Ragga Gísla og Logi Pedro með múltíblandaðan fatastíl Marín Manda skrifar 24. janúar 2014 10:15 Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona og Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður voru valin best klædda fólk Íslands af álitsgjöfum Lífsins. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Tónlist og tíska skipa stóran sess í lífi þeirra beggja. Þau skera sig úr fjöldanum hvert sem þau fara og voru valin best klædda fólk íslands árið 2013 af þjóðþekktum álitsgjöfum Lífsins. Fatastíll hvers og eins byggist á persónuleikanum, áhugamáli, líkamsbyggingu og jafnvel atvinnu. Klæðaburður getur orðið að heilmiklu áhugamáli. Með litum og ýmsum formum hefur tískan þróast og tískufyrirbærin hafa komið og farið í gegnum tíðina. Best klædda fólk landsins ræddi við Lífið um tísku og hvers vegna þau klæða sig eins og þau gera. Ragnhildur Gísladóttir og Logi Pedro Stefánsson eru hvort af sinni kynslóðinni en þau eiga tvennt sameiginlegt, tískuáhugann og tónlistina.Hvernig mynduð þið lýsa ykkar persónulega stíl?Logi Pedro: „Það er góð spurning, ég myndi segja að stíllinn minn sé frekar mikil blanda af streetwear og nýjum heritage-fatnaði. Fólk er byrjað að leggja meiri áherslu á efnin, hvar varan er búin til og áherslur eru á sjálfbæran fatnað í staðinn fyrir nýjustu tísku.“Ragga Gísla: „Ætli það mætti ekki kalla minn stíl, ef einhver er, múltí-blöndu. Ég klæðist kjólum og pilsum frekar en síðbuxum og vel mikið vintage-föt sem ég blanda saman við eitthvað nútímalegt. Spariföt hanga ekki ónotuð í skápnum hjá mér því ég kýs að nota vel öll fötin mín og á þess vegna ekki það sem kalla má spariföt. Ég pæli reyndar í hverju einasta atriði þótt einhverjum þyki það ekki merkjanlegt en það er mikilvægt í samræmi við það umhverfi sem ég er í hverju sinni. Minn klæðnaður segir hvernig ég er og mætti segja að það sem ég klæðist sé í sjálfu sér einhver listsköpun.“Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður.Hvert sækið þið innblástur? Eigið þið ykkar uppáhalds hönnuð? Logi Pedro: „Það eru helst kannski tónlistarmenn sem maður hlustar á og fylgist með eins og Danny Brown og Kanye West en í gegnum þá uppgötvar maður jafnvel ný merki. Sá sem ég fylgist með á Íslandi og er að gera skemmtilega hluti er Gummi Jör – ég er búinn að þekkja hann síðan ég var lítill. Það eru fá merki sem toppa Jör.“Ragga Gísla: „Ég legg ekki á mig nöfn eða fylgist með einhverjum sérstökum hönnuðum en auðvitað er hellingur af fatahönnuðum sem hafa heillað mig. Sumir hafa bara virkað í stuttan tíma og flestir eiga eitt og eitt gott ár. Nú set ég mig í gírinn og læri nöfn þeirra hönnuða sem ég virði og kem þér á óvart áður en langt um líður. Með fullri virðingu fyrir nöfnum set ég yfirleitt gafferteip á utanáliggjandi merki á fötum. Ragga, hefurðu kannski verið að gera fötin þín sjálf?„Já, ég saumaði mikið á mig þegar ég var unglingur og í gegnum árin hef ég alltaf verið með saumasérfræðing á kantinum til að fá útrás fyrir mína eigin hönnum og útfærslu á flíkum. Það er mikilvægt að fara vel með föt, nýta þau vel og bera virðingu fyrir hverju stykki. Mér finnst gaman að breyta fötum og sjá ýmsa möguleika þar. Ég á alls ekki mikið af fötum og þeir sem hafa kíkt í fataskápinn hjá mér hafa fengið nett sjokk skal ég segja þér.“„Ragga á einfaldlega skilið að komast á þennan lista á hverju ári því hún verður flottari með hverju árinu. Hún þorir að leika sér með samsetningar og vera djörf í fatavali og virðist komast upp með nánast hvað sem er. Frábær fyrirmynd þegar kemur að tísku.“Fylgist þið mikið með tískustraumum?Logi Pedro: „Já, já, sumt er mjög lengi að koma til Íslands og þú getur alveg séð hvað verður vinsælt í bænum eftir ár.“ Stekkur þú þá á bylgjuna?„Nei, alls ekki, ég forðast hana.“Ragga Gísla: „Mér finnst skemmtileg orka á tískusýningum og hressandi að finna þessa sérkennilegu spennu sem oftast er þar í loftinu. Þetta eru stundum flottar listsýningar. Svo kíki ég í blöð. Þar er innblástur sem kveikir á einhverju hjá manni.“ Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum?Logi Pedro: „Mér finnst persónulega fínt að eiga nóg af yfirhöfnum, jökkum og skóm. Það er svo mikilvægt að vera ekki alltaf í sömu skónum á Íslandi, sérstaklega strigaskóm því annars ertu bara að fara rústa þeim. Ég geng líka alltaf í skyrtum svo mér finnst gott að eiga góðar buxur og skyrtur. Hvað heldurðu að þú eigir mörg skópör? „Ég á svona í kringum 20 strigaskópör sem ég hef keypt mér á síðustu 18 mánuðum. Ég reyni að kaupa mér 2 pör í mánuði og þá reyni ég að finna á útsölu eða einhverjum afslætti því það er ekkert ódýrt að viðhalda þessu.“Ragga Gísla: „Það sem hefur bjargað mér og haldið mér rólegri og fínni eru ullarnærföt. Hljómar kannski ekki mjög kúl en það er algerlega nauðsynlegt fyrir kuldaskræfur eins og mig. Svo er gott að hafa nett úrval af karlmannsfötum inn á milli til að skreyta sig með þar sem passar. Mér þykir gaman að skoða herratískuna og það er notalegt að sjá flott klædda karlmenn í umhverfinu.“„Logi er ungur og flottur listamaður, hann hefur augljósan áhuga á tísku og sýnir það með flottum stíl sem virðist áreynslulaus. Hann er ein flottasta fyrirmynd ungs fólks á Íslandi.“Ef þið ættuð að velja best klædda fólk landsins, hverjir yrðu það?Ragga Gísla: „Logi og bróðir hans, Unnsteinn, eru flottir. Það skiptir þá greinilega máli að fegra umhverfið. Þeir eru til fyrirmyndar. Svo er líka gaman að sjá menn eins og Sigurjón Sighvats sem ég hef aldrei séð nema flottan og Magna í Kron Kron sem klæðist „öðruvísi“ fötum og púllar það mjög vel. Elma Lísa er gott dæmi um fallega klædda konu, alltaf. Hún fer alls konar leiðir í fatavali og er flott. Eins finnst mér Hrafnhildur (Aftur) með áberandi fallegan stíl og mjög kúl. Það eru nefnilega ekki margir sem eru alla daga með klæðnað sinn í lagi en flestir velja bara einstaka stað og stund til að hugsa það mál til enda. Nú máttu ekki misskilja mig og halda að ég sé hér að tala um að allir ættu að vera tískuþrælar, nei, alls ekki, heldur að vanda sig þegar farið er út í daginn með virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfinu. Þetta þarf að hugsa varðandi börnin okkar t.d þegar við sendum þau í skólann. Ef það eru skólabúningar, að hafa fjölbreytt úrval af fallegum og vönduðum fötum sem endast og hægt er að endurnýta. Þó að hafðir séu sérstakir skólabúningar halda börnin sínum séreinkennum og við megum ekki halda að þau missi þau.“Ragnhildur Gísladóttir og Logi Pedro Stefánsson eru best klædd.Logi Pedro: „Mér finnst náttúrulega Gummi alltaf flottur því það fer honum allt svo fáránlega vel. Hann getur farið í hvað sem er og það virkar allt bara. Svo eru gaurar eins og Högni sem getur líka verið klæddur í hvað sem er. Þú getur séð hann í Timberland-skóm á fínni samkomu, í Bronx eða Þjóðleikhúsinu, það myndi bara allt virka. Svo finnst mér náttúrulega Björk. Það er engin manneskja sem er jafn nett og hún. Hún er tísku goðsögn út af fyrir sig.“Hverju mynduð þið aldrei klæðast?Logi Pedro: „Ég veit það eiginlega ekki, það er eiginlega ekkert sem ég myndi aldrei klæðast. Eða jú, reyndar eitt, ég myndi aldrei, aldrei, ekki einu sinni í gríni fara í þykkbotna buffalo-skó sem urðu allt í einu vinsælir aftur – það sé ég ekki gerast.“Ragga Gísla: „Ég get ekki sagt aldrei en ég á ekki gallabuxur. Ég kaupi kannski einar á 14 ára fresti og er í þeim undir einhverju. Það væri ögrun fyrir mig að mæta í partí þar sem fataþemað væri gallabuxur og bolur. Logi er flottur hérna í sínum gallafötum og margir eru alveg að púlla þær.“Getið þið nefnt einhver tískuslys sem þið munið eftir?Logi Pedro: „Já, algjörlega, auðvitað eru einhver svona klúður. Ég fór til New York árið 2007 og keypti mér hettupeysu sem hægt var að renna alveg upp. Þetta var svo vinsælt á þessu tímabili þegar A Bathing Ape og Billionaire Boys Club voru með svona sem er í raun streetwear-klassík. Mér fannst hún svo nett svo ég keypti hana í Chinatown. Svo var ég alltaf í bleikri skyrtu undir sem mér fannst frekar ógeðsleg. Ég var í þessu þegar ég spilaði á Airwaves þegar ég var 15 ára og mér finnst það frekar fyndið núna.“ Ragga Gísla: „Já, ætli það hafi ekki verið þegar ég fór í tónleikaferð til Kína með Stuðmönnum. Þar var ég suma dagana í gallajakka og gallabuxum. Ég hlýt að hafa verið eitthvað mikið utan við mig.“ Hverjar eru uppáhaldsverslanirnar ykkar?Ragga Gísla: „Það er gaman að fara á framandi staði og uppljómast, einhvers staðar í útlöndum, t.d. þar sem verið er að sýna og selja dót sem maður hefur ekki séð áður. Það er líka svo hollt að láta sig dreyma. Annars finnst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara í búðir ef ég virkilega þarf þess og vantar eitthvað sérstakt.“Logi Pedro: „Ég fer oft í búð í Berlín sem heitir Firmament. Ég bjó í Berlín og þekki svo mikið til þar. Það eru svo margar skemmtilegar búðir í kringum Torstrasse. Þar er meðal annars lítil Comme Des Garcons sem mér fannst gaman að kíkja í. Svo er það Jör á íslandi. Ég setti saman tónlistina í búðinni svo það er svo gott að tjilla þar.“ Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarkonaÍ hvaða verkefnum eruð þið þessa dagana?Ragga Gísla: „Ég er að semja tónlist við leikritið Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafs sem verður frumsýnt í lok febrúar í Þjóðleikhúsinu. Eftir það fer ég í að klára verk sem ég hef verið með í smíðum í dálítinn tíma og eru upptökur þar sem ég leik á túnfífla. Ég er langt komin með þetta og vonandi kemur þetta út með sumrinu. Svo er fullt í gangi með alls konar verkefni og það er frábært.“Logi Pedro: „Ég er að klára Highlands-stuttskífuna sem kemur út í febrúar, það er einmitt verið að klára Highlands-myndband sem er leikstýrt af Narvi Creative og við erum svo að fara að spila á Sónar í Reykjavík. Ég ákvað líka að einbeita mér aðeins að tæknilegu hliðinni á músíkinni og skráði mig í hljóðtækninám Sýrlands. Svo er ég alltaf að plötusnúðast með því.“Aðrir tilnefndir karlmennGuðmundur Jörundsson, fatahönnuður. „Guðmundur náði ótrúlegum árangri á síðasta ári og tókst að hafa áhrif á klæðaburð fjölmargra karlmanna. JÖR stíllinn er orðinn þekkt fyrirbæri og Gummi er ímynd íslenskrar herratísku.“Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður „Hann hefur afslappaðan og skemmtilegan stíl, vottar jafnvel fyrir smá hippa í honum. Hann hikar ekki við að bera klúta, hatta og aðra aukahluti og gerir það afar vel en það er eitthvað sem fáir íslenskir karlmenn kunna.“Vignir Freyr Andersen, verslunarstjóri og lottókynnir „Hann er einfaldlega alltaf flottur í tauinu og með öll smáatriði á hreinu, hvort sem það er í vinnunni eða á golfvellinum.“Högni, söngvari í Hjaltalín „Hann er klæddur eins og álfakonungur sem birtist á þrettándanum og stelur stelpunni þinni. Flawless.Pétur G. Markan „Nú, það yrði nú saga, sjálfsagt alla leið til Súðavíkur (næsta bæjar við Ísajörð, ef ég nefndi ekki Pétur G. Markan, lífskúnstner, fótboltamann og fjölskylduföður. Hann hefur lengi verið ákaflega vel klæddur og hefur með árunum lært að klæða sig fyrir tilefnin.”Aðrar tilnefndar konurÁsa Ninna Pétursdóttir, eigandi GK og SUIT í GK „Ása er mikill töffari og tekst alltaf að vera smart á mjög yfirvegaðan og einfaldan hátt. Henni hefur tekist að koma með skemmtilegan skandinavískan andablæ inn í íslenska tískuheiminn á síðustu árum.“Elínrós Líndal „Elínrós sem jafnan skartar flottasta kvenfatnaði íslenskrar hönnunarsögu, Ellu.“Hrafnhildur Holmgeirs „Hún er með flottan persónulegan stíl.“Margrét Erla Maack „Hún á fleiri búninga en venjuleg föt sem er mjög nauðsynlegt ef maður ætlar að taka fjölbreyttu lífi sínu alvarlega og vera sérlega smart við hin ýktustu tilefni sem henni tekst.“Sigríður Thorlacius – söngkona „Hún er gyðja sem kann að klæða sig og greiða sér glæsilega. Yfirleitt látlaus en samt með eitthvað eitt sem gerir dressið einstakt. Með þessa mjúku línur og mjúku orku í alla staði - ég er með svokallað stelpu-skot í Sigríði.“Erna Bergman, stílisti og meistaranemi „Erna hefur óbilandi áhuga á tísku og hefur í gegnum tíðina þróðað sinn stíl sem er töff og kvennlegur, dimmur en sniðugur."Dúsa fatahönnuður. „Dúsa er alltaf flott og glæsileg til fara. Hún fylgir ekki tískubólum heldur er sönn sjálfri sér og uppsker sannkallaðan „Old Hollywood“ glamúr.“allt á sama tíma. Flott stelpa sem margir gætu lært af.“ Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Tónlist og tíska skipa stóran sess í lífi þeirra beggja. Þau skera sig úr fjöldanum hvert sem þau fara og voru valin best klædda fólk íslands árið 2013 af þjóðþekktum álitsgjöfum Lífsins. Fatastíll hvers og eins byggist á persónuleikanum, áhugamáli, líkamsbyggingu og jafnvel atvinnu. Klæðaburður getur orðið að heilmiklu áhugamáli. Með litum og ýmsum formum hefur tískan þróast og tískufyrirbærin hafa komið og farið í gegnum tíðina. Best klædda fólk landsins ræddi við Lífið um tísku og hvers vegna þau klæða sig eins og þau gera. Ragnhildur Gísladóttir og Logi Pedro Stefánsson eru hvort af sinni kynslóðinni en þau eiga tvennt sameiginlegt, tískuáhugann og tónlistina.Hvernig mynduð þið lýsa ykkar persónulega stíl?Logi Pedro: „Það er góð spurning, ég myndi segja að stíllinn minn sé frekar mikil blanda af streetwear og nýjum heritage-fatnaði. Fólk er byrjað að leggja meiri áherslu á efnin, hvar varan er búin til og áherslur eru á sjálfbæran fatnað í staðinn fyrir nýjustu tísku.“Ragga Gísla: „Ætli það mætti ekki kalla minn stíl, ef einhver er, múltí-blöndu. Ég klæðist kjólum og pilsum frekar en síðbuxum og vel mikið vintage-föt sem ég blanda saman við eitthvað nútímalegt. Spariföt hanga ekki ónotuð í skápnum hjá mér því ég kýs að nota vel öll fötin mín og á þess vegna ekki það sem kalla má spariföt. Ég pæli reyndar í hverju einasta atriði þótt einhverjum þyki það ekki merkjanlegt en það er mikilvægt í samræmi við það umhverfi sem ég er í hverju sinni. Minn klæðnaður segir hvernig ég er og mætti segja að það sem ég klæðist sé í sjálfu sér einhver listsköpun.“Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður.Hvert sækið þið innblástur? Eigið þið ykkar uppáhalds hönnuð? Logi Pedro: „Það eru helst kannski tónlistarmenn sem maður hlustar á og fylgist með eins og Danny Brown og Kanye West en í gegnum þá uppgötvar maður jafnvel ný merki. Sá sem ég fylgist með á Íslandi og er að gera skemmtilega hluti er Gummi Jör – ég er búinn að þekkja hann síðan ég var lítill. Það eru fá merki sem toppa Jör.“Ragga Gísla: „Ég legg ekki á mig nöfn eða fylgist með einhverjum sérstökum hönnuðum en auðvitað er hellingur af fatahönnuðum sem hafa heillað mig. Sumir hafa bara virkað í stuttan tíma og flestir eiga eitt og eitt gott ár. Nú set ég mig í gírinn og læri nöfn þeirra hönnuða sem ég virði og kem þér á óvart áður en langt um líður. Með fullri virðingu fyrir nöfnum set ég yfirleitt gafferteip á utanáliggjandi merki á fötum. Ragga, hefurðu kannski verið að gera fötin þín sjálf?„Já, ég saumaði mikið á mig þegar ég var unglingur og í gegnum árin hef ég alltaf verið með saumasérfræðing á kantinum til að fá útrás fyrir mína eigin hönnum og útfærslu á flíkum. Það er mikilvægt að fara vel með föt, nýta þau vel og bera virðingu fyrir hverju stykki. Mér finnst gaman að breyta fötum og sjá ýmsa möguleika þar. Ég á alls ekki mikið af fötum og þeir sem hafa kíkt í fataskápinn hjá mér hafa fengið nett sjokk skal ég segja þér.“„Ragga á einfaldlega skilið að komast á þennan lista á hverju ári því hún verður flottari með hverju árinu. Hún þorir að leika sér með samsetningar og vera djörf í fatavali og virðist komast upp með nánast hvað sem er. Frábær fyrirmynd þegar kemur að tísku.“Fylgist þið mikið með tískustraumum?Logi Pedro: „Já, já, sumt er mjög lengi að koma til Íslands og þú getur alveg séð hvað verður vinsælt í bænum eftir ár.“ Stekkur þú þá á bylgjuna?„Nei, alls ekki, ég forðast hana.“Ragga Gísla: „Mér finnst skemmtileg orka á tískusýningum og hressandi að finna þessa sérkennilegu spennu sem oftast er þar í loftinu. Þetta eru stundum flottar listsýningar. Svo kíki ég í blöð. Þar er innblástur sem kveikir á einhverju hjá manni.“ Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum?Logi Pedro: „Mér finnst persónulega fínt að eiga nóg af yfirhöfnum, jökkum og skóm. Það er svo mikilvægt að vera ekki alltaf í sömu skónum á Íslandi, sérstaklega strigaskóm því annars ertu bara að fara rústa þeim. Ég geng líka alltaf í skyrtum svo mér finnst gott að eiga góðar buxur og skyrtur. Hvað heldurðu að þú eigir mörg skópör? „Ég á svona í kringum 20 strigaskópör sem ég hef keypt mér á síðustu 18 mánuðum. Ég reyni að kaupa mér 2 pör í mánuði og þá reyni ég að finna á útsölu eða einhverjum afslætti því það er ekkert ódýrt að viðhalda þessu.“Ragga Gísla: „Það sem hefur bjargað mér og haldið mér rólegri og fínni eru ullarnærföt. Hljómar kannski ekki mjög kúl en það er algerlega nauðsynlegt fyrir kuldaskræfur eins og mig. Svo er gott að hafa nett úrval af karlmannsfötum inn á milli til að skreyta sig með þar sem passar. Mér þykir gaman að skoða herratískuna og það er notalegt að sjá flott klædda karlmenn í umhverfinu.“„Logi er ungur og flottur listamaður, hann hefur augljósan áhuga á tísku og sýnir það með flottum stíl sem virðist áreynslulaus. Hann er ein flottasta fyrirmynd ungs fólks á Íslandi.“Ef þið ættuð að velja best klædda fólk landsins, hverjir yrðu það?Ragga Gísla: „Logi og bróðir hans, Unnsteinn, eru flottir. Það skiptir þá greinilega máli að fegra umhverfið. Þeir eru til fyrirmyndar. Svo er líka gaman að sjá menn eins og Sigurjón Sighvats sem ég hef aldrei séð nema flottan og Magna í Kron Kron sem klæðist „öðruvísi“ fötum og púllar það mjög vel. Elma Lísa er gott dæmi um fallega klædda konu, alltaf. Hún fer alls konar leiðir í fatavali og er flott. Eins finnst mér Hrafnhildur (Aftur) með áberandi fallegan stíl og mjög kúl. Það eru nefnilega ekki margir sem eru alla daga með klæðnað sinn í lagi en flestir velja bara einstaka stað og stund til að hugsa það mál til enda. Nú máttu ekki misskilja mig og halda að ég sé hér að tala um að allir ættu að vera tískuþrælar, nei, alls ekki, heldur að vanda sig þegar farið er út í daginn með virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfinu. Þetta þarf að hugsa varðandi börnin okkar t.d þegar við sendum þau í skólann. Ef það eru skólabúningar, að hafa fjölbreytt úrval af fallegum og vönduðum fötum sem endast og hægt er að endurnýta. Þó að hafðir séu sérstakir skólabúningar halda börnin sínum séreinkennum og við megum ekki halda að þau missi þau.“Ragnhildur Gísladóttir og Logi Pedro Stefánsson eru best klædd.Logi Pedro: „Mér finnst náttúrulega Gummi alltaf flottur því það fer honum allt svo fáránlega vel. Hann getur farið í hvað sem er og það virkar allt bara. Svo eru gaurar eins og Högni sem getur líka verið klæddur í hvað sem er. Þú getur séð hann í Timberland-skóm á fínni samkomu, í Bronx eða Þjóðleikhúsinu, það myndi bara allt virka. Svo finnst mér náttúrulega Björk. Það er engin manneskja sem er jafn nett og hún. Hún er tísku goðsögn út af fyrir sig.“Hverju mynduð þið aldrei klæðast?Logi Pedro: „Ég veit það eiginlega ekki, það er eiginlega ekkert sem ég myndi aldrei klæðast. Eða jú, reyndar eitt, ég myndi aldrei, aldrei, ekki einu sinni í gríni fara í þykkbotna buffalo-skó sem urðu allt í einu vinsælir aftur – það sé ég ekki gerast.“Ragga Gísla: „Ég get ekki sagt aldrei en ég á ekki gallabuxur. Ég kaupi kannski einar á 14 ára fresti og er í þeim undir einhverju. Það væri ögrun fyrir mig að mæta í partí þar sem fataþemað væri gallabuxur og bolur. Logi er flottur hérna í sínum gallafötum og margir eru alveg að púlla þær.“Getið þið nefnt einhver tískuslys sem þið munið eftir?Logi Pedro: „Já, algjörlega, auðvitað eru einhver svona klúður. Ég fór til New York árið 2007 og keypti mér hettupeysu sem hægt var að renna alveg upp. Þetta var svo vinsælt á þessu tímabili þegar A Bathing Ape og Billionaire Boys Club voru með svona sem er í raun streetwear-klassík. Mér fannst hún svo nett svo ég keypti hana í Chinatown. Svo var ég alltaf í bleikri skyrtu undir sem mér fannst frekar ógeðsleg. Ég var í þessu þegar ég spilaði á Airwaves þegar ég var 15 ára og mér finnst það frekar fyndið núna.“ Ragga Gísla: „Já, ætli það hafi ekki verið þegar ég fór í tónleikaferð til Kína með Stuðmönnum. Þar var ég suma dagana í gallajakka og gallabuxum. Ég hlýt að hafa verið eitthvað mikið utan við mig.“ Hverjar eru uppáhaldsverslanirnar ykkar?Ragga Gísla: „Það er gaman að fara á framandi staði og uppljómast, einhvers staðar í útlöndum, t.d. þar sem verið er að sýna og selja dót sem maður hefur ekki séð áður. Það er líka svo hollt að láta sig dreyma. Annars finnst mér ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara í búðir ef ég virkilega þarf þess og vantar eitthvað sérstakt.“Logi Pedro: „Ég fer oft í búð í Berlín sem heitir Firmament. Ég bjó í Berlín og þekki svo mikið til þar. Það eru svo margar skemmtilegar búðir í kringum Torstrasse. Þar er meðal annars lítil Comme Des Garcons sem mér fannst gaman að kíkja í. Svo er það Jör á íslandi. Ég setti saman tónlistina í búðinni svo það er svo gott að tjilla þar.“ Ragnhildur Gísladóttir, tónlistarkonaÍ hvaða verkefnum eruð þið þessa dagana?Ragga Gísla: „Ég er að semja tónlist við leikritið Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafs sem verður frumsýnt í lok febrúar í Þjóðleikhúsinu. Eftir það fer ég í að klára verk sem ég hef verið með í smíðum í dálítinn tíma og eru upptökur þar sem ég leik á túnfífla. Ég er langt komin með þetta og vonandi kemur þetta út með sumrinu. Svo er fullt í gangi með alls konar verkefni og það er frábært.“Logi Pedro: „Ég er að klára Highlands-stuttskífuna sem kemur út í febrúar, það er einmitt verið að klára Highlands-myndband sem er leikstýrt af Narvi Creative og við erum svo að fara að spila á Sónar í Reykjavík. Ég ákvað líka að einbeita mér aðeins að tæknilegu hliðinni á músíkinni og skráði mig í hljóðtækninám Sýrlands. Svo er ég alltaf að plötusnúðast með því.“Aðrir tilnefndir karlmennGuðmundur Jörundsson, fatahönnuður. „Guðmundur náði ótrúlegum árangri á síðasta ári og tókst að hafa áhrif á klæðaburð fjölmargra karlmanna. JÖR stíllinn er orðinn þekkt fyrirbæri og Gummi er ímynd íslenskrar herratísku.“Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður „Hann hefur afslappaðan og skemmtilegan stíl, vottar jafnvel fyrir smá hippa í honum. Hann hikar ekki við að bera klúta, hatta og aðra aukahluti og gerir það afar vel en það er eitthvað sem fáir íslenskir karlmenn kunna.“Vignir Freyr Andersen, verslunarstjóri og lottókynnir „Hann er einfaldlega alltaf flottur í tauinu og með öll smáatriði á hreinu, hvort sem það er í vinnunni eða á golfvellinum.“Högni, söngvari í Hjaltalín „Hann er klæddur eins og álfakonungur sem birtist á þrettándanum og stelur stelpunni þinni. Flawless.Pétur G. Markan „Nú, það yrði nú saga, sjálfsagt alla leið til Súðavíkur (næsta bæjar við Ísajörð, ef ég nefndi ekki Pétur G. Markan, lífskúnstner, fótboltamann og fjölskylduföður. Hann hefur lengi verið ákaflega vel klæddur og hefur með árunum lært að klæða sig fyrir tilefnin.”Aðrar tilnefndar konurÁsa Ninna Pétursdóttir, eigandi GK og SUIT í GK „Ása er mikill töffari og tekst alltaf að vera smart á mjög yfirvegaðan og einfaldan hátt. Henni hefur tekist að koma með skemmtilegan skandinavískan andablæ inn í íslenska tískuheiminn á síðustu árum.“Elínrós Líndal „Elínrós sem jafnan skartar flottasta kvenfatnaði íslenskrar hönnunarsögu, Ellu.“Hrafnhildur Holmgeirs „Hún er með flottan persónulegan stíl.“Margrét Erla Maack „Hún á fleiri búninga en venjuleg föt sem er mjög nauðsynlegt ef maður ætlar að taka fjölbreyttu lífi sínu alvarlega og vera sérlega smart við hin ýktustu tilefni sem henni tekst.“Sigríður Thorlacius – söngkona „Hún er gyðja sem kann að klæða sig og greiða sér glæsilega. Yfirleitt látlaus en samt með eitthvað eitt sem gerir dressið einstakt. Með þessa mjúku línur og mjúku orku í alla staði - ég er með svokallað stelpu-skot í Sigríði.“Erna Bergman, stílisti og meistaranemi „Erna hefur óbilandi áhuga á tísku og hefur í gegnum tíðina þróðað sinn stíl sem er töff og kvennlegur, dimmur en sniðugur."Dúsa fatahönnuður. „Dúsa er alltaf flott og glæsileg til fara. Hún fylgir ekki tískubólum heldur er sönn sjálfri sér og uppsker sannkallaðan „Old Hollywood“ glamúr.“allt á sama tíma. Flott stelpa sem margir gætu lært af.“
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira