var veðrið orðið svolítið slæmt og leiðsögumaðurinn sagði að það væri tvísýnt hvort við kæmumst alla leið. Það var náttúrulega frábært að komast á toppinn.“ Halla eyddi jólunum á Suðurskautslandinu og upplifði öðru vísi aðfangadagskvöld en hún er vön. „Á jólunum borðaði ég hálfeldað pasta upp úr stálskál sem var ekki búið að þvo í viku. Þetta borðaði ég með tæki sem er kallað „spork“ og er bæði skeið og gaffall úr plasti. Með þessu drakk ég bráðinn snjó úr plastflösku sem var ekki heldur búið að þvo í viku. Sá sem aðstoðaði mig við matargerðina var ekki búinn að fara í sturtu síðan 4. nóvember. Um nóttina svaf ég í frosnum svefnpoka í frosnu tjaldi. Þetta voru kannski ekki þægilegustu jólin en ef þetta hefði komið mér á óvart væri ég óttalegur kjáni,“ segir Halla með bros á vör. Henni fannst magnað að koma í þessa óbyggðu heimsálfu. „Það var skrítið. Óbyggð heimsálfa sem pabbi sagði mér frá þegar ég var lítil en ég ætlaði aldrei að fara þangað. Fegurðin þarna er óviðjafnanleg. Það er allt mjög hvítt, fínt og hreint og það snjóar minna en maður heldur.“ Vinson Massif er þriðji tindurinn sem Halla gengur á á einu ári og fyrir ferðina á suðurskautið var hún búin að ná toppnum á Aconcagua í Suður-Ameríku og Kilimanjaro í Afríku. Hún flaug heim til Íslands eftir að hafa náð tindinum á Vinson Massif og eyddi restinni af jólafríinu hér. Í síðustu viku flaug hún síðan til London þar sem hún er búsett en er ekki byrjuð að skipuleggja næstu ferð. „Á Suðurskautslandinu kynntist ég mörgu frábæru og mögnuðu fólki sem var búið að gera ýmislegt. Þá auðvitað vaknaði áhugi en það er erfitt að ákveða hvað kemur næst. Ég tek bara einn tind í einu. Ég er ekki með neitt markmið, þetta er bara skemmtilegt áhugamál.“ Í London tekur svo hversdagsleikinn við. „Ég er með nokkur bókuð verkefni, til dæmis auglýsingu fyrir amerískan linsuframleiðanda og tvö snyrtivörufyrirtæki. Ég er að vinna að kvikmynd sem er ekki víst hvenær fer í tökur. Það er mjög spennandi verkefni sem ég má ekki segja meira frá að svo stöddu.“
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“