Innlyksa í auglýsingabransanum í 20 ár Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. janúar 2014 09:00 Einar Gunn tók upp nafnið eftir að hafa gefist upp á því að kenna Könum að bera fram eftirnafn sitt. MYND/Úr einkasafni „Það hefur enginn leikari neitt upp úr neinu. Nema að maður sé Tom Cruise,“ segir Einar Gunn, leikari, léttur í bragði en hann leikur hlutverk prestsins í sjónvarpsþættinum The Michael J Fox Show sem sýndur verður á Stöð 2 annað kvöld. „Ég leik prest sem stendur fólk að því að vera að gera eitthvað af sér í söfnun á matvöru fyrir bágstadda. Þetta er þakkargjörðar-þátturinn þeirra,“ segir Einar, en lætur ekki meira uppi. „Þetta er ósköp lítið hlutverk – en ég vona auðvitað að það verði að einhverju meiru,“ bætir Einar við. „Ég flutti til Bandaríkjanna árið 1985 og fór í Parsons School of Design. Ég varð innlyksa í auglýsingabransanum í rúm tuttugu ár þangað til að mér var loksins sagt upp eftir einum of margar sameiningar á fyrirtækum. Ég hafði lifað margar af, en þarna var komið að mér,“ segir Einar og hlær. „Þannig datt ég óvart út í leiklist og er búin að vera að vinna við þetta í sex ár,“ heldur hann áfram.Einar Gunn ásamt leikaranum Wendell Pierce og fleiri myndir af tökustað.MYND/Úr einkasafniHann er þó ekki alveg hættur í auglýsingabransanum. „Ég vinn einhver verkefni heiman frá mér, en annars er ég svo vel giftur að eiginkona mín sér fyrir mér,“ bætir Einar við og hlær, en hún starfar sem fjármálastjóri í fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í því að flytja íslenskan fisk til Bandaríkjanna. Einar hefur þó leikið talsvert á þessum sex árum og lék til að mynda í sýningu sem var sýnd á Broadway og heitir A Man for All Seasons. Auk þess hefur hann leikið í internet-seríunni Pioneer One, og The Men Who Built America á History Channel. „Hlutverkið á Broadway var algjört glópalán,“ segir Einar, kíminn, en bætir við að lokum að Íslendingar gætu helst þekkt hann sem Grillgoðann úr grillauglýsingum Goða. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
„Það hefur enginn leikari neitt upp úr neinu. Nema að maður sé Tom Cruise,“ segir Einar Gunn, leikari, léttur í bragði en hann leikur hlutverk prestsins í sjónvarpsþættinum The Michael J Fox Show sem sýndur verður á Stöð 2 annað kvöld. „Ég leik prest sem stendur fólk að því að vera að gera eitthvað af sér í söfnun á matvöru fyrir bágstadda. Þetta er þakkargjörðar-þátturinn þeirra,“ segir Einar, en lætur ekki meira uppi. „Þetta er ósköp lítið hlutverk – en ég vona auðvitað að það verði að einhverju meiru,“ bætir Einar við. „Ég flutti til Bandaríkjanna árið 1985 og fór í Parsons School of Design. Ég varð innlyksa í auglýsingabransanum í rúm tuttugu ár þangað til að mér var loksins sagt upp eftir einum of margar sameiningar á fyrirtækum. Ég hafði lifað margar af, en þarna var komið að mér,“ segir Einar og hlær. „Þannig datt ég óvart út í leiklist og er búin að vera að vinna við þetta í sex ár,“ heldur hann áfram.Einar Gunn ásamt leikaranum Wendell Pierce og fleiri myndir af tökustað.MYND/Úr einkasafniHann er þó ekki alveg hættur í auglýsingabransanum. „Ég vinn einhver verkefni heiman frá mér, en annars er ég svo vel giftur að eiginkona mín sér fyrir mér,“ bætir Einar við og hlær, en hún starfar sem fjármálastjóri í fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í því að flytja íslenskan fisk til Bandaríkjanna. Einar hefur þó leikið talsvert á þessum sex árum og lék til að mynda í sýningu sem var sýnd á Broadway og heitir A Man for All Seasons. Auk þess hefur hann leikið í internet-seríunni Pioneer One, og The Men Who Built America á History Channel. „Hlutverkið á Broadway var algjört glópalán,“ segir Einar, kíminn, en bætir við að lokum að Íslendingar gætu helst þekkt hann sem Grillgoðann úr grillauglýsingum Goða.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira