Strákasveitir snúa aftur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2014 11:30 Vísir/Getty Rekja má uppruna strákabanda til rakarakvartettanna sem voru vinsælir seint á 19. öld. Orðið strákaband er hins vegar yfirleitt notað til að lýsa hljómsveitum sem voru stofnaðar á áttunda áratugnum og fram til dagsins í dag. Strákabönd á borð við Osmonds, Jackson 5 og Monkees ruddu brautina fyrir hljómsveitir nútímans þó þessar sveitir séu sjaldnast flokkaðar með hefðbundnum strákaböndum. Boston-grúppunni New Edition hefur oft verið eignaður heiðurinn af því að hafa komið strákabandabylgju af stað á níunda áratugnum. Tónlistarmaðurinn Maurice Starr fékk innblástur þegar hann sá hve vinsæl New Edition varð og stofnaði New Kids on the Block árið 1984, fyrsta strákabandið sem sló í gegn. Í kjölfarið tóku umboðsmenn í Evrópu sig til og stofnuðu sín eigin strákabönd. Nigel Martin-Smith myndaði Take That árið 1990 og Tom Watkins sveitina East 17 árið 1991. Take That sló öll met og náðu allar smáskífur bandsins nema ein toppsæti í Bretlandi. Írski umboðsmaðurinn Louis Walsh, sem margir þekkja í dag úr hæfileikaþáttunum X Factor, hoppaði á strákabandsvagninn og stofnaði írska útgáfu af Take That, strákabandið Boyzone, árið 1993. Önnur strákabönd sem nutu velgengni í Bretlandi á svipuðum tíma voru Let Loose, MN8, 911 og Damage. Undir lok tíunda áratugarins seig hins vegar frægðarsól bandanna til viðar og þau hættu hvert af öðru. Á miðjum tíunda áratugnum nutu hylli strákabönd sem fluttu R&B og gospelskotna tónlist, til dæmis Boyz II Men sem var stofnuð árið 1988 og All-4-One sem var stofnuð árið 1993. Strákabandasprengingin í Bandaríkjunum varð þó ekki fyrr en árið 1997 þegar sveitir á borð við Backstreet Boys, 98 Degress, "N Sync og Hanson voru stofnaðar. Simon Cowell var farsæll umboðsmaður strákasveita. Hann sá um sveitirnar 5ive og Westlife. Hann steig hins vegar feilspor á þessum tíma því hann hafnaði tveimur af stærstu strákaböndunum; Take That og Busted. Segja má að strákabönd hafi gengið í endurnýjun lífdaga í kringum árið 2010 þegar sveitirnar Big Time Rush, The Wanted og One Direction komu fram á sjónarsviðið. Af þessum nýju böndum er One Direction það langvinsælasta og er í tíunda sæti á lista yfir söluhæstu strákabönd allra tíma. Hljómsveitin lenti í þriðja sæti í sjöundu seríu bresku X Factor-þáttanna árið 2010 og komst í kölfarið á samning hjá Simon Cowell. One Direction er meðal annars fyrsta bandið í sögu Billboard 200 sem hefur komið fyrstu þremur plötum sínum beint í fyrsta sæti.Backstreet Boys Stofnuð Á Flórída árið 1993. Meðlimir: A. J. McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell. Backstreet Boys Kevin yfirgaf sveitina eftir tónleikaferðalagið Never Gone árið 2006. Fjórmenningarnir gáfu út tvær plötur eftir brotthvarf hans en í apríl árið 2012 tilkynnti grúppan að Kevin væri genginn til liðs við þá aftur. Ári seinna gáfu þeir út plötuna In a World Like This og fóru í tónleikaferðalag. Í apríl sama ár héldu þeir upp á tuttugu ára starfsafmæli og sýndu brot úr væntanlegri heimildarmynd sem verður frumsýnd á þessu ári. 22. apríl í fyrra fengu strákarnir stjörnu á Frægðargötunni í Hollywood og var sá dagur gerður að Backstreet Boys-deginum. Þá léku þeir skemmtilegt aukahlutverk í kvikmyndinni This Is the End sem var sýnd í kvikmyndahúsum í fyrra.Take That Stofnuð í Bretlandi árið 1990. Meðlimir: Mark Owen, Robbie Williams, Gary Barlow, Howard Donald og Jason Orange. Hljómsveitin naut gríðarlegra vinsælda á fyrri hluta tíunda áratugarins en babb kom í bátinn þegar Robbie hætti árið 1995. Hinir fjórir kláruðu tónleikaferðalag um heiminn en hættu svo árið 1996, mörgum unglingsstúlkum til sárra vonbrigða. Fjórmenningarnir komu aftur saman árið 2006 eftir að þeir tóku upp heimildarmynd um bandið og fóru í tónleikaferðalagið The Ultimate Tour um Bretlandi. Þeir gáfu út plötuna Beautiful World árið 2006 og Circus árið 2008 og urðu gríðarlega vinsælir þó Robbie vantaði. Hann sneri aftur í bandið árið 2010 og þá kom platan Progress út sem varð þá sú plata á 21. öldinni sem seldist hraðast. Í október árið 2011 tilkynntu strákarnir í Take That að þeir ætluðu að taka sér pásu en þeir komu fram á lokaathöfn Ólympíuleikanna árið 2012, þó án Robbies. Í maí í fyrra tilkynnti Mark að Take That ætlaði að hefja upptökur á sjöundu stúdíóplötu sinni í ár. Þeir hafa slegið hvert metið á fætur öðru og eru vinsælasta strákaband allra tíma í Bretlandi.´N Sync Stofnuð á Flórída árið 1995 Meðlimir: Justin Timberlake, JC Chasez, Chris Kirkpatrick, Joey Fatone og Lance Bass. Hljómsveitin lenti í opinberri lagadeilu við umboðsmann sinn, Lou Pearlman, og plötumerkið Sony BMG sem varð til þess að önnur stúdíóplata þeirra, No Strings Attached sem kom út árið 2000, seldist í rúmlega einni milljón eintaka á einum degi og 2,42 milljónum eintaka á einni viku. Sveitin sagðist ætla í tímabundna pásu vorið 2002 en hefur ekki tekið upp nýtt efni síðan. Vefsíðu þeirra var lokað sumarið 2006 og Lance staðfesti að sveitin væri hætt ári síðar. Allir meðlimirnir komu saman aftur í ágúst í fyrra til að spila á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni. Eftir það sagði Lance Bass að hljómsveitin ætlaði ekki í tónleikaferðalag né búa til nýja tónlist. Justin Timberlake er án efa frægasti meðlimur sveitarinnar og hefur selt milljónir platna á sólóferli sínum.New Kids on the Block Stofnuð í Boston árið 1984 Meðlimir: Jordan og Jonathan Knight, Joey McIntyre, Donnie Wahlberg og Danny Wood. Sveitin er oft kölluð NKOTB en átti upprunalega að heita NYNUK. Pródúsentinn Maurice Starr setti hana saman í Boston. Bandið var gríðarlega vinsælt seint á níunda áratugnum og snemma á tíunda áratugnum. Það lagði upp laupana árið 1994 og voru gerðar margar misheppnaðar tilraunir til að koma grúppunni aftur saman. Strákarnir hittust á ný árið 2007 í laumi og tóku upp nýja plötu, The Block, og fóru í kjölfarið í tónleikaferðalag árið 2008. Þeir fóru svo í tónleikaferðalag með Backstreet Boys á árunum 2011 til 2012 og var þessi nýja súpergrúppa nefnd NKOTBSB. New Kids on the Block gáfu út plötuna 10 í fyrra sem hlaut afar misjafna dóma.One Direction Endurkoma strákabandanna á 21. öldinni er að mörgu leyti One Direction að þakka en sveitin hefur notið mikilla vinsælda meðal ungra stúlkna síðustu misseri. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rekja má uppruna strákabanda til rakarakvartettanna sem voru vinsælir seint á 19. öld. Orðið strákaband er hins vegar yfirleitt notað til að lýsa hljómsveitum sem voru stofnaðar á áttunda áratugnum og fram til dagsins í dag. Strákabönd á borð við Osmonds, Jackson 5 og Monkees ruddu brautina fyrir hljómsveitir nútímans þó þessar sveitir séu sjaldnast flokkaðar með hefðbundnum strákaböndum. Boston-grúppunni New Edition hefur oft verið eignaður heiðurinn af því að hafa komið strákabandabylgju af stað á níunda áratugnum. Tónlistarmaðurinn Maurice Starr fékk innblástur þegar hann sá hve vinsæl New Edition varð og stofnaði New Kids on the Block árið 1984, fyrsta strákabandið sem sló í gegn. Í kjölfarið tóku umboðsmenn í Evrópu sig til og stofnuðu sín eigin strákabönd. Nigel Martin-Smith myndaði Take That árið 1990 og Tom Watkins sveitina East 17 árið 1991. Take That sló öll met og náðu allar smáskífur bandsins nema ein toppsæti í Bretlandi. Írski umboðsmaðurinn Louis Walsh, sem margir þekkja í dag úr hæfileikaþáttunum X Factor, hoppaði á strákabandsvagninn og stofnaði írska útgáfu af Take That, strákabandið Boyzone, árið 1993. Önnur strákabönd sem nutu velgengni í Bretlandi á svipuðum tíma voru Let Loose, MN8, 911 og Damage. Undir lok tíunda áratugarins seig hins vegar frægðarsól bandanna til viðar og þau hættu hvert af öðru. Á miðjum tíunda áratugnum nutu hylli strákabönd sem fluttu R&B og gospelskotna tónlist, til dæmis Boyz II Men sem var stofnuð árið 1988 og All-4-One sem var stofnuð árið 1993. Strákabandasprengingin í Bandaríkjunum varð þó ekki fyrr en árið 1997 þegar sveitir á borð við Backstreet Boys, 98 Degress, "N Sync og Hanson voru stofnaðar. Simon Cowell var farsæll umboðsmaður strákasveita. Hann sá um sveitirnar 5ive og Westlife. Hann steig hins vegar feilspor á þessum tíma því hann hafnaði tveimur af stærstu strákaböndunum; Take That og Busted. Segja má að strákabönd hafi gengið í endurnýjun lífdaga í kringum árið 2010 þegar sveitirnar Big Time Rush, The Wanted og One Direction komu fram á sjónarsviðið. Af þessum nýju böndum er One Direction það langvinsælasta og er í tíunda sæti á lista yfir söluhæstu strákabönd allra tíma. Hljómsveitin lenti í þriðja sæti í sjöundu seríu bresku X Factor-þáttanna árið 2010 og komst í kölfarið á samning hjá Simon Cowell. One Direction er meðal annars fyrsta bandið í sögu Billboard 200 sem hefur komið fyrstu þremur plötum sínum beint í fyrsta sæti.Backstreet Boys Stofnuð Á Flórída árið 1993. Meðlimir: A. J. McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell. Backstreet Boys Kevin yfirgaf sveitina eftir tónleikaferðalagið Never Gone árið 2006. Fjórmenningarnir gáfu út tvær plötur eftir brotthvarf hans en í apríl árið 2012 tilkynnti grúppan að Kevin væri genginn til liðs við þá aftur. Ári seinna gáfu þeir út plötuna In a World Like This og fóru í tónleikaferðalag. Í apríl sama ár héldu þeir upp á tuttugu ára starfsafmæli og sýndu brot úr væntanlegri heimildarmynd sem verður frumsýnd á þessu ári. 22. apríl í fyrra fengu strákarnir stjörnu á Frægðargötunni í Hollywood og var sá dagur gerður að Backstreet Boys-deginum. Þá léku þeir skemmtilegt aukahlutverk í kvikmyndinni This Is the End sem var sýnd í kvikmyndahúsum í fyrra.Take That Stofnuð í Bretlandi árið 1990. Meðlimir: Mark Owen, Robbie Williams, Gary Barlow, Howard Donald og Jason Orange. Hljómsveitin naut gríðarlegra vinsælda á fyrri hluta tíunda áratugarins en babb kom í bátinn þegar Robbie hætti árið 1995. Hinir fjórir kláruðu tónleikaferðalag um heiminn en hættu svo árið 1996, mörgum unglingsstúlkum til sárra vonbrigða. Fjórmenningarnir komu aftur saman árið 2006 eftir að þeir tóku upp heimildarmynd um bandið og fóru í tónleikaferðalagið The Ultimate Tour um Bretlandi. Þeir gáfu út plötuna Beautiful World árið 2006 og Circus árið 2008 og urðu gríðarlega vinsælir þó Robbie vantaði. Hann sneri aftur í bandið árið 2010 og þá kom platan Progress út sem varð þá sú plata á 21. öldinni sem seldist hraðast. Í október árið 2011 tilkynntu strákarnir í Take That að þeir ætluðu að taka sér pásu en þeir komu fram á lokaathöfn Ólympíuleikanna árið 2012, þó án Robbies. Í maí í fyrra tilkynnti Mark að Take That ætlaði að hefja upptökur á sjöundu stúdíóplötu sinni í ár. Þeir hafa slegið hvert metið á fætur öðru og eru vinsælasta strákaband allra tíma í Bretlandi.´N Sync Stofnuð á Flórída árið 1995 Meðlimir: Justin Timberlake, JC Chasez, Chris Kirkpatrick, Joey Fatone og Lance Bass. Hljómsveitin lenti í opinberri lagadeilu við umboðsmann sinn, Lou Pearlman, og plötumerkið Sony BMG sem varð til þess að önnur stúdíóplata þeirra, No Strings Attached sem kom út árið 2000, seldist í rúmlega einni milljón eintaka á einum degi og 2,42 milljónum eintaka á einni viku. Sveitin sagðist ætla í tímabundna pásu vorið 2002 en hefur ekki tekið upp nýtt efni síðan. Vefsíðu þeirra var lokað sumarið 2006 og Lance staðfesti að sveitin væri hætt ári síðar. Allir meðlimirnir komu saman aftur í ágúst í fyrra til að spila á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni. Eftir það sagði Lance Bass að hljómsveitin ætlaði ekki í tónleikaferðalag né búa til nýja tónlist. Justin Timberlake er án efa frægasti meðlimur sveitarinnar og hefur selt milljónir platna á sólóferli sínum.New Kids on the Block Stofnuð í Boston árið 1984 Meðlimir: Jordan og Jonathan Knight, Joey McIntyre, Donnie Wahlberg og Danny Wood. Sveitin er oft kölluð NKOTB en átti upprunalega að heita NYNUK. Pródúsentinn Maurice Starr setti hana saman í Boston. Bandið var gríðarlega vinsælt seint á níunda áratugnum og snemma á tíunda áratugnum. Það lagði upp laupana árið 1994 og voru gerðar margar misheppnaðar tilraunir til að koma grúppunni aftur saman. Strákarnir hittust á ný árið 2007 í laumi og tóku upp nýja plötu, The Block, og fóru í kjölfarið í tónleikaferðalag árið 2008. Þeir fóru svo í tónleikaferðalag með Backstreet Boys á árunum 2011 til 2012 og var þessi nýja súpergrúppa nefnd NKOTBSB. New Kids on the Block gáfu út plötuna 10 í fyrra sem hlaut afar misjafna dóma.One Direction Endurkoma strákabandanna á 21. öldinni er að mörgu leyti One Direction að þakka en sveitin hefur notið mikilla vinsælda meðal ungra stúlkna síðustu misseri.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira