Lífið

Fantasíu myndirnar mjög vinsælar

Marín Manda skrifar
Elísa Ósk Viðarsdóttir myndlistarkona
Elísa Ósk Viðarsdóttir myndlistarkona
„Ég hafði verið að leika mér lengi áður en ég opnaði mína fyrstu myndlistarsýningu, Margar myndir fá orð, í desember á hárgreiðslustofunni Slippnum á Skólavörðustígnum. Það er hálft ár síðan ég byrjaði að gera svona fantasíumyndir þar sem ég tengi mynd af persónu og áhugamál hennar í fantasíumynd,“ segir Elísa Ósk Viðarsdóttir myndlistarkona.

Dagsdaglega starfar hún sem myndmenntakennari í Árbæjarskóla þar sem hún kennir börnum í 2.-10.bekk en hún útskrifaðist úr Borgarholtsskóla af listnámsbraut sem myndmenntakennari.

„Ég hef alltaf verið að leika mér að teikna en þetta byrjaði fyrir alvöru þegar ég ákvað að teikna myndir og gefa í afmælisgjafir,“ segir hún. „Mér finnst mjög mikilvægt að persónugera myndirnar mínar og ná glampanum í augunum.“ Í framhaldi af því segist hún hafa fengið mikla hvatningu til að teikna meira þegar fólk sýndi þessu áhuga og tekur nú við pöntunum á portrait-myndum, blýantsteikningum og fantasíumyndum á Facebook-síðunni Elísa Ósk-Myndlistarsíða.“

Þessi stúlka hefur mikinn áhuga á hröfnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.