Lífið

Le Corbusier-stólar í nytjagámi Sorpu

Ugla Egilsdóttir skrifar
Le Corbusier-stólar í Góða hirðinum.
Le Corbusier-stólar í Góða hirðinum. Mynd/Einkasafn
Tveir stólar frá hönnuðinum Le Corbusier rötuðu í nytjagám Sorpu og eru til sölu í Góða hirðinum.

„Húsgagnaverslunin Casa selur sömu stóla með leðuráklæði, en stólarnir sem við fengum eru með strigaáklæði.

Í Cösu kosta stólarnir 412 þúsund krónur stykkið með leðuráklæði.

Ég geri ráð fyrir því að strigaáklæðið sé ódýrara en leðrið, en þetta eru samt sem áður verðmætir stólar,“ segir Aðalsteinn Atli Guðmundsson, starfsmaður Góða hirðisins. 

Aðalsteinn er starfsmaður Góða hirðisins.Mynd/Einkasafn
Í Góða hirðinum kostar stykkið 95 þúsund krónur. 

„Þeir eru þó ekki í versluninni, heldur baksviðs inni á lager til að forða þeim frá sliti og kaffislettum í verslunarrýminu,“ segir Aðalsteinn.

„Við vitum ekki hvort einhver var mjög rausnarlegur af ásettu ráði, eða hvort þetta var gefið án meðvitundar um virði stólanna.“

Le Corbusier var frægur mubluhönnuður.

„Hann hannaði stólana árið 1928. Hönnunin er frá þeim tíma, en þessi eintök voru framleidd einhvern tímann eftir 1970.

Þeir eru stimplaðir af fyrirtækinu Cassina, sem er með framleiðslurétt á stólunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.