Stelpan Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 15. janúar 2014 06:00 „Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
„Ég varð að hitta á stelpuna,“ sagði ágætur miðaldra samstarfsmaður við mig í vikunni á fundi. Stelpan í þessu tilfelli var ég, 41 árs gamall aðstoðarmaður ráðherra sem daglega sinnir ýmsum óhefðbundnum stelpumálum, þ.e. samgöngumálum, dómsmálum, löggæslumálum, innflytjendamálum, kirkjumálum o.fl. Stelpan er með 20 ára reynslu úr atvinnulífi, fyrirtækjarekstri og stjórnmálum, tvær háskólagráður og á tvö börn. Nú er ekki endilega slæmt að vera stelpan, myndu sumir segja, komin þetta á miðjan aldur. Ætti ég kannski að vera upp með mér?Stillum radarinn rétt Nei, það er ekki gott að vera kölluð stelpan í starfsumhverfi sínu. Í orðinu felast skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa. Tími þeirra er ekki kominn, þær eru jú bara stelpur, þær þurfa að öðlast meiri reynslu og jafnvel mennta sig betur. Í orðinu felst áminning um að haga sér vel og halda sig til hlés. Þar sem ég vil láta að mér kveða, hafa áhrif og gera samfélagið betra, afþakka ég pent að láta kalla mig stelpu hér eftir.Velji orð sín vel Ég ætla þessum samstarfsmanni mínum ekkert illt, viðkomandi ætlaði líklega ekki að gera lítið úr mér, þvert á móti. Hins vegar óska ég að hann og aðrir velji orðin sín vel. Merking þeirra og skírskotun er því miður svo rótgróin í menningu okkar og hugsun að við tökum ekki sjálf eftir því þegar við segjum eitthvað hjákátlegt sem setur konur niður. Ég stend sjálfa mig oft að slíkum rótgrónum kynjamisréttishugsunum. Lykilatriðið er að taka eftir að maður geri þessi mistök og breyti í rétta átt, stilli radarinn rétt.Veljum konur í forystusætiNú eru fjölmargar mætar konur að bjóða sig fram á framboðlista stjórnmálaflokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningar. Veljum þær í forystusæti, stillum radarinn rétt og minnum okkur og aðra á að konur eru 50% þjóðarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt að þær komi að ákvarðanatöku og stefnumótun í sveitarstjórnum í efstu sætum listanna.Stelpan biður að heilsaÖll hljótum við að vera sammála um það að sá hópur sem valinn er til forystu þarf að endurspegla það samfélag sem við búum í til þess að þjóna því sem allra best. Munum að ungar konur og já, konur á miðjum aldri eru meira en stelpur – þær búa yfir gríðarlegri reynslu, þekkingu og menntun sem samfélagið hefur ekki efni á að nýta ekki. Og kæri samstarfsmaður – stelpan biður að heilsa!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun