Lífið

Skapandi bollakökunámskeið fyrir börn

Marín Manda skrifar
Krakkarnir voru himinlifandi eftir námskeiðið með bollakökurnar sínar.
Krakkarnir voru himinlifandi eftir námskeiðið með bollakökurnar sínar.
Gotterí og gersemar halda skemmtileg og hugmyndarík námskeið fyrir ungu kynslóðina.

„Barna- og unglinganámskeiðin eru fyrir alla unga áhugamenn um kökuskreytingar frá 8 ára aldri. Á bollakökunámskeiðunum er farið yfir baksturstækni, leiðbeiningar í smjörkremsgerð og mismunandi stífleika á kremi fyrir margvíslegt skraut,“ segir Berglind Hreiðarsdóttir sem rekur Gotterí og gersemar.

Fyrstu námskeiðin hafa lofað góðu og segir hún börnin hafa verið himinlifandi með afraksturinn. Berglind segir að á bollakökunámskeiðunum sé einnig farið yfir hvernig lita skal krem og gera tvílitt. Kennd er notkun á pokum og stútum ásamt spraututækni fyrir einfaldar og fallegar skreytingar.

„Þar sem börn og unglingar eru yfirleitt með hugmyndaflugið í lagi er leyfilegt að leika sér með hráefnið að vild og skreyta kökur eftir eigin höfði. Í lok námskeiðs fá allir að taka kökurnar sínar með heim til að deila með fjölskyldu og vinum, ef þeir tíma því.“

Meðfylgjandi myndir voru teknar á bollakökunámskeiði sem haldið var í lok árs. Nánari upplýsingar á gotteri@gotteri.is

Stelpurnar voru duglegar að skreyta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.