Smullu saman í eldhúsinu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. janúar 2014 10:00 Vigdís Másdóttir og Viðar Reynisson deila mikilli ástríðu fyrir mat. vísir/valli Vigdís Másdóttir, leikkona og ástríðukokkur, hitti fyrir jafnoka sinn í eldhúsinu þegar Viðar Reynisson giftist inn í fjölskylduna. Saman hafa þau kokkað í boðum og gefa hér lesendum uppskrift að fingramat. Við deilum mikilli matarástríðu, ég og mágur minn, og smullum strax saman í eldhúsinu þegar hann giftist litlu systur minni. Við höfum tekið að okkur veisluþjónustu í fjölskylduboðum og höfum meira að segja rætt um að fara út í bissness,“ segir Vigdís Másdóttir, leikkona og matgæðingur, en hún og mágur hennar, Viðar Reynisson, gefa lesendum Fólks uppskrift að Empanadas. „Ég var au-pair í Bandaríkjunum og Viðar skiptinemi í Venesúela. Empanadas er cheddar-ostur og beikon í brauði en í Bandaríkjunum eru notaðar kartöflur til að gera klatta eða bollur en maísbrauð í Venesúela. Þetta er frábær fingramatur. Með þessu er höfð salsasósa og svo skelltum við í ákaflega ferskan drykk sem bæði má drekka beint eða setja smá romm út í, ef maður er í stuði.“Kartöflubollur með osti og beikoni í raspi 1 kíló kartöflur (soðnar og skrældar) 150 g rifinn cheddar-ostur 150 g rifinn svartur gouda 150 g rifinn parmesan 4 msk. rjómi 3 egg salt og pipar eftir smekk brauðraspur (heimatilbúinn, helst úr hvítu brauði) olía til steikingarKartöflum er stappað saman við ostana, rjómann og eitt egg. Blandan má ekki vera of blaut þá haldast bollurnar ekki saman (getið þykkt með hveiti).Gerið litlar kúlur úr deiginu. Hrærið hin tvö eggin saman við vatn og rúllið bollunum í eggjunum og svo í raspnum og steikið á pönnu. Látið pappír á disk og leyfið bollunum að jafna sig í smá stund.Empanadas með cheddar- og bacon-fyllinguUppskriftin inniheldur foreldað hvítt maísmjöl en hægt er að nálgast slíkt mjöl undir vörumerkinu P.A.N. í versluninni Austurlenskar matvörur í Brautarholti. Innihald 3 þykkar beikonsneiðar 200 g cheddar-ostur 6 dl foreldað hvítt maísmjöl (P.A.N. eða Masarepa) 1 msk. salt 7 dl. vatn 2 msk. matarolía Chili-duft á hnífsoddi Jurtaolía til steikingar, t.d. Canola AðferðSteikið beikonsneiðar þar til þær eru orðnar nokkuð stökkar, saxið niður í litla strimla og setjið til hliðar. Rífið niður cheddar-ost og setjið einnig til hliðar. Setjið vatn, matarolíu og chili-duft í pott og náið upp suðu. Blandið maísmjöli og salti saman í skál. Hellið vatnsblöndunni út í miðja skálina í nokkrum skömmtum og blandið sífellt meiru af mjölinu saman við blautt deigið. Þegar deigið er tilbúið setjið þá plastfilmu eða lok yfir skálina, án þess að loka henni alveg.Leggið plast á borðið, deigblöndu þar ofan á og annað lag af plasti yfir. Þrýstið deiginu niður og fletjið út með kökukefli þar til það er orðið 3-5 mm þykkt. Finnið þá hringlaga skál sem er 8-15 cm að þvermáli, og þrýstið niður líkt og þið séuð að skera út piparkökur. Takið efra plastið frá og setjið hæfilegt magn af cheddar og beikoni út frá miðjum bökunum. Því næst er flett upp á neðra plastið til að loka einni böku í einu og úr verða hálfmánar. Þrýstið á jaðrana, í gegnum plastið svo bökur lokist örugglega. Steikið bökur því næst á báðum hliðum upp úr mikilli olíu þar til þær eru orðnar gullinbrúnar.Salsa2 dósir niðursoðnir hakkaðir tómatar (látið allan vökva renna af) 6 cm (u.þ.b.) af gúrku (skafið fræin úr til að minnka vökvann) 1 chili 1 kínverskur hvítlaukur handfylli ferskt kóríander 1 appelsínugul papríka 1 stilkur af selleríi Safi úr 1 lime salt og pipar eftir smekkHakkið hvert hráefni fyrir sig og reynið að ná sem mestum vökva frá. Blandið saman í skál og látið standa í klukkustund svo hráefnin „gerjist“ saman.Límonaði með granatfræjum og myntu Simple síróp með myntu og lime Simple síróp Granatepli Sódavatn Hvítt romm (má sleppa) mulinn klaki myntulauf til að skreytaSjóðið saman 50/50 sykur og vatn. Setjið sírópið í glerflösku og 4 stilka af myntu með blöðunum út í sírópið og börk af einu lime. Látið standa yfir nótt. Fræin úr granateplinu eru lögð í hreint simple síróp í tvo tíma. 1 msk. af granateplafræjum í hvert glas mulinn klaki 1/3 myntu og lime-síróp (úr flöskunni) Sjúss af hvítu rommi (ef romminu er sleppt er bara meira sódavatn í staðinn) Fyllt með sódavatni Skreytt með einu myntublaði Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Vigdís Másdóttir, leikkona og ástríðukokkur, hitti fyrir jafnoka sinn í eldhúsinu þegar Viðar Reynisson giftist inn í fjölskylduna. Saman hafa þau kokkað í boðum og gefa hér lesendum uppskrift að fingramat. Við deilum mikilli matarástríðu, ég og mágur minn, og smullum strax saman í eldhúsinu þegar hann giftist litlu systur minni. Við höfum tekið að okkur veisluþjónustu í fjölskylduboðum og höfum meira að segja rætt um að fara út í bissness,“ segir Vigdís Másdóttir, leikkona og matgæðingur, en hún og mágur hennar, Viðar Reynisson, gefa lesendum Fólks uppskrift að Empanadas. „Ég var au-pair í Bandaríkjunum og Viðar skiptinemi í Venesúela. Empanadas er cheddar-ostur og beikon í brauði en í Bandaríkjunum eru notaðar kartöflur til að gera klatta eða bollur en maísbrauð í Venesúela. Þetta er frábær fingramatur. Með þessu er höfð salsasósa og svo skelltum við í ákaflega ferskan drykk sem bæði má drekka beint eða setja smá romm út í, ef maður er í stuði.“Kartöflubollur með osti og beikoni í raspi 1 kíló kartöflur (soðnar og skrældar) 150 g rifinn cheddar-ostur 150 g rifinn svartur gouda 150 g rifinn parmesan 4 msk. rjómi 3 egg salt og pipar eftir smekk brauðraspur (heimatilbúinn, helst úr hvítu brauði) olía til steikingarKartöflum er stappað saman við ostana, rjómann og eitt egg. Blandan má ekki vera of blaut þá haldast bollurnar ekki saman (getið þykkt með hveiti).Gerið litlar kúlur úr deiginu. Hrærið hin tvö eggin saman við vatn og rúllið bollunum í eggjunum og svo í raspnum og steikið á pönnu. Látið pappír á disk og leyfið bollunum að jafna sig í smá stund.Empanadas með cheddar- og bacon-fyllinguUppskriftin inniheldur foreldað hvítt maísmjöl en hægt er að nálgast slíkt mjöl undir vörumerkinu P.A.N. í versluninni Austurlenskar matvörur í Brautarholti. Innihald 3 þykkar beikonsneiðar 200 g cheddar-ostur 6 dl foreldað hvítt maísmjöl (P.A.N. eða Masarepa) 1 msk. salt 7 dl. vatn 2 msk. matarolía Chili-duft á hnífsoddi Jurtaolía til steikingar, t.d. Canola AðferðSteikið beikonsneiðar þar til þær eru orðnar nokkuð stökkar, saxið niður í litla strimla og setjið til hliðar. Rífið niður cheddar-ost og setjið einnig til hliðar. Setjið vatn, matarolíu og chili-duft í pott og náið upp suðu. Blandið maísmjöli og salti saman í skál. Hellið vatnsblöndunni út í miðja skálina í nokkrum skömmtum og blandið sífellt meiru af mjölinu saman við blautt deigið. Þegar deigið er tilbúið setjið þá plastfilmu eða lok yfir skálina, án þess að loka henni alveg.Leggið plast á borðið, deigblöndu þar ofan á og annað lag af plasti yfir. Þrýstið deiginu niður og fletjið út með kökukefli þar til það er orðið 3-5 mm þykkt. Finnið þá hringlaga skál sem er 8-15 cm að þvermáli, og þrýstið niður líkt og þið séuð að skera út piparkökur. Takið efra plastið frá og setjið hæfilegt magn af cheddar og beikoni út frá miðjum bökunum. Því næst er flett upp á neðra plastið til að loka einni böku í einu og úr verða hálfmánar. Þrýstið á jaðrana, í gegnum plastið svo bökur lokist örugglega. Steikið bökur því næst á báðum hliðum upp úr mikilli olíu þar til þær eru orðnar gullinbrúnar.Salsa2 dósir niðursoðnir hakkaðir tómatar (látið allan vökva renna af) 6 cm (u.þ.b.) af gúrku (skafið fræin úr til að minnka vökvann) 1 chili 1 kínverskur hvítlaukur handfylli ferskt kóríander 1 appelsínugul papríka 1 stilkur af selleríi Safi úr 1 lime salt og pipar eftir smekkHakkið hvert hráefni fyrir sig og reynið að ná sem mestum vökva frá. Blandið saman í skál og látið standa í klukkustund svo hráefnin „gerjist“ saman.Límonaði með granatfræjum og myntu Simple síróp með myntu og lime Simple síróp Granatepli Sódavatn Hvítt romm (má sleppa) mulinn klaki myntulauf til að skreytaSjóðið saman 50/50 sykur og vatn. Setjið sírópið í glerflösku og 4 stilka af myntu með blöðunum út í sírópið og börk af einu lime. Látið standa yfir nótt. Fræin úr granateplinu eru lögð í hreint simple síróp í tvo tíma. 1 msk. af granateplafræjum í hvert glas mulinn klaki 1/3 myntu og lime-síróp (úr flöskunni) Sjúss af hvítu rommi (ef romminu er sleppt er bara meira sódavatn í staðinn) Fyllt með sódavatni Skreytt með einu myntublaði
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira