Lífið

Flúrar bæði pabba og mömmu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Aðalborg Birta Sigurðardóttir húðflúrnemi á Húðflúrstofu Norðurlands.
Aðalborg Birta Sigurðardóttir húðflúrnemi á Húðflúrstofu Norðurlands. mynd/einkasafn
„Það er í raun leiðinlegt hvað það eru miklu fleiri strákar í þessu en stelpur. Ég held samt að stelpur sé alveg jafn mikið fyrir þetta,“ segir Aðalborg Birta Sigurðardóttir, en hún er 21 árs gamall húðflúrnemi á Húðflúrstofu Norðurlands.

Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á því að teikna og mála en fann sig ekki í skóla.

„Ég fann mig aldrei í skóla því ég vildi bara teikna. Mamma sem er lögfræðingur og fín frú, kom til mín einn daginn og sagðist hafa hugsað þetta út og inn og sagði mér að fara læra að flúra. Það kom mér pínu á óvart en hún styður mig í öllu saman,“ útskýrir Aðalborg Birta.

Hún segist jafnframt ætla að flúra móður sína og föður á næstunni. „Mamma er komin með hugmynd að flúri og pabbi ætlar líka að fá sér flúr hjá mér.“

Aðalborg Birta að störfummynd/einkasafn
Hana langaði mikið til þess að fara til Tælands að læra flúrun en það var mjög kostnaðarsamt. „Það er boðið upp á svona nám víðs vegar en það kostar alltaf slatta,“ segir Aðalborg Birta, sem er mjög sátt við sig á Húðflúrstofu Norðurlands.

Í húðflúrgerð má ekkert klikka. „Þetta er mjög erfitt og mun erfiðara en ég hélt, en Jón Óli er frábær kennari.“

Aðalborg Birta er komin með læksíðu á facebook og náði sér í yfir sex hundruð læk á tæpum sólarhring. „Ég er ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.