Lífið

Benidorm eina sem við eigum sameiginlegt

Ugla Egilsdóttir skrifar
Hér er hluti af hópnum sem stendur að sýningunni.
Hér er hluti af hópnum sem stendur að sýningunni. Mynd/Einkasafn
Sautján ungir listamenn sýna verk á myndlistarsýningunni Benedorm sem verður haldin á laugardaginn klukkan 17 á hótelinu Hlemmur Square.

„Við erum svo ólík að það var erfitt að finna eitthvað sem tengdi okkur,“ segir Þórdís Erla Zoëga, ein af forsvarsmönnum sýningarinnar.

„Við eigum það eitt sameiginlegt að vilja frekar vera á Benidorm en á Íslandi í vetrarkuldanum.“

Hópurinn stafsetti nafn strandbæjarins vitlaust í öllum tilkynningum.

„Það var með ráðum gert,“ segir Þórdís. „Það undirstrikar hvað við tökum lífinu með mikilli ró. Stemningin á Benidorm er jafnan afslöppuð, og við viljum taka okkur það til fyrirmyndar.

Önnur afleiðing þess hversu ólík við erum öll er að við ákváðum að hanna sautján mismunandi plaköt. Við komumst ekki að neinni einni niðurstöðu og það var einfaldast að hver myndi búa til sitt eigið plakat.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.