„Það er glatað að eldast“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 08:30 Páll hefur verið duglegur í ræktinni síðustu þrjú ár. Fréttablaðið/Vilhelm „Mér líður þokkalega. Ég er aðeins farinn að velta fyrir mér dauðanum en ekkert alvarlega. Það er samt frekar glatað að eldast. Ég reyni bara að anda djúpt enda ekkert við þessu að gera,“ segir söngvarinn Páll Rósinkrans. Þessi hæfileikaríki tónlistarmaður er fertugur í dag og býður nánustu fjölskyldu í kaffi. „Ég býð fjölskyldunni í kökusneið og mjólkurglas í dag. Ég pantaði einhverja tertu hjá Tertugalleríi Myllunnar. Ég treysti mér ekki til að baka hana sjálfur því ég hreinlega nenni ekki að standa í því.“ Páll státar af farsælum ferli í tónlistinni og sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe sem gaf út þrjár plötur á árunum 1992 til 1994. Síðari ár hefur hann haft nóg að gera á sólóferli sínum. „Ég vinn við það að syngja og er búinn að gera það eingöngu í fimmtán ár. Maður er eins og jólasveinninn – mætir bara þegar maður er pantaður. Ætli það sé ekki plata í bígerð hjá mér og kannsi „Best of“ líka. Það er alltaf nóg af hugmyndum en spurning hvað gerist. Stundum er best að gera ekki neitt,“ segir Páll. „Ég kannski fer aðeins yfir lífshlaupið á þessum tímamótum, horfi til baka og hvað ég ætla að gera næst. Það er ýmislegt sem stendur upp úr en ég rifja það ekki allt saman upp hér. Það eru margar sögur og margt sem hefur gerst á ferlinum. Það er efni í heila bók,“ segir Páll en efast um að sú bók muni líta dagsins ljós. „Ég er nú lítið hrifinn af því að nota einhverjar sögur á gráu svæði og skandala til að selja bækur og eintök. Það er ekki alveg minn stíll.“ Páll tók sig til og breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og er mjög duglegur að hreyfa sig. „Ég er í nokkuð góðu formi núna. Ég gerði samning við sjálfan mig um að byrja að mæta og vera flottur. Enda er maður ekkert að yngjast eins og þetta viðtal gefur til kynna.“ Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Mér líður þokkalega. Ég er aðeins farinn að velta fyrir mér dauðanum en ekkert alvarlega. Það er samt frekar glatað að eldast. Ég reyni bara að anda djúpt enda ekkert við þessu að gera,“ segir söngvarinn Páll Rósinkrans. Þessi hæfileikaríki tónlistarmaður er fertugur í dag og býður nánustu fjölskyldu í kaffi. „Ég býð fjölskyldunni í kökusneið og mjólkurglas í dag. Ég pantaði einhverja tertu hjá Tertugalleríi Myllunnar. Ég treysti mér ekki til að baka hana sjálfur því ég hreinlega nenni ekki að standa í því.“ Páll státar af farsælum ferli í tónlistinni og sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe sem gaf út þrjár plötur á árunum 1992 til 1994. Síðari ár hefur hann haft nóg að gera á sólóferli sínum. „Ég vinn við það að syngja og er búinn að gera það eingöngu í fimmtán ár. Maður er eins og jólasveinninn – mætir bara þegar maður er pantaður. Ætli það sé ekki plata í bígerð hjá mér og kannsi „Best of“ líka. Það er alltaf nóg af hugmyndum en spurning hvað gerist. Stundum er best að gera ekki neitt,“ segir Páll. „Ég kannski fer aðeins yfir lífshlaupið á þessum tímamótum, horfi til baka og hvað ég ætla að gera næst. Það er ýmislegt sem stendur upp úr en ég rifja það ekki allt saman upp hér. Það eru margar sögur og margt sem hefur gerst á ferlinum. Það er efni í heila bók,“ segir Páll en efast um að sú bók muni líta dagsins ljós. „Ég er nú lítið hrifinn af því að nota einhverjar sögur á gráu svæði og skandala til að selja bækur og eintök. Það er ekki alveg minn stíll.“ Páll tók sig til og breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og er mjög duglegur að hreyfa sig. „Ég er í nokkuð góðu formi núna. Ég gerði samning við sjálfan mig um að byrja að mæta og vera flottur. Enda er maður ekkert að yngjast eins og þetta viðtal gefur til kynna.“
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira