Lífið

Roðna þegar ég mæti Dóra Gylfa baksviðs

Marín Manda skrifar
Sigga Eyrún
Sigga Eyrún Mynd/Lárus Sigurðsson
Nafn? Sigga Eyrún (Sigríður Eyrún Friðriksdóttir)

Aldur? Fer eftir því hvað þú ert að biðja mig um að gera

Starf? Söngkona/Leikkona

Hvern faðmaðir þú síðast?

Kalla, kærastann minn.

En kysstir?

Kalla, kærastann minn.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?

Hrund, vinkona mín, með fallegu heimatilbúnu jólagjöfina sem hún og sonur hennar bjuggu til handa mér og dóttur minni.

Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi?

Að virða ekki frítíma minn.

Ertu hörundsár?

Já, stundum.

Dansarðu þegar enginn sér til?

Meira svona þegar allir sjá til.

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig?

Þegar ég flæktist í kjólnum mínum og datt fram af sviðinu í Mary Poppins á æfingu með áhorfendum. Dóttir mín var í salnum og er dugleg að segja frá því.

Hringirðu stundum í vælubílinn?

Nei. Bara þegar einhver ætlar að láta mig hlaupa, þá sérstaklega úti.

Tekurðu strætó?

Ekki mikið, nei.

Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag?

Ég eyði ekki miklum tíma á Facebook, hinsvegar nota ég Facebook heilmikið vegna vinnunnar. Ætli eyðslan sé ekki svona ein klukkustund á dag að meðaltali.

Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Jamm, í hvert skipti sem ég mæti Dóra Gylfa baksviðs fer ég hjá mér og roðna og segi bara einhverja vitleysu.

Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig?

Ég get troðið hnefanum upp í munninn á mér.

Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Fara út að hlaupa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.