Lífið

"Besta ráðið að brosa til allra"

Marín Manda skrifar
Alda B. Guðjónsdóttir
Alda B. Guðjónsdóttir
Nafn? Alda B. Guðjónsdóttir

Aldur? 42 ára

Starf? Stílisti

Hvern faðmaðir þú síðast?

Myndarlegan hávaxinn Sporðdreka.

En kysstir?

Eitthvað af börnunum mínum… erum mikið fyrir kossaflens.



Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?



Börnin mín, Ágúst og Júlía. Tóku mig með sér í tattú í tilefni afmælis míns. Fengum öll eins ör en á mismunandi staði.

 

Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi?

Að hreyfa mig ekki.



Ertu hörundsár? Nei.





Dansarðu þegar enginn sér til?



Já mjög oft, elska að dansa.



Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig?

Gullfiskaminnið man það ekki (vill ekki muna það).



Hringirðu stundum í vælubílinn? Sjaldan– bít á jaxlinn.



Tekurðu strætó?
  Neibb.



Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag?
Stundum of miklum.



Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Færi í kleinu ef það væri Thom York en annars ekki, heilsa öllum og man svo þremur dögum seinna að þetta var einhver sem ég hef séð í sjónvarpinu eða þekkir mig og ég man ekki hver er. Hitti mjög mikið af fólki í kringum vinnuna mína. Besta ráðið að brosa til allra.



Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig?

Ég syng upphátt í bílnum.



Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Láta mér leiðast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.