Lífið

Staða íslenskra kvenna skoðuð

Ugla Egilsdóttir skrifar
Helga Þórey Jónsdóttir.
Helga Þórey Jónsdóttir.
Helga Þórey Jónsdóttir bókmenntafræðingur heldur fyrirlesturinn Bechdel-próf og strympulögmál: Hvaða ljósi varpa nýjar greiningarleiðir á stöðu kynjanna í íslenskum kvikmyndum?

„Ég ætla að segja frá rannsókn sem ég gerði á birtingarmyndum kynjanna í íslenskum kvikmyndum,“ segir Helga Þórey. „Í rannsókn minni notaði ég meðal annars Bechdel-prófið og strympulögmálið til að draga fram hefðir í því hvernig konur birtast. Í fyrirlestrinum tek ég notkunarmöguleika þessara greiningaraðferða til umfjöllunar.“

Helga heldur fyrirlesturinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins klukkan 12.00 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.